Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 22-27 | Sannfærandi sigur hjá ÍBV Sigmar Sigfússon í Kaplakrika skrifar 8. desember 2013 14:00 Mynd/Daníel FH varð af mikilvægum stigum í toppbaráttunni er þeir töpuðu á heimavelli gegn Eyjamönnum, 22-27, í Olísdeild karla í handknattleik í dag.. ÍBV vann leikinn sanngjarnt og var yfir allan tímann.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Kaplakrika í dag og tók þessar skemmtilegu myndir sem má sjá hér fyrir ofan en það eru einnig nokkrar útvaldar hér fyrir neðan. Andri Heimir Friðriksson áttu enn einn stórleikinn fyrir ÍBV og skoraði sjö mörk eins og Magnús Stefánsson. Hjá FH-ingum var Andri Berg Haraldsson atkvæðamestur með sex mörk. Daníel Freyr Andrésson, markmaður FH, varði tuttugu skot en það dugði ekki til. Eyjamenn byrjuðu betur og voru sterkari aðilinn allan leikinn. FH-ingar voru lengi í gang og gerðu sig seka um mörg sóknamistök á tímabili. Varnarleikur heimamanna var ekki góður á löngum köflum og Eyjmenn skoruðu nánast að vild. Varnarleikur ÍBV var til fyrirmyndar í dag og FH-ingar áttu í stökustu vandræðum að leysa sóknaleik sinn. Eyjamenn voru mun grimmari í öllum sínum aðgerðum og kjöldrógu FH-inga undir lokin. ÍBV náði fimm marka forystu á lokamínútunum og sigruðu leikinn því öruggt. FH-ingar voru ekki að spila vel í dag og vörn ÍBV neyddi þá í erfið skot sem Haukur Jónsson, markvörður ÍBV, var duglegur að verja. Haukur kom inn í mark Eyjamanna í síðari hálfleik og átti frábæran leik með tíu varða bolta. Ótrúlegt atvik átti sér stað þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Agnar Smári Jónsson, skytta Eyjamanna, skoraði þá mark frá miðju vallarins, stöngin inn. ÍBV kom sér upp í 3. sæti með sigrinum og er einu stigi á eftir FH en á leik til góða. Gunnar: Liðsheildin var frábær„Ég er ótrúlega ánægður og framlagið hjá strákunum var mjög gott hérna í dag,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leiknn. „Karakterinn í liðinu var stórkostlegur í dag og vinnusemin var einstök. Við vorum mjög agaðir og við höfum svo gaman af þessu. Það er ekkert gefið að Eyjamenn fái að spila handbolta á þessum árstíma. Það voru tvær vikur frá því að við spiluðum síðast og okkur var farið að hlakka til að spila,“ sagði Gunnar. „Haukur átti frábæra innkomu í markið hjá okkur í seinni hálfleik sem gerði gæfumuninn. Það hefur sýnt sig í vetur að ef við fáum markvörslu þá erum við mjög erfiðir því vörnin er góð. Þegar liðsheildin er svona að þá er erfitt að stoppa okkur.“ „Við ætlum að berjast um að komast í úrslitakeppnina og útlitið er gott núna. Það er framar vonum að vera liðið sem er búið tapa næstfæstum stigum núna um jólin. Það má ekki gleyma því að við eigum Róbert Aron inni. Ég verð líka að hrósa Sindra Haraldssyni sem er búinn að vera frábær í vörninni hjá okkur og bindir hana algjörlega saman. Hann er að vinna þessa skítavinnu og er duglegur að fá strákana með sér.“ Einar Andri: Skuldum stuðningsmönnum afsökunarbeiðni„Gríðarleg vonbrigði,“ voru fyrstu viðbrögð Einars Andra Einarssonar, þjálfara FH, eftir leikinn og hann bætti við: „Spilamennskan var afleidd í sextíu mínútur og ég held að við skuldum stuðningsmönnum okkar afsökunarbeiðni eftir þessa frammistöðu í dag.“ „Við erum að koma í veg fyrir að við séum að keppa um fyrsta sætið og verðum í samskeppni í vetur um sæti í úrslitakeppninni. Við hefðum getað komið okkur í góða stöðu en við höfðum greinilega ekki áhuga á því,“ sagði Einar. „Okkur tókst ekki að leysa góða vörn ÍBV og svo voru Eyjamenn erfiðir í sókninni í dag. Agaleysi varð okkur að falli, bæði í vörn og sókn.“ „Við þurfum að fara yfir okkar leik frá a-ö. Þurfum að fara yfir alla þætti í okkar leik og FH-iðið leit ekki vel út í dag, því miður,“ sagði Einar ósáttur í lokin.Mynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/Daníel Olís-deild karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira
