Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 25-22 | Rauð jól í Hafnarfirði Sigmar Sigfússon skrifar 14. desember 2013 11:31 Mynd/Stefán Haukar eru deildabikarmeistarar eftir þriggja marka sigur á erkifjendum sínum í FH. Haukar voru sterkari heilt yfir í leiknum í dag. FH-ingar áttu í vandræðum að leysa sóknaleik sinn gegn sterkri vörn Hauka og Giedrius Morkunas, markmaður Hauka, átti stórleik í markinu. Sigurbergur Sveinsson átti frábæran leik fyrir sitt lið og skoraði sjö mörk. Það verða rauð jól í Hafnarfirðinum þetta árið. Haukarnir mætti mun grimmari til leiks og náðu forystu snemma í leiknum. Varnarleikur þeirra rauðklæddu gerði FH-ingum erfitt fyrir. Giedrius Morkunas, markmaður Hauka, fylgdi góðri vörn sinna manna og varði vel. Haukar voru duglegir að refsa með hraðaupphlaupsmörkum og voru eldsnöggir fram. FH-ingar voru klaufar í sókn á löngum köflum og fengu til að mynda dæmd á sig skref í tveimur sóknum í röð. Sigurbergur Sveinsson var frábær í leiknum og skoraði hvert markið á eftir öðru í öllum regnboganslitum. Ágúst Elí Björgvinsson, markmaður FH, áttu virkilega góðan leik í marki FH með 16 varða bolta. Frábær kafli hjá Haukum undir lok fyrri hálfleiks kom þeim í góða stöðu og fóru þeir með fimm marka forystu til búningsklefa. Haukar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og voru komnir með sjö marka forystu eftir sex mínútna leik. FH-ingar áttu fína spretti inn á milli og minnkuðu muninn en bilið var of mikið. Það var augljóst að leikurinn í gær við Eyjamenn hafi setið í FH-mönnum. Þeir hvítklæddu virkuðu þreyttir í dag. Lengra komust FH-ingar ekki í leiknum og Haukar sigldu þessum bikar í höfn og eru deildabikarmeistarar 2013. Patrekur: Mikið af hæfileikaríkum leikmönnum„Við mættum klárir í þennan leik. FH-ingar lentu í erfiðum leik í gær sem kostaði þá mikla orku. Á meðan við gátum rúllað mikið á liðinu gegn Fram,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Ég var mjög ánægður með kaflann undir lok í fyrri hálfleik ásamt upphafsmínútunum í síðari hálfleik. Náðum átta mörkum og þannig séð klárum leikinn.“ „Vörnin var góð í dag. Haukar hafa í gegnum tíðina verið með góða vörn en það sem er að koma núna hjá okkur að við erum orðnir fjölbreyttari í sókn.“ „Það er mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í liðinu með mikinn leikskilning. Auðvitað erum við með grunnskipulag og taktík sem við förum eftir en þessir strákar eru mjög góðir einstaklingar. Frábær leikur hjá þeim í dag og ég er virkilega sáttur með fyrsta bikar vetrarins,“ sagði Patrekur að lokum. Einar Andri: Við vorum þreyttir„Ég veit ekki beint hvað fór úrskeiðis. Mér fannst við spila svona þokkalegan leik en vörnin byrjaði ekki nægilega vel og við þurftum að vera hræra í henni allan leikinn“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við vorum þreyttir og vorum að spila fram að miðnætti í gær. Það var mikið um mistök hjá okkur og ég held að við höfum verið með fimmtán tapaða bolta í leiknum. Það er óvenju mikið.“ „Svona heilt yfir fannst mér við leggja allt í þetta og vera ansi nálægt því að koma okkur inn í leikinn eftir þessa tvo skelfilegu kafla hjá okkur.“ „En Haukaliðið var sterk hérna í dag. Samt sem áður klúðruðum við þessu sjálfir með slæmum kafla hjá okkur,“ sagði Einar að lokum. Sigurbergur: Frábær sigur„Algjör karaktersigur og við mættum ákveðnir til leiks alveg frá byrjun. Við höfum verið betri aðilinn gegn FH undanfarið og það hélt áfram í dag. Framan af leiknum vorum við miklu betri á öllum sviðum fannst mér,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, stórskytta Hauka, eftir leikinn. „Við fórum að gefa aðeins eftir í lokin sem er kannski eðlilegt enda mikið álag á mönnum. Þetta getur verið sveiflukennt en þegar upp er staðið er þetta frábær sigur hjá okkur,“ sagði Sigurbergur, augljóslega mjög sáttur með sigur sinna manna. Íslenski handboltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira
