Saab hóf framleiðslu á ný í gær Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2013 14:15 Saab 9-3 framleiddur í Trollhattan Næstum tveimur árum eftir gjaldþrot sænska bílaframleiðandans Saab hófst framleiðsla Saab bíla aftur í gær í verksmiðju Saab í Trollhattan. Þar verður 9-3 bíll Saab framleiddur, en sá bíll var helsti sölubíll Saab áður en fyrirtækið fór í þrot. Nýr eigandi Saab, National Elecric Vehicle Sweden, sem er í eigu aðila frá Hong Kong og Kína, ætlar að byrja með hóflegri framleiðslu bílsins í óbreyttri mynd. Á næsta ári verður svo hefðbundinni brunavél 9-3 skipt út fyrir rafmagnsmótorum. Þannig búinn er bíllinn fyrst ætlaður fyrir kínverskan bílamarkað og gæti hann fengið einhverja útlitsbreytingu að auki. Bílarnir sem framleiddir eru nú verða bæði seldir í Evrópu og Kína og hugsanlega eitthvað seinna í Bandaríkjunum. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent
Næstum tveimur árum eftir gjaldþrot sænska bílaframleiðandans Saab hófst framleiðsla Saab bíla aftur í gær í verksmiðju Saab í Trollhattan. Þar verður 9-3 bíll Saab framleiddur, en sá bíll var helsti sölubíll Saab áður en fyrirtækið fór í þrot. Nýr eigandi Saab, National Elecric Vehicle Sweden, sem er í eigu aðila frá Hong Kong og Kína, ætlar að byrja með hóflegri framleiðslu bílsins í óbreyttri mynd. Á næsta ári verður svo hefðbundinni brunavél 9-3 skipt út fyrir rafmagnsmótorum. Þannig búinn er bíllinn fyrst ætlaður fyrir kínverskan bílamarkað og gæti hann fengið einhverja útlitsbreytingu að auki. Bílarnir sem framleiddir eru nú verða bæði seldir í Evrópu og Kína og hugsanlega eitthvað seinna í Bandaríkjunum.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent