Fá mest núna því þeir fengu minnst síðast Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. desember 2013 18:45 Þeir viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs sem fóru í gegnum 110 prósenta leiðina, fá meira leiðrétt með skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar en viðskiptavinir bankanna, þar sem strangari frádráttarviðmið giltu við útfærslu 110 prósenta leiðarinnar hjá sjóðnum. Við útfærslu á 110 prósent leiðinni þurftu viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs að sætta sig við strangari frádráttarreglur en viðskiptavinir stóru bankanna þriggja. Þannig þurftu þeir að þola að skráðir bílar og annað lausafé yrði dregið frá þeirri fjárhæð sem þeir áttu að njóta við niðurfærslu lána sinna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og fyrrum efnahagsráðherra, gagnrýndi útfærsluna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og sagði það mikið óréttlæti að viðskiptavinir ÍLS hafi þurft að þola strangari frádráttarreglur vegna lausafjáreigna. Hann sagðist telja það eðlilegt að ÍLS yrði veitt svigrúm til að koma til móts við þessa einstaklinga. 110 prósenta leiðin var aðgerð sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna stóð fyrir. Ekki er víst að koma þurfi til þess að fjármagna ÍLS sérstaklega vegna þessa óréttlætis. Eins og sést á þessari grafík á Íbúðalánasjóður langstærstan hluta kökunnar þegar verðtryggðu lánin eru annars vegar. Lífeyrissjóðir eiga 16 prósent, Landsbankinn 8 prósent, Arion banki, Íslandsbanki og fleiri deila með sér 14 prósentum. Íbúðalánasjóður er með 62 prósent. Inneign umsækjanda leiðréttingar á verðtryggðum fasteignaveðlánum sem gerðar eru í tengslum við sértæka skuldaaðlögum dragast frá leiðréttingunni núna. Hið sama á við um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána á grundvelli 110 prósenta leiðar. Ljóst er að þeir viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs sem fengu lítið leiðrétt við niðurfærslu samkvæmt 110 prósenta leið vegna lausafjáreigna fá mun meira en viðskiptavinir bankanna að þessu sinni, upp að fjögurra milljóna króna hámarkinu. Þannig er í reynd það óréttlæti sem skapaðist við útfærslu 110 prósenta leiðarinnar jafnað út að einhverju marki að þessu sinni. Skýrsla sérfræðingahóps um skuldaleiðréttinguna. Spurt og svarað frá ríkisstjórninni vegna málsins. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Þeir viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs sem fóru í gegnum 110 prósenta leiðina, fá meira leiðrétt með skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar en viðskiptavinir bankanna, þar sem strangari frádráttarviðmið giltu við útfærslu 110 prósenta leiðarinnar hjá sjóðnum. Við útfærslu á 110 prósent leiðinni þurftu viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs að sætta sig við strangari frádráttarreglur en viðskiptavinir stóru bankanna þriggja. Þannig þurftu þeir að þola að skráðir bílar og annað lausafé yrði dregið frá þeirri fjárhæð sem þeir áttu að njóta við niðurfærslu lána sinna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og fyrrum efnahagsráðherra, gagnrýndi útfærsluna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og sagði það mikið óréttlæti að viðskiptavinir ÍLS hafi þurft að þola strangari frádráttarreglur vegna lausafjáreigna. Hann sagðist telja það eðlilegt að ÍLS yrði veitt svigrúm til að koma til móts við þessa einstaklinga. 110 prósenta leiðin var aðgerð sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna stóð fyrir. Ekki er víst að koma þurfi til þess að fjármagna ÍLS sérstaklega vegna þessa óréttlætis. Eins og sést á þessari grafík á Íbúðalánasjóður langstærstan hluta kökunnar þegar verðtryggðu lánin eru annars vegar. Lífeyrissjóðir eiga 16 prósent, Landsbankinn 8 prósent, Arion banki, Íslandsbanki og fleiri deila með sér 14 prósentum. Íbúðalánasjóður er með 62 prósent. Inneign umsækjanda leiðréttingar á verðtryggðum fasteignaveðlánum sem gerðar eru í tengslum við sértæka skuldaaðlögum dragast frá leiðréttingunni núna. Hið sama á við um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána á grundvelli 110 prósenta leiðar. Ljóst er að þeir viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs sem fengu lítið leiðrétt við niðurfærslu samkvæmt 110 prósenta leið vegna lausafjáreigna fá mun meira en viðskiptavinir bankanna að þessu sinni, upp að fjögurra milljóna króna hámarkinu. Þannig er í reynd það óréttlæti sem skapaðist við útfærslu 110 prósenta leiðarinnar jafnað út að einhverju marki að þessu sinni. Skýrsla sérfræðingahóps um skuldaleiðréttinguna. Spurt og svarað frá ríkisstjórninni vegna málsins.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira