Hann er á vitnalista ríkissaksóknara og er sagður mikilvægt vitni í málinu. Embætti ríkissaksóknara vill hafa uppi á manninum og eru þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Svans beðnir að hafa samband við lögreglu.

Tekin var skýrsla af seinni manninum sem sætti misþyrmingum í Stokkseyrarmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Hann lýsir hryllilegum misþyrmingum sem hafi haft varanleg áhrif á hann.
Fjölskylda barnsmóður Stefáns Loga Sívarssonar gaf skýrslu í morgun í aðalmeðferð Stokkseyrarmálsins. Stefán er meðal annars ákærður fyrir að hafa ráðist inn á heimili foreldra barnsmóðurinnar og hótað fjölskyldunni lífláti.
Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjórum þeirra sem ákærðir eru í Stokkseyrarmálinu svokallaða yrði gert að víkja úr dómsal á meðan á vitnaleiðslum stendur.
Fimm menn ákærðir fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir.
Tveir menn voru handteknir við Laugarvatn í gærkvöldi eftir viðamiklar aðgerðir lögreglu. Málið tengist hrottalegri líkamsárás. Sjónarvottur við Laugarvatn var á leiðinni heim með fjölskyldu úr sumarfríi þegar við þeim blasti þyrla og lögregluleit.
Fjallað var um ákæru á hendur Stefáni Loga Sívarssyni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður.
Stefán Logi Sívarsson var handtekinn við sumarbústað í Miðhúsaskógi fyrir stundu. Sérsveit lögreglu stóð að handtökunni, en fimm lögreglubílar voru á staðnum og viðbúnaður mikill.
Stefáni Loga Sívarsson,sem lögregla handtók í Miðhúsaskógi í gær, er meintur höfuðpaur í hrottafengnu líkamsárásarmáli á Stokkseyri. Fjórir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Hópurinn er grunaður um tvær árásir til viðbótar.
Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stokkseyrarmálinu svokallaða í morgun, þar sem fimm menn eru ákærðir meðal annars fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir.
Lögregla rannsakar nú líkamsárás sem átti sér stað á Stokkseyri í síðustu viku. Maðurinn sem fyrir árásinni varð er lykilvitni í Stokkseyrarmálinu svokallaða.
Stefán Logi Sívarsson var rétt í þessu úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness.
Stefáni er gefið að sök tvær líkamsárásir og er önnur þeirra árás á karlmann á þrítugsaldri, en honum var haldið honum nauðugum í um sólarhring og honum misþyrmt.
Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening.hvern tíma.
Lögregla leitar Stefáns Loga Sívarssonar, sem er grunaður um að hafa svipt mann frelsi sínu, farið með hann til Stokkseyrar og beitt hann hrottalegu ofbeldi. Að minnsta kosti tveir menn sitja í varðhaldi vegna málsins.