Aron Kristjánsson: Afsakanir mega bíða þar til eftir mót Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. desember 2013 19:30 „Það eru mörg spurningamerki og margir sem geta ekki tekið þátt í æfingunum af fullu og sumir ekkert. Það gerir undirbúninginn erfiðari,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari karlalandsliðsins í handbolta eftir æfingu liðsins í dag. „Það er auðveldara fyrir lykilmenn að komast inn í leik liðsins en fyrir óreynda. Það er það jákvæða við það hverjir eru utan vallar. En liðið þarf auðvitað að finna taktinn og spila sig saman og því er slæmt þegar menn ná ekki þessum æfingaleikjum. „Það eru margir í stærri hlutverkum á æfingum en áður. Þeir hafa mjög gott af þessum æfingum og við getum einbeitt okkur að því að koma þeim inn í hlutina. Kannski verða þeir í stærri hlutverkum á mótinu,“ sagði Aron. Ólafur Guðmundsson var einn þeirra sem var í stóru hlutverki á æfingunni í dag og er Aron ánægður með stöðuna á Ólafi. „Hann er búinn að standa sig mjög vel í vetur og ég sé klárar framfarir hjá honum. Hann hefur bætt sig mikið í vetur. Hann hefur komið sterkur inn á þessar æfingar og eins og röðin er hjá okkur núna er hann framarlega. „Aron Pálmarsson og Arnór Atlason eru ekki með á þessum æfingum og þá er hann framarlega. Hann getur líka leyst varnarhlutverk sem er mjög mikilvægt í þessari stöðu sem við erum í í dag.“ Gunnar Steinn Jónsson er í fyrsