Ekki púað á Snorra Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2024 14:51 Snorri Másson frambjóðandi var ræðumaður á Herrakvöldi UMF Selfossi á föstudagskvöldið. Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs komst á snoður um að ræða hans hafi fjallið í grýttan jarðveg, hafði Karen Kjartansdóttur fyrir því en eitthvað hefur farið á milli mála. vísir/samsett Ein mest lesna frétt fréttavefsins Mannlífs um þessar mundir er undir fyrirsögninni „Púað á Snorra“. Eitthvað er það málum blandið og við ritun og birtingu fréttarinnar gerði Reynir Traustason ritstjóri þau örmu mistök að upplýsa um heimildarmann sinn – í ógáti. Um er að ræða framgöngu á herrakvöldi á Selfossi þar sem Snorri Másson frambjóðandi var annar ræðumanna. Hinn var Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður og kampavínsinnflytjandi. En tónlistina annaðist Ingó veðurguð. Í frásögn Mannlífs kemur fram að Snorri hafi hrökklast af sviðinu við illan leik. „Óánægja með boðskap ræðumannsins magnaðist og Snorri gafst upp á að halda áfram með ræðu sína og steig af sviðinu. Hávært klapp og fögnuður gaf til kynna að viðstaddir söknuðu hans ekki. Margir telja kvöldið hafa verið eftirminnilegt en að uppákoman hafi ekki aukið vinsældir Miðflokksins …“ segir Mannlíf. Ekki segja Reyni af herrakvöldi á Selfossi Hvað er satt og hvað er logið í þessari einkennilegu frásögn? Vísir grófst fyrir um það og byrjaði á heimildarmanninum sem óvart var upplýst um í upprunalegu útgáfunni. Karen Kjartansdóttir ráðgjafi, sem nú um stundir starfar fyrir Framsóknarflokkinn. Í skjáskoti sem gengur manna á millum, af fréttinni eins og hún birtist í fyrstu, kemur fram að Reynir vann fréttina upp úr skilaboðasendingum þeirra á milli. Skilaboðin birtust neðan við fréttina, copy-paste mistök ef svo má segja. Mikil stemmning var á herrakvöldinu og þar var ýmislegt sér til dundurs gert eins og sjá má á þessum aðgöngumiða. „Aldrei segja Reyni Traustasyni af Herrakvöldi Selfoss, hann mun afrita nafn heimildarmannsins og greina þannig fá því sem hann segir,“ segir Karen í samtali við Vísi. Hún veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta. Aðallega hlæja þó. Karen segir að Reynir hafi haft samband við sig, því hann hafi heyrt þetta úr öðrum áttum og spurt sig út í þetta herrakvöld. En hún hafi vissulega ekki sjálf verið á því en heyrði í mörgum sem voru á téðu Herrakvöldi. Og sá dómur hafi fallið þar, meðal annars í vöfflukaffi hjá Framsóknarmönnum þar sem menn gerast sýslumannslegir, að þetta hafi verið erfitt hjá frambjóðandanum. Það hafi þetta verið altalað. Erfir ekki særindi Framsóknarmanna En hvað segir Snorri sjálfur? „Já, ertu að tala um Framsóknarfréttina. Frétt Karenar Kjartansdóttur?“ spyr Snorri sem var á leið í klippingu þegar Vísir náði í skottið á honum. Varstu púaður af sviðinu? „Hahaha, nei, alls ekki,” segir Snorri. Hann segir að allir sem þarna hafi verið geti vitnað um það. Snorri segir þetta reyndar hafa verið einkar ánægjulega stund. „Ég hafði mikla ánægju af herrakvöldinu á föstudaginn og erfi það ekki við Framsóknarmenn að verða sárir yfir málflutningi mínum.“ Snorri telur að þetta hafi kannski fallið í grýttan jarðveg hjá einum Framsóknarmanni en það hafi verið viðbúið. Mælir með Snorra sem ræðumanni Hvað er satt og hverju er logið í þessu dularfulla máli? Í raun verður að kveða til dómara og hann er Tómas Þóroddsson veitingamaður, sem er einn þeirra sem stóð fyrir kvöldinu. Tómas segir að Snorri hafi komist vel frá sínu og hann mælir með honum, klárlega, sem ræðumanni. Með honum á myndinni er Ingó tónlistarmaður sem lokaði kvöldinu með glæsibrag. „Nei. Það var ekki púað. Það voru einhver frammíköll: „Þetta á ekki að vera stjórnmálafundur!“ Og: „Þetta er ekki stjórnmálafundur, hættu þessari pólitík.“ En það var lágt,“ segir Tómas. En var hann púaður af sviðinu? „Neinei, hann kláraði ræðuna sína. Ég veit auðvitað ekkert um það hvort hann stytti ræðuna. En hann var að tala um steggjunina sína, að þar hafi hann kynnst Sigmundi Davíð og af hverju hann fór út í þetta. Þetta var enginn áróður, alls ekki. Mér fannst hann komast vel frá þessu.“ Og þú mælir með honum sem ræðumanni? „Já, klárlega, ég mæli með honum á herrakvöld. Og, ég held að Karen hafi ekki verið þarna. Enda, herrakvöld,“ segir Tómas. Og þar höfum við það. Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Áfengi og tóbak Samkvæmislífið Árborg Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar Sjá meira
Um er að ræða framgöngu á herrakvöldi á Selfossi þar sem Snorri Másson frambjóðandi var annar ræðumanna. Hinn var Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður og kampavínsinnflytjandi. En tónlistina annaðist Ingó veðurguð. Í frásögn Mannlífs kemur fram að Snorri hafi hrökklast af sviðinu við illan leik. „Óánægja með boðskap ræðumannsins magnaðist og Snorri gafst upp á að halda áfram með ræðu sína og steig af sviðinu. Hávært klapp og fögnuður gaf til kynna að viðstaddir söknuðu hans ekki. Margir telja kvöldið hafa verið eftirminnilegt en að uppákoman hafi ekki aukið vinsældir Miðflokksins …“ segir Mannlíf. Ekki segja Reyni af herrakvöldi á Selfossi Hvað er satt og hvað er logið í þessari einkennilegu frásögn? Vísir grófst fyrir um það og byrjaði á heimildarmanninum sem óvart var upplýst um í upprunalegu útgáfunni. Karen Kjartansdóttir ráðgjafi, sem nú um stundir starfar fyrir Framsóknarflokkinn. Í skjáskoti sem gengur manna á millum, af fréttinni eins og hún birtist í fyrstu, kemur fram að Reynir vann fréttina upp úr skilaboðasendingum þeirra á milli. Skilaboðin birtust neðan við fréttina, copy-paste mistök ef svo má segja. Mikil stemmning var á herrakvöldinu og þar var ýmislegt sér til dundurs gert eins og sjá má á þessum aðgöngumiða. „Aldrei segja Reyni Traustasyni af Herrakvöldi Selfoss, hann mun afrita nafn heimildarmannsins og greina þannig fá því sem hann segir,“ segir Karen í samtali við Vísi. Hún veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta. Aðallega hlæja þó. Karen segir að Reynir hafi haft samband við sig, því hann hafi heyrt þetta úr öðrum áttum og spurt sig út í þetta herrakvöld. En hún hafi vissulega ekki sjálf verið á því en heyrði í mörgum sem voru á téðu Herrakvöldi. Og sá dómur hafi fallið þar, meðal annars í vöfflukaffi hjá Framsóknarmönnum þar sem menn gerast sýslumannslegir, að þetta hafi verið erfitt hjá frambjóðandanum. Það hafi þetta verið altalað. Erfir ekki særindi Framsóknarmanna En hvað segir Snorri sjálfur? „Já, ertu að tala um Framsóknarfréttina. Frétt Karenar Kjartansdóttur?“ spyr Snorri sem var á leið í klippingu þegar Vísir náði í skottið á honum. Varstu púaður af sviðinu? „Hahaha, nei, alls ekki,” segir Snorri. Hann segir að allir sem þarna hafi verið geti vitnað um það. Snorri segir þetta reyndar hafa verið einkar ánægjulega stund. „Ég hafði mikla ánægju af herrakvöldinu á föstudaginn og erfi það ekki við Framsóknarmenn að verða sárir yfir málflutningi mínum.“ Snorri telur að þetta hafi kannski fallið í grýttan jarðveg hjá einum Framsóknarmanni en það hafi verið viðbúið. Mælir með Snorra sem ræðumanni Hvað er satt og hverju er logið í þessu dularfulla máli? Í raun verður að kveða til dómara og hann er Tómas Þóroddsson veitingamaður, sem er einn þeirra sem stóð fyrir kvöldinu. Tómas segir að Snorri hafi komist vel frá sínu og hann mælir með honum, klárlega, sem ræðumanni. Með honum á myndinni er Ingó tónlistarmaður sem lokaði kvöldinu með glæsibrag. „Nei. Það var ekki púað. Það voru einhver frammíköll: „Þetta á ekki að vera stjórnmálafundur!“ Og: „Þetta er ekki stjórnmálafundur, hættu þessari pólitík.“ En það var lágt,“ segir Tómas. En var hann púaður af sviðinu? „Neinei, hann kláraði ræðuna sína. Ég veit auðvitað ekkert um það hvort hann stytti ræðuna. En hann var að tala um steggjunina sína, að þar hafi hann kynnst Sigmundi Davíð og af hverju hann fór út í þetta. Þetta var enginn áróður, alls ekki. Mér fannst hann komast vel frá þessu.“ Og þú mælir með honum sem ræðumanni? „Já, klárlega, ég mæli með honum á herrakvöld. Og, ég held að Karen hafi ekki verið þarna. Enda, herrakvöld,“ segir Tómas. Og þar höfum við það.
Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Áfengi og tóbak Samkvæmislífið Árborg Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar Sjá meira