ÍBV hefur ákveðið að senda heim erlenda leikmenn félagsins í Olís-deild karla í handbolta en þetta kemur fram í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV.
ÍBV komst í dag að samkomulagi við serbnesku skyttuna Filip Scepanovic og slóvenska línumanninn Matjaz Mlakar um að rifta samningi þeirra við félagið.
Leikmennirnir komu til félagsins fyrir yfirstandandi keppnistímabil og léku 9 leiki. Filip Scepanovic skoraði þrettán mörk í þessum níu leikjum og Matjaz Mlakar var með ellefu mörk.
Íslensku strákarnir hafa verið í aðalhlutverki hjá Eyjaliðinu því bæði Andri Heimir Friðriksson og Theodór Sigurbjörnsson hafa skorað mera en 43 mörk og Róbert Aron Hostert var með 37 mörk í 7 leikjum áður en hann meiddist.
ÍBV-liðið er í 4. sæti deildarinnar með 10 stig en liðið hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum.
Eyjamenn senda erlendu leikmennina sína heim
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“
Íslenski boltinn

Leikur Grindavíkur færður vegna gossins
Íslenski boltinn


Jota í frægðarhöll Úlfanna
Fótbolti

