Talið er að um tvöhundruð þúsund manns hafi komið saman í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu í dag til þess að mótmæla ríkisstjórn landsins. Frá þessu er sagt í frétt BBC.
Mótmælin hafa staðið yfir síðustu vikur en upphaf þeirra má rekja til þess að Viktor Yanukovych, forseti landsins, neitaði að skrifa undir viðskiptasamning við Evrópusambandið.
Heimildir herma að það hafi verið vegna mikillar pressu frá rússneskum stjórvöldum sem hann skrifaði ekki undir. Yanukovych og Vladimir Putin, forseti Rússlands, koma til með að hittast í Moskvu á þriðjudag.
Um 200 þúsund mótmæla í Kænugarði

Tengdar fréttir

Mótmælendur felldu styttu af Lenín
Hundruð þúsunda mótmæltu í Kænugarði í dag.

Mótmælendur loka götum í Úkraínu
Mótmælendur hafa lokað götum að opinberum stofnunum við Sjálfstæðistorg í Kænugarði í Úkraínu. Þeir hafa einnig komið sér fyrir í ráðhúsi borgarinnar.