Saab hóf framleiðslu á ný í gær Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2013 14:15 Saab 9-3 framleiddur í Trollhattan Næstum tveimur árum eftir gjaldþrot sænska bílaframleiðandans Saab hófst framleiðsla Saab bíla aftur í gær í verksmiðju Saab í Trollhattan. Þar verður 9-3 bíll Saab framleiddur, en sá bíll var helsti sölubíll Saab áður en fyrirtækið fór í þrot. Nýr eigandi Saab, National Elecric Vehicle Sweden, sem er í eigu aðila frá Hong Kong og Kína, ætlar að byrja með hóflegri framleiðslu bílsins í óbreyttri mynd. Á næsta ári verður svo hefðbundinni brunavél 9-3 skipt út fyrir rafmagnsmótorum. Þannig búinn er bíllinn fyrst ætlaður fyrir kínverskan bílamarkað og gæti hann fengið einhverja útlitsbreytingu að auki. Bílarnir sem framleiddir eru nú verða bæði seldir í Evrópu og Kína og hugsanlega eitthvað seinna í Bandaríkjunum. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent
Næstum tveimur árum eftir gjaldþrot sænska bílaframleiðandans Saab hófst framleiðsla Saab bíla aftur í gær í verksmiðju Saab í Trollhattan. Þar verður 9-3 bíll Saab framleiddur, en sá bíll var helsti sölubíll Saab áður en fyrirtækið fór í þrot. Nýr eigandi Saab, National Elecric Vehicle Sweden, sem er í eigu aðila frá Hong Kong og Kína, ætlar að byrja með hóflegri framleiðslu bílsins í óbreyttri mynd. Á næsta ári verður svo hefðbundinni brunavél 9-3 skipt út fyrir rafmagnsmótorum. Þannig búinn er bíllinn fyrst ætlaður fyrir kínverskan bílamarkað og gæti hann fengið einhverja útlitsbreytingu að auki. Bílarnir sem framleiddir eru nú verða bæði seldir í Evrópu og Kína og hugsanlega eitthvað seinna í Bandaríkjunum.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent