Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 28-23 | Stjörnustúlkur meistarar Anton Ingi Leifsson skrifar 14. desember 2013 12:15 Mynd/Vilhelm Stjörnustúlkur urðu í dag deildarbikarmeistarar í handbolta. Þær unnu nokkuð öruggan fimm marka sigur á Gróttu. Lykillinn að sigrinum var góður endir á fyrri hálfleik og frábær byrjun í síðari hálfleik. Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk leiksins fyrir Stjörnuna, en þá rönkuðu Gróttustelpur við sér og skoruðu næstu tvö mörk. Liðin héldust í hendur nærri allan fyrir hálfleikinn eða þangað til í stöðunni 10-10. Ekki var mikið um varnarleik og markvörslu fyrstu tuttugu mínúturnar. Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi. Í stöðunni 10-10 skildu leiðir. Stjarnan skoraði sex mörk gegn tveimur frá Gróttu og þar fór Helena Rut Örvarsdóttir fremst í flokki en hún skoraði fjögur mörk af þessum sex og alls fimm í fyrri hálfleik. Staðan 16-12 í hálfleik, mikið skorað og lítið um varnir sem fyrr segir. Garðbæingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti, skoruðu þrjú fyrstu mörkin og Florentina var í banastuði í markinu. Munurinn fór í sjö mörk eftir tíu mínútur í síðari hálfleik og þá var eigilega ekki að spyrja að því hvort liðið ynni. Stjarnan gaf aldrei Gróttu séns á að narta í hælana a sér og spilaði þennan leik virkilega fagmannlega, ef svo mætti að orði komast. Frábær varnarleikur og markvarsla skóp sigurinn en Stjarnan sigldi fram úr í lok síðari hálfleiks og byrjun þess síðari. Ekki verður tekið að Gróttustúlkum að þær gáfu sig alla í verkefnið en erfiður leikur í gær tók sinn toll. Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst með sjö mörk hjá Stjörnunni, en næst kom Sólveig Lára Kjærnested með sex mörk. Florentina Stanciu varði sextán skot. Hjá Gróttu voru Laufey Ásta Guðmundsdóttir og Lene Burmo markahæstar með fimm mörk hvor. Íris Björk varði ellefu skot í markinu og Elín Jóna tvö.Skúli: Enn pláss í bikaraskápunum „Fyrst og fremst var það bara frábær vörn og frábær markvarsla. Þetta hljómar klisjukennt en við byrjuðum ekki þannig í dag. Svo kom þetta. Síðan var þetta bara flottur karakter og síðan var ég ánægður með líkamlegt ástand á liðinu, mér finnst það gott," sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi strax að leik loknum. „Við missum lykilmann eins og Rakel úr liðinu en það koma bara aðrar og stíga upp. Við missum þó aldrei sjálfstraustið og það er mikilvæg eign í okkar vopnabúri." „Það voru margar að spila frábærlega en Helena stóð uppúr. Hún er ungur leikmaður og kom inn í fjarveru Rakelar og spilaði frábærlega, ekki síst í vörn." „Þetta er fyrsti titillinn síðan 2010. Það er enn pláss í bikaraskápunum hjá Stjörnunni," sagði Skúli kampakátur að lokum.Kári: Leikurinn í gær tók mikinn kraft úr okkur „Við byrjuðum leikinn ágætlega, svona fyrstu tuttugu mínúturnar. Kannski er það aðalástæðan að við vorum að spila gífurlega erfiðan leik í gær og tók mikinn kraft úr okkur. Þær voru að spila fremur léttan leik í gær," sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, við Vísi að leik loknum. „Maður fann það á mínu liði að það var minna eftir á tanknum hjá okkur heldur en hjá Stjörnunni. Ég er þó gífurlega stoltur af mínu liði að hafa náð inn í þennan úrslitaleik." „Þetta er vonandi fyrsta skrefið af mörgum í að Grótta stígi aftur það skref að verða eitt af bestu kvennaliðum landsins. Þetta er risaskref að komast í þennan deildarbikar en ég hefði viljað gefa Stjörnunni meiri mótspyrnu. Þær voru nánast komnar með þetta þegar tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleik," sagði Kári að lokum.Jóna Margrét: Frábær vörn og markvarsla „Þetta var bara frábær vörn og markvarsla. Við börðumst allan tímann og það skóp þennan sigur að mínu mati," sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, við Vísi strax að leik loknum. „Við vissum það að ef við myndum gefa þeim smá von þá myndu þær saxa á okkur. Við vildum ekki að það myndi gerast. Maður finnur ekkert neikvætt til að ræða um á svona dögum." „Við getum farið í eitthver smáatriði, en við náðum allar að spila fínan bolta. Þetta er bara rétt að byrja, en við stefnum á að taka alla titlana. Það verður hins vegar bara koma í ljós," sagði Jóna Margrét við Vísi. Íslenski handboltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira
Stjörnustúlkur urðu í dag deildarbikarmeistarar í handbolta. Þær unnu nokkuð öruggan fimm marka sigur á Gróttu. Lykillinn að sigrinum var góður endir á fyrri hálfleik og frábær byrjun í síðari hálfleik. Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk leiksins fyrir Stjörnuna, en þá rönkuðu Gróttustelpur við sér og skoruðu næstu tvö mörk. Liðin héldust í hendur nærri allan fyrir hálfleikinn eða þangað til í stöðunni 10-10. Ekki var mikið um varnarleik og markvörslu fyrstu tuttugu mínúturnar. Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi. Í stöðunni 10-10 skildu leiðir. Stjarnan skoraði sex mörk gegn tveimur frá Gróttu og þar fór Helena Rut Örvarsdóttir fremst í flokki en hún skoraði fjögur mörk af þessum sex og alls fimm í fyrri hálfleik. Staðan 16-12 í hálfleik, mikið skorað og lítið um varnir sem fyrr segir. Garðbæingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti, skoruðu þrjú fyrstu mörkin og Florentina var í banastuði í markinu. Munurinn fór í sjö mörk eftir tíu mínútur í síðari hálfleik og þá var eigilega ekki að spyrja að því hvort liðið ynni. Stjarnan gaf aldrei Gróttu séns á að narta í hælana a sér og spilaði þennan leik virkilega fagmannlega, ef svo mætti að orði komast. Frábær varnarleikur og markvarsla skóp sigurinn en Stjarnan sigldi fram úr í lok síðari hálfleiks og byrjun þess síðari. Ekki verður tekið að Gróttustúlkum að þær gáfu sig alla í verkefnið en erfiður leikur í gær tók sinn toll. Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst með sjö mörk hjá Stjörnunni, en næst kom Sólveig Lára Kjærnested með sex mörk. Florentina Stanciu varði sextán skot. Hjá Gróttu voru Laufey Ásta Guðmundsdóttir og Lene Burmo markahæstar með fimm mörk hvor. Íris Björk varði ellefu skot í markinu og Elín Jóna tvö.Skúli: Enn pláss í bikaraskápunum „Fyrst og fremst var það bara frábær vörn og frábær markvarsla. Þetta hljómar klisjukennt en við byrjuðum ekki þannig í dag. Svo kom þetta. Síðan var þetta bara flottur karakter og síðan var ég ánægður með líkamlegt ástand á liðinu, mér finnst það gott," sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi strax að leik loknum. „Við missum lykilmann eins og Rakel úr liðinu en það koma bara aðrar og stíga upp. Við missum þó aldrei sjálfstraustið og það er mikilvæg eign í okkar vopnabúri." „Það voru margar að spila frábærlega en Helena stóð uppúr. Hún er ungur leikmaður og kom inn í fjarveru Rakelar og spilaði frábærlega, ekki síst í vörn." „Þetta er fyrsti titillinn síðan 2010. Það er enn pláss í bikaraskápunum hjá Stjörnunni," sagði Skúli kampakátur að lokum.Kári: Leikurinn í gær tók mikinn kraft úr okkur „Við byrjuðum leikinn ágætlega, svona fyrstu tuttugu mínúturnar. Kannski er það aðalástæðan að við vorum að spila gífurlega erfiðan leik í gær og tók mikinn kraft úr okkur. Þær voru að spila fremur léttan leik í gær," sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, við Vísi að leik loknum. „Maður fann það á mínu liði að það var minna eftir á tanknum hjá okkur heldur en hjá Stjörnunni. Ég er þó gífurlega stoltur af mínu liði að hafa náð inn í þennan úrslitaleik." „Þetta er vonandi fyrsta skrefið af mörgum í að Grótta stígi aftur það skref að verða eitt af bestu kvennaliðum landsins. Þetta er risaskref að komast í þennan deildarbikar en ég hefði viljað gefa Stjörnunni meiri mótspyrnu. Þær voru nánast komnar með þetta þegar tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleik," sagði Kári að lokum.Jóna Margrét: Frábær vörn og markvarsla „Þetta var bara frábær vörn og markvarsla. Við börðumst allan tímann og það skóp þennan sigur að mínu mati," sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, við Vísi strax að leik loknum. „Við vissum það að ef við myndum gefa þeim smá von þá myndu þær saxa á okkur. Við vildum ekki að það myndi gerast. Maður finnur ekkert neikvætt til að ræða um á svona dögum." „Við getum farið í eitthver smáatriði, en við náðum allar að spila fínan bolta. Þetta er bara rétt að byrja, en við stefnum á að taka alla titlana. Það verður hins vegar bara koma í ljós," sagði Jóna Margrét við Vísi.
Íslenski handboltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira