BMW i3 klikkar á árekstrarprófi NCAP Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2013 11:30 Rafmagnsbíllinn BMW i3. Rafmagnsbíllinn nýi frá BMW, i3 fékk fjórar stjörnur af fimm í árekstrarprófi NCAP nýverið og verður það að teljast nokkuð áfallt fyrir þýska framleiðandann. Koltrefjarnar sem yfirbygging bílsins er smíðuð úr reyndust mjög sterkar en en öryggi í hliðarárekstri reyndist ekki með besta móti. Sama átti við öryggi gangandi vegfarenda vegna framenda bílsins. Fjórar stjörnur af fimm í árekstrarprófi NCAP er svo sem ekki alslæmt, en BMW hafði vonast til þess að þessi nýi bíll fengi hæstu einkunn, þ.e. 5 stjörnur. Það hafa nýju bílarnir Mazda3, Suzuki SX4, Mercedes Benz CLA, Peugeot 308 og 2008, Mitsubishi Outlander, Jeep Cherokee, og Maserati Ghibli fengið. Meira að segja kínverski bíllinn Qorus 3 fékk fimm stjörnur hjá NCAP fyrir stuttu. Því er gleðin á BMW heimilinu ekki svo mikil með þessa einkunn i3 bílsins. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent
Rafmagnsbíllinn nýi frá BMW, i3 fékk fjórar stjörnur af fimm í árekstrarprófi NCAP nýverið og verður það að teljast nokkuð áfallt fyrir þýska framleiðandann. Koltrefjarnar sem yfirbygging bílsins er smíðuð úr reyndust mjög sterkar en en öryggi í hliðarárekstri reyndist ekki með besta móti. Sama átti við öryggi gangandi vegfarenda vegna framenda bílsins. Fjórar stjörnur af fimm í árekstrarprófi NCAP er svo sem ekki alslæmt, en BMW hafði vonast til þess að þessi nýi bíll fengi hæstu einkunn, þ.e. 5 stjörnur. Það hafa nýju bílarnir Mazda3, Suzuki SX4, Mercedes Benz CLA, Peugeot 308 og 2008, Mitsubishi Outlander, Jeep Cherokee, og Maserati Ghibli fengið. Meira að segja kínverski bíllinn Qorus 3 fékk fimm stjörnur hjá NCAP fyrir stuttu. Því er gleðin á BMW heimilinu ekki svo mikil með þessa einkunn i3 bílsins.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent