Eitt Íslandsmót féll á öðrum degi Íslandsmótsins í 25 metra laug í sundi. Það setti Eygló Ósk Gústafsdóttir í 100 metra baksundi. Hún setti metið þegar hún synti fyrsta sprett í 4x100 fjórsundsboðsundi. Eygló synti á 59,56 sekúndum en gamla metið var 59,75 sekúndur sem hún átti sjálf frá því í desember 2011.
Eygló er því komin með þrjú Íslandsmet á mótinu en hún setti tvö met í gær.
Ólafur Sigurðsson úr SH bætti drengjametið sitt í 200m skriðsundi frá því í morgun um 1/100 úr sekúndu þegar hann synti á tímanum 1:57,42 mínútum.
Í 50m baksundi setti Kristinn Þórarinsson úr Fjölni nýtt piltamet þegar hann synti á tímanum 25,42 sekúndum. Gamla metið átti Örn Arnarson frá árinu 1998.
Í sömu grein bætti Brynjólfur Óli Karlsson úr Breiðabliki svo sitt eigið sveinamet frá því í morgun. Hann synti þá á tímanum 30,10 sekúndum en hann synti á 30,82 sekúndum í morgun.
Í 4x100 fjórsundsboðsundi kvenna settu B og C sveitir ÍRB ný aldursflokkamet. B sveitin synti á tímanum 4:35,61 sem er telpnamet. Sveitina skipuðu þær Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Svanfríður Steingrímsdóttir, Sylwia Sienkiewicz og Sunneva Dögg Friðriksdóttir. Gamla metið var 4:37,37 og var í eigu ÍRB frá árinu 2010.
C sveitin synti á tímanum 5:01,09 sem er meyjamet. Sveitina skipuðu þær Aníka Mjöll Júlíusdóttir, Stefanía Sigurþórsdóttir, Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir og Klaudia Malesa. Gamla metið var 5:03,59 og var í eigu ÍRB frá því í fyrra.
Eygló setti þriðja Íslandsmetið

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti


„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti

Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