Haukar eru deildabikarmeistarar eftir þriggja marka sigur á erkifjendum sínum í FH. Haukar voru sterkari heilt yfir í leiknum í dag. FH-ingar áttu í vandræðum að leysa sóknaleik sinn gegn sterkri vörn Hauka og Giedrius Morkunas, markmaður Hauka, átti stórleik í markinu. Sigurbergur Sveinsson átti frábæran leik fyrir sitt lið og skoraði sjö mörk. Það verða rauð jól í Hafnarfirðinum þetta árið. Haukarnir mætti mun grimmari til leiks og náðu forystu snemma í leiknum. Varnarleikur þeirra rauðklæddu gerði FH-ingum erfitt fyrir. Giedrius Morkunas, markmaður Hauka, fylgdi góðri vörn sinna manna og varði vel. Haukar voru duglegir að refsa með hraðaupphlaupsmörkum og voru eldsnöggir fram. FH-ingar voru klaufar í sókn á löngum köflum og fengu til að mynda dæmd á sig skref í tveimur sóknum í röð. Sigurbergur Sveinsson var frábær í leiknum og skoraði hvert markið á eftir öðru í öllum regnboganslitum. Ágúst Elí Björgvinsson, markmaður FH, áttu virkilega góðan leik í marki FH með 16 varða bolta. Frábær kafli hjá Haukum undir lok fyrri hálfleiks kom þeim í góða stöðu og fóru þeir með fimm marka forystu til búningsklefa. Haukar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og voru komnir með sjö marka forystu eftir sex mínútna leik. FH-ingar áttu fína spretti inn á milli og minnkuðu muninn en bilið var of mikið. Það var augljóst að leikurinn í gær við Eyjamenn hafi setið í FH-mönnum. Þeir hvítklæddu virkuðu þreyttir í dag. Lengra komust FH-ingar ekki í leiknum og Haukar sigldu þessum bikar í höfn og eru deildabikarmeistarar 2013. Patrekur: Mikið af hæfileikaríkum leikmönnum„Við mættum klárir í þennan leik. FH-ingar lentu í erfiðum leik í gær sem kostaði þá mikla orku. Á meðan við gátum rúllað mikið á liðinu gegn Fram,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Ég var mjög ánægður með kaflann undir lok í fyrri hálfleik ásamt upphafsmínútunum í síðari hálfleik. Náðum átta mörkum og þannig séð klárum leikinn.“ „Vörnin var góð í dag. Haukar hafa í gegnum tíðina verið með góða vörn en það sem er að koma núna hjá okkur að við erum orðnir fjölbreyttari í sókn.“ „Það er mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í liðinu með mikinn leikskilning. Auðvitað erum við með grunnskipulag og taktík sem við förum eftir en þessir strákar eru mjög góðir einstaklingar. Frábær leikur hjá þeim í dag og ég er virkilega sáttur með fyrsta bikar vetrarins,“ sagði Patrekur að lokum. Einar Andri: Við vorum þreyttir„Ég veit ekki beint hvað fór úrskeiðis. Mér fannst við spila svona þokkalegan leik en vörnin byrjaði ekki nægilega vel og við þurftum að vera hræra í henni allan leikinn“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við vorum þreyttir og vorum að spila fram að miðnætti í gær. Það var mikið um mistök hjá okkur og ég held að við höfum verið með fimmtán tapaða bolta í leiknum. Það er óvenju mikið.“ „Svona heilt yfir fannst mér við leggja allt í þetta og vera ansi nálægt því að koma okkur inn í leikinn eftir þessa tvo skelfilegu kafla hjá okkur.“ „En Haukaliðið var sterk hérna í dag. Samt sem áður klúðruðum við þessu sjálfir með slæmum kafla hjá okkur,“ sagði Einar að lokum. Sigurbergur: Frábær sigur„Algjör karaktersigur og við mættum ákveðnir til leiks alveg frá byrjun. Við höfum verið betri aðilinn gegn FH undanfarið og það hélt áfram í dag. Framan af leiknum vorum við miklu betri á öllum sviðum fannst mér,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, stórskytta Hauka, eftir leikinn. „Við fórum að gefa aðeins eftir í lokin sem er kannski eðlilegt enda mikið álag á mönnum. Þetta getur verið sveiflukennt en þegar upp er staðið er þetta frábær sigur hjá okkur,“ sagði Sigurbergur, augljóslega mjög sáttur með sigur sinna manna.
Íslenski handboltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira