„Ég fékk fjölmörg tilboð en málin þróuðustu ekki eins og ég vildi,“ segir körfuknattleikskonan Lele Hardy.
Framherjinn, sem fór á kostum með Njarðvík á síðasta tímabili, ákvað að söðla um og leika með Haukum í vetur. Hún hefur farið á kostum og virðist enginn komast með tærnar þar sem Lele hefur hælana.
„Ég er hér og geri það sem mér finnst skemmtilegast,“ segir Lele sem ber liðsfélögunum í Hafnarfirði vel söguna. Hún segir sinn mesta styrkleika vera fráköstin.
„Ég leik ekki bara til að skora. Ég spila ánægjunnar vegna og ef ég get skorað þá skora ég kannski 30 stig í leik. Ég sækist eftir fráköstum í hverjum leik,“ segir Lele sem telur Hauka eiga möguleika á Íslandsmeistaratitlinum.
„Við eigum möguleika ef við leggjum hart að okkur, höfum sjálfstraust, trúum hver á aðra og leikum vel saman.“
Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, er afar ánægður með bandaríska leikmanninn sem virðist bæta sig með hverjum leiknum. Hún segist vilja vera fyrirmynd annarra.
„Þannig er ég. Ég vil skemmta mér og vera góður liðsfélagi. Þannig er Lele.“
Viðtal Arnars Björnssonar við Lele Hardy og Bjarna Magnússon má sjá í spilaranum hér að ofan.
„Ég vil skemmta mér og vera góður liðsfélagi“
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn




Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti



Lést á leiðinni á æfingu
Sport

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn