Tónleikum Elton John í Rússlandi ekki aflýst Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 6. desember 2013 13:19 Elton John er ötull baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks. mynd/getty Ekki stendur til að aflýsa tvennum tónleikum breska tónlistarmannsins Elton John í Rússlandi um helgina þrátt fyrir að söngvarinn hafi sagst ætla að tjá sig á sviði um málefni hinsegin fólks í Rússlandi. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, undirritaði lög í sumar sem banna „áróður samkynhneigðra“ sem beinist að ungmennum. Í síðasta mánuði lofaði söngvarinn í viðtali við CNN að hann myndi tjá sig á tónleikunum um þessi umdeildu lög, en þeir verða haldnir í Moskvu í kvöld og borginni Kazan annað kvöld. Einnig hyggst hann hitta fólk úr samfélagi hinsegin fólks í borgunum. Tónleikahaldarinn, SAV Entertainment, hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að ekki standi til að aflýsa tónleikum, þrátt fyrir þrálátan orðróm um annað. John sagði í samtali við CNN að hann ætlaði sér þó að vanda orð sín, þar sem hann vill ekki láta vísa sér úr landi. Tónleikahaldarar sem stóðu á bak við tónleika Lady Gaga í Pétursborg í fyrra voru sektaðir í síðasta mánuði fyrir að brjóta fyrrnefnd lög. Var það í kjölfar þess að tónlistarkonan tjáði sig um réttindi hinsegin fólks í Rússlandi á tónleikum. Tengdar fréttir Skorar á Vesturlönd að setja rússneska þingmenn í ferðabann Nikolai Alekseev lögfræðingur og leiðtogi réttindahreyfingar samkynhneigðra í Rússlandi segir að það hafi ekkert upp á sig að sniðganga vörur eins og Stolichnaya vodka til að þrýsta á rússnesk stjórnvöld að bæta ráð sitt varðandi mannréttindi hinsegin fólks. 26. júlí 2013 14:03 Telja Rússa munu handtaka samkynhneigða ferðamenn Nýsamþykkt lög til höfuðs samkynhneigð í Rússlandi gætu orðið til þess að samkynhneigðir ferðamenn verði handteknir þar í landi. 12. júlí 2013 10:31 Fry líkir Pútín við Hitler Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Stephen Fry hefur bæst í hóp þeirra sem eru á móti því að Vetrarólympíuleikarnir árið 2014 fari fram í Rússlandi. 7. ágúst 2013 23:15 Forstjóri Stolichnaya Vodka fordæmir rússnesk stjórnvöld Aðalforstjóri Stolichnaya Vodka hefur í opnu bréfi til hinsegin samfélagsins um allan heim fordæmt stefnu rússneskra stjórnvalda varðandi réttindi hinsegin fólks og sver af sér öll tengsl við rússnesk stjórnvöld. 26. júlí 2013 10:53 Mynd af Pútín í kvennærfatnaði gerð upptæk Lögreglan í Rússlandi gerði áhlaup á listagallerí Í Pétursborg í þeim tilgangi að gera upptækar „móðgandi“ myndir af leiðtogum Rússlands 28. ágúst 2013 23:27 Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Ekki stendur til að aflýsa tvennum tónleikum breska tónlistarmannsins Elton John í Rússlandi um helgina þrátt fyrir að söngvarinn hafi sagst ætla að tjá sig á sviði um málefni hinsegin fólks í Rússlandi. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, undirritaði lög í sumar sem banna „áróður samkynhneigðra“ sem beinist að ungmennum. Í síðasta mánuði lofaði söngvarinn í viðtali við CNN að hann myndi tjá sig á tónleikunum um þessi umdeildu lög, en þeir verða haldnir í Moskvu í kvöld og borginni Kazan annað kvöld. Einnig hyggst hann hitta fólk úr samfélagi hinsegin fólks í borgunum. Tónleikahaldarinn, SAV Entertainment, hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að ekki standi til að aflýsa tónleikum, þrátt fyrir þrálátan orðróm um annað. John sagði í samtali við CNN að hann ætlaði sér þó að vanda orð sín, þar sem hann vill ekki láta vísa sér úr landi. Tónleikahaldarar sem stóðu á bak við tónleika Lady Gaga í Pétursborg í fyrra voru sektaðir í síðasta mánuði fyrir að brjóta fyrrnefnd lög. Var það í kjölfar þess að tónlistarkonan tjáði sig um réttindi hinsegin fólks í Rússlandi á tónleikum.
Tengdar fréttir Skorar á Vesturlönd að setja rússneska þingmenn í ferðabann Nikolai Alekseev lögfræðingur og leiðtogi réttindahreyfingar samkynhneigðra í Rússlandi segir að það hafi ekkert upp á sig að sniðganga vörur eins og Stolichnaya vodka til að þrýsta á rússnesk stjórnvöld að bæta ráð sitt varðandi mannréttindi hinsegin fólks. 26. júlí 2013 14:03 Telja Rússa munu handtaka samkynhneigða ferðamenn Nýsamþykkt lög til höfuðs samkynhneigð í Rússlandi gætu orðið til þess að samkynhneigðir ferðamenn verði handteknir þar í landi. 12. júlí 2013 10:31 Fry líkir Pútín við Hitler Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Stephen Fry hefur bæst í hóp þeirra sem eru á móti því að Vetrarólympíuleikarnir árið 2014 fari fram í Rússlandi. 7. ágúst 2013 23:15 Forstjóri Stolichnaya Vodka fordæmir rússnesk stjórnvöld Aðalforstjóri Stolichnaya Vodka hefur í opnu bréfi til hinsegin samfélagsins um allan heim fordæmt stefnu rússneskra stjórnvalda varðandi réttindi hinsegin fólks og sver af sér öll tengsl við rússnesk stjórnvöld. 26. júlí 2013 10:53 Mynd af Pútín í kvennærfatnaði gerð upptæk Lögreglan í Rússlandi gerði áhlaup á listagallerí Í Pétursborg í þeim tilgangi að gera upptækar „móðgandi“ myndir af leiðtogum Rússlands 28. ágúst 2013 23:27 Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Skorar á Vesturlönd að setja rússneska þingmenn í ferðabann Nikolai Alekseev lögfræðingur og leiðtogi réttindahreyfingar samkynhneigðra í Rússlandi segir að það hafi ekkert upp á sig að sniðganga vörur eins og Stolichnaya vodka til að þrýsta á rússnesk stjórnvöld að bæta ráð sitt varðandi mannréttindi hinsegin fólks. 26. júlí 2013 14:03
Telja Rússa munu handtaka samkynhneigða ferðamenn Nýsamþykkt lög til höfuðs samkynhneigð í Rússlandi gætu orðið til þess að samkynhneigðir ferðamenn verði handteknir þar í landi. 12. júlí 2013 10:31
Fry líkir Pútín við Hitler Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Stephen Fry hefur bæst í hóp þeirra sem eru á móti því að Vetrarólympíuleikarnir árið 2014 fari fram í Rússlandi. 7. ágúst 2013 23:15
Forstjóri Stolichnaya Vodka fordæmir rússnesk stjórnvöld Aðalforstjóri Stolichnaya Vodka hefur í opnu bréfi til hinsegin samfélagsins um allan heim fordæmt stefnu rússneskra stjórnvalda varðandi réttindi hinsegin fólks og sver af sér öll tengsl við rússnesk stjórnvöld. 26. júlí 2013 10:53
Mynd af Pútín í kvennærfatnaði gerð upptæk Lögreglan í Rússlandi gerði áhlaup á listagallerí Í Pétursborg í þeim tilgangi að gera upptækar „móðgandi“ myndir af leiðtogum Rússlands 28. ágúst 2013 23:27