FH varð af mikilvægum stigum í toppbaráttunni er þeir töpuðu á heimavelli gegn Eyjamönnum, 22-27, í Olísdeild karla í handknattleik í dag.. ÍBV vann leikinn sanngjarnt og var yfir allan tímann.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Kaplakrika í dag og tók þessar skemmtilegu myndir sem má sjá hér fyrir ofan en það eru einnig nokkrar útvaldar hér fyrir neðan. Andri Heimir Friðriksson áttu enn einn stórleikinn fyrir ÍBV og skoraði sjö mörk eins og Magnús Stefánsson. Hjá FH-ingum var Andri Berg Haraldsson atkvæðamestur með sex mörk. Daníel Freyr Andrésson, markmaður FH, varði tuttugu skot en það dugði ekki til. Eyjamenn byrjuðu betur og voru sterkari aðilinn allan leikinn. FH-ingar voru lengi í gang og gerðu sig seka um mörg sóknamistök á tímabili. Varnarleikur heimamanna var ekki góður á löngum köflum og Eyjmenn skoruðu nánast að vild. Varnarleikur ÍBV var til fyrirmyndar í dag og FH-ingar áttu í stökustu vandræðum að leysa sóknaleik sinn. Eyjamenn voru mun grimmari í öllum sínum aðgerðum og kjöldrógu FH-inga undir lokin. ÍBV náði fimm marka forystu á lokamínútunum og sigruðu leikinn því öruggt. FH-ingar voru ekki að spila vel í dag og vörn ÍBV neyddi þá í erfið skot sem Haukur Jónsson, markvörður ÍBV, var duglegur að verja. Haukur kom inn í mark Eyjamanna í síðari hálfleik og átti frábæran leik með tíu varða bolta. Ótrúlegt atvik átti sér stað þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Agnar Smári Jónsson, skytta Eyjamanna, skoraði þá mark frá miðju vallarins, stöngin inn. ÍBV kom sér upp í 3. sæti með sigrinum og er einu stigi á eftir FH en á leik til góða. Gunnar: Liðsheildin var frábær„Ég er ótrúlega ánægður og framlagið hjá strákunum var mjög gott hérna í dag,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leiknn. „Karakterinn í liðinu var stórkostlegur í dag og vinnusemin var einstök. Við vorum mjög agaðir og við höfum svo gaman af þessu. Það er ekkert gefið að Eyjamenn fái að spila handbolta á þessum árstíma. Það voru tvær vikur frá því að við spiluðum síðast og okkur var farið að hlakka til að spila,“ sagði Gunnar. „Haukur átti frábæra innkomu í markið hjá okkur í seinni hálfleik sem gerði gæfumuninn. Það hefur sýnt sig í vetur að ef við fáum markvörslu þá erum við mjög erfiðir því vörnin er góð. Þegar liðsheildin er svona að þá er erfitt að stoppa okkur.“ „Við ætlum að berjast um að komast í úrslitakeppnina og útlitið er gott núna. Það er framar vonum að vera liðið sem er búið tapa næstfæstum stigum núna um jólin. Það má ekki gleyma því að við eigum Róbert Aron inni. Ég verð líka að hrósa Sindra Haraldssyni sem er búinn að vera frábær í vörninni hjá okkur og bindir hana algjörlega saman. Hann er að vinna þessa skítavinnu og er duglegur að fá strákana með sér.“ Einar Andri: Skuldum stuðningsmönnum afsökunarbeiðni„Gríðarleg vonbrigði,“ voru fyrstu viðbrögð Einars Andra Einarssonar, þjálfara FH, eftir leikinn og hann bætti við: „Spilamennskan var afleidd í sextíu mínútur og ég held að við skuldum stuðningsmönnum okkar afsökunarbeiðni eftir þessa frammistöðu í dag.“ „Við erum að koma í veg fyrir að við séum að keppa um fyrsta sætið og verðum í samskeppni í vetur um sæti í úrslitakeppninni. Við hefðum getað komið okkur í góða stöðu en við höfðum greinilega ekki áhuga á því,“ sagði Einar. „Okkur tókst ekki að leysa góða vörn ÍBV og svo voru Eyjamenn erfiðir í sókninni í dag. Agaleysi varð okkur að falli, bæði í vörn og sókn.“ „Við þurfum að fara yfir okkar leik frá a-ö. Þurfum að fara yfir alla þætti í okkar leik og FH-iðið leit ekki vel út í dag, því miður,“ sagði Einar ósáttur í lokin.Mynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/Daníel
Olís-deild karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira