María Guðmundsdóttir bætti sinn besta árangur í stórsvigi á móti í Trysil í Noregi í dag.
María hafnaði í sjötta sæti í stórsvigskeppninni en hún var 2,56 sekúndum á eftir sigurvegaranum. María fékk 45,68 FIS stig og bætti árangur sinn frá því fyrr í dag.
Helga María Vilhjálmsdóttir, sem hafnaði í öðru sæti í fyrra móti dagsins, náði ekki að ljúka fyrri ferð.
