Stjórn Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar leysti í morgun Bandaríkjamanninn Jason Anthony Smith undan samningi við félagið. Var það gert að ósk Jasons sem hefur fengið gott tilboð um að leika með körfuknattleiksliði í Brasilíu.
Á heimasíðu KFÍ kemur fram að stjórn KFÍ þakki Jason fyrir afar gott starf í þágu liðsins, jafnt innan sem utan vallar, og óski honum alls hins besta á nýjum og krefjandi vettvangi.
Vænta má þess að nýr erlendur leikmaður bætist fljótlega í hóp leikmanna KFÍ og verður greint nánar frá því í fyllingu tímans. Mirko Virijevic, sem átt hefur frábært tímabil hjá KFÍ í vetur, mun taka við þeim verkefnum sem Jason hefur haft með höndum í yngri flokkum KFí.
Úr snjónum á Ísafirði í sólina í Brasilíu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti


Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti

