Umfjöllun, viðtöl og myndir: HK - Fram 22-19 | Fyrsti sigur HK-inga í vetur Anton Ingi Leifsson í Digranesi skrifar 21. nóvember 2013 12:32 Atli Karl Bachmann átti flottan leik í kvöld. Mynd/Daníel HK vann sinn fyrsta sigur í Olís-deild karla í kvöld þegar liðið sigraði Íslandsmeistara Fram, 22-19. Liðið hafði einungis náð í eitt stig í fyrstu átta leikjunum, svo að sigurinn var kærkominn.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Digranesi í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum sem má sjá hér með því að fletta hér yrir ofan en einnig eru nokkrar góðar myndir hér fyrir neðan. Leikurinn byrjaði ekki fjörlega. Langt því frá. Liðin skiptust á að missa boltann klaufalega og fyrsta markið kom ekki fyrr enn eftir sjö og hálfa mínúta, en það var Atli Karl Bachmann sem skoraði fyrir heimamenn. Atli skoraði fyrstu tvö mörkin, áður en Elías skoraði fyrsta markið fyrir Fram eftir níu mínútna leik. Eftir rúmlega stundarfjórðung var staðan orðin 6-2 fyrir heimamenn og þá var Guðlaugi Arnarssyni, þjálfara Fram, nóg boðið og tók hann leikhlé. Hans leikmenn rönkuðu aðeins við sér í leikhléinu, en náðu þó aldrei að minnka muninn í meira en tvö mörk. Í hálfleik var einmitt tveggja marka munur, eða 10-8. Í síðari hálfleik var svipað uppá teningnum. Leó Snær Pétursson kom HK fjórum mörkum yfir þegar þrettán mínútur voru búnar af síðari hálfleik, 16-12, en þá vöknuðu gestirnir og skoruðu nokkur mörk í röð. Ragnar Kjartansson, ungur strákur, minnkaði muninn í 16-15 og höfðu þá HK ekki skorað í sjö mínútur. Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, tók þá leikhlé og heimamenn náðu aftur fjögurra marka forystu, 19-15. HK hélt svo forystunni út leikinn, en Leó Snær Pétursson skoraði hrikalega mikilvægt mark fyrir heimamenn þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka þegar hann kom þeim í 21-19. Lokatölur urðu svo 22-19. Leikurinn var skrýtinn og fyrri hálfleikurinn nokkuð skrautlegur. Fyrsti sigur HK og þeir fá hrósið í dag. Varnarleikurinn var virkilega öflugur og Atli Karl frábær í sókinni. Framarar spiluðu líklega einn sinn versta leik á tímabilinu, en þeir virtust einfaldlega ekki tilbúnir í verkefnið. Þeir voru ragir í sínum aðgerðum, eins og sést á skorinu, að skora einungis nítján mörk á 60 mínútum. Atli Karl Bachmann var frábær í liði HK sem og nánast allir sem komu við sögu. Atli skoraði átta mörk úr níu skotum, en næstur kom Leó með sex mörk. Helgi Hlynsson stóð sig einnig ágætlega í markinu, en hann varði um fimmtán skot. Í liði Fram var Garðar B. Sigurjónsson langatkvæðamestur með átta mörk, en þrjú af þeim úr vítum. Stefán Baldvin Stefánsson og Ragnar Kjartansson komu næstir með þrjú mörk.Garðar: Skammast mín fyrir nýtinguna „Það fór flest allt úrskeiðis, sérstaklega sóknarlega. Vörnin var allt í lagi, en vorum ekki alveg að fá markvörsluna. Lykilmenn voru ekki að ná sér á strik, ég skammast mín fyrir nýtinguna mína í dag. Þó ég hafi verið með nokkur mörk voru þau úr alltof, alltof mörgum skotum. Sóknin fór út í veður og vind," sagði Garðar B. Sigurjónsson, línumaður Fram, hundfúll eftir tapið. „Við vorum bara ekki mættir til leiks hérna í dag. Ég veit ekki hvað við höldum, að við séum eitthvað flottir eftir að hafa unnið nokkra leiki og vorum í kringum toppinn. Við getum ekki mætt með hangandi haus og ef við gerum það, sjáum við hvað gerist." „Við erum ekki dottnir úr neinni toppbaráttu. Þetta var slys þessi leikur og við ætlum að rífa okkur í gang. Við hljótum að rífa okkur í gang, fjandinn hafi það, og reynum að gera betur í næsta leik. Það er ekkert annað sem kemur til boða. Við þurfum bara sýna úr hverju við erum gerðir; hvort við ætlum að vera eitthverjir pappakassar hérna eða mæta og sýna að við getum spilað alvöru handbolta," sagði Garðar við Vísi eftir leik.Samúel Ívar: Ef við höldum svona áfram eru okkur allir vegir færir „Flott barátta skóp þennan sigur. Við erum mátulega skynsamir að stærstu leyti þannig við náum að koma í veg fyrir hraðaupphlaupin sem þeir hafa verið mjög sterkir að nýta sér. Þegar við náum að stilla upp í vörn erum við virkilega þéttir. Það er erfitt að berjast við þá, en við fórum þetta á baráttunni og viljanum," sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, skiljanlega himinlifandi eftir leik. „Mér fannst varnarleikurinn mjög góður allan tímann. Á fyrsta korterinu vorum við örugglega svona ellefu til tólf mínútur í vörn. Við vorum að spila dálítið hraðar sóknir og Framarar voru að spila lengri sóknir, en náðu ekki að finna leiðir framhjá okkur." „Við áttum í erfiðleikum með línumanninn(Garðar B. Sigurjónsson), en að öðru leyti mættum við vel á menn. Heilt yfir virkilega flottur vilji hjá strákunum. Við vorum ekkert að liggja og vorkenna okkur þegar við vorum að tapa. Við ætlum ekkert að fara fram úr okkur núna, en heill leikur spilaður vel." „Annar leikurinn í röð sem við spilum vel og baráttan var virkilega góð. Ef við höldum þannig áfram eru okkur allir vegir færir. Það var eitthver að gera grín að mér um daginn að ég væri búinn að tapa sjö í röð, síðan þá er ég búinn að vinna tvo í röð," sagði Samúel að lokum.Mynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/Daníel Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Galychanka | Evrópuleikur hjá Haukum Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira
HK vann sinn fyrsta sigur í Olís-deild karla í kvöld þegar liðið sigraði Íslandsmeistara Fram, 22-19. Liðið hafði einungis náð í eitt stig í fyrstu átta leikjunum, svo að sigurinn var kærkominn.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Digranesi í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum sem má sjá hér með því að fletta hér yrir ofan en einnig eru nokkrar góðar myndir hér fyrir neðan. Leikurinn byrjaði ekki fjörlega. Langt því frá. Liðin skiptust á að missa boltann klaufalega og fyrsta markið kom ekki fyrr enn eftir sjö og hálfa mínúta, en það var Atli Karl Bachmann sem skoraði fyrir heimamenn. Atli skoraði fyrstu tvö mörkin, áður en Elías skoraði fyrsta markið fyrir Fram eftir níu mínútna leik. Eftir rúmlega stundarfjórðung var staðan orðin 6-2 fyrir heimamenn og þá var Guðlaugi Arnarssyni, þjálfara Fram, nóg boðið og tók hann leikhlé. Hans leikmenn rönkuðu aðeins við sér í leikhléinu, en náðu þó aldrei að minnka muninn í meira en tvö mörk. Í hálfleik var einmitt tveggja marka munur, eða 10-8. Í síðari hálfleik var svipað uppá teningnum. Leó Snær Pétursson kom HK fjórum mörkum yfir þegar þrettán mínútur voru búnar af síðari hálfleik, 16-12, en þá vöknuðu gestirnir og skoruðu nokkur mörk í röð. Ragnar Kjartansson, ungur strákur, minnkaði muninn í 16-15 og höfðu þá HK ekki skorað í sjö mínútur. Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, tók þá leikhlé og heimamenn náðu aftur fjögurra marka forystu, 19-15. HK hélt svo forystunni út leikinn, en Leó Snær Pétursson skoraði hrikalega mikilvægt mark fyrir heimamenn þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka þegar hann kom þeim í 21-19. Lokatölur urðu svo 22-19. Leikurinn var skrýtinn og fyrri hálfleikurinn nokkuð skrautlegur. Fyrsti sigur HK og þeir fá hrósið í dag. Varnarleikurinn var virkilega öflugur og Atli Karl frábær í sókinni. Framarar spiluðu líklega einn sinn versta leik á tímabilinu, en þeir virtust einfaldlega ekki tilbúnir í verkefnið. Þeir voru ragir í sínum aðgerðum, eins og sést á skorinu, að skora einungis nítján mörk á 60 mínútum. Atli Karl Bachmann var frábær í liði HK sem og nánast allir sem komu við sögu. Atli skoraði átta mörk úr níu skotum, en næstur kom Leó með sex mörk. Helgi Hlynsson stóð sig einnig ágætlega í markinu, en hann varði um fimmtán skot. Í liði Fram var Garðar B. Sigurjónsson langatkvæðamestur með átta mörk, en þrjú af þeim úr vítum. Stefán Baldvin Stefánsson og Ragnar Kjartansson komu næstir með þrjú mörk.Garðar: Skammast mín fyrir nýtinguna „Það fór flest allt úrskeiðis, sérstaklega sóknarlega. Vörnin var allt í lagi, en vorum ekki alveg að fá markvörsluna. Lykilmenn voru ekki að ná sér á strik, ég skammast mín fyrir nýtinguna mína í dag. Þó ég hafi verið með nokkur mörk voru þau úr alltof, alltof mörgum skotum. Sóknin fór út í veður og vind," sagði Garðar B. Sigurjónsson, línumaður Fram, hundfúll eftir tapið. „Við vorum bara ekki mættir til leiks hérna í dag. Ég veit ekki hvað við höldum, að við séum eitthvað flottir eftir að hafa unnið nokkra leiki og vorum í kringum toppinn. Við getum ekki mætt með hangandi haus og ef við gerum það, sjáum við hvað gerist." „Við erum ekki dottnir úr neinni toppbaráttu. Þetta var slys þessi leikur og við ætlum að rífa okkur í gang. Við hljótum að rífa okkur í gang, fjandinn hafi það, og reynum að gera betur í næsta leik. Það er ekkert annað sem kemur til boða. Við þurfum bara sýna úr hverju við erum gerðir; hvort við ætlum að vera eitthverjir pappakassar hérna eða mæta og sýna að við getum spilað alvöru handbolta," sagði Garðar við Vísi eftir leik.Samúel Ívar: Ef við höldum svona áfram eru okkur allir vegir færir „Flott barátta skóp þennan sigur. Við erum mátulega skynsamir að stærstu leyti þannig við náum að koma í veg fyrir hraðaupphlaupin sem þeir hafa verið mjög sterkir að nýta sér. Þegar við náum að stilla upp í vörn erum við virkilega þéttir. Það er erfitt að berjast við þá, en við fórum þetta á baráttunni og viljanum," sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, skiljanlega himinlifandi eftir leik. „Mér fannst varnarleikurinn mjög góður allan tímann. Á fyrsta korterinu vorum við örugglega svona ellefu til tólf mínútur í vörn. Við vorum að spila dálítið hraðar sóknir og Framarar voru að spila lengri sóknir, en náðu ekki að finna leiðir framhjá okkur." „Við áttum í erfiðleikum með línumanninn(Garðar B. Sigurjónsson), en að öðru leyti mættum við vel á menn. Heilt yfir virkilega flottur vilji hjá strákunum. Við vorum ekkert að liggja og vorkenna okkur þegar við vorum að tapa. Við ætlum ekkert að fara fram úr okkur núna, en heill leikur spilaður vel." „Annar leikurinn í röð sem við spilum vel og baráttan var virkilega góð. Ef við höldum þannig áfram eru okkur allir vegir færir. Það var eitthver að gera grín að mér um daginn að ég væri búinn að tapa sjö í röð, síðan þá er ég búinn að vinna tvo í röð," sagði Samúel að lokum.Mynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/Daníel
Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Galychanka | Evrópuleikur hjá Haukum Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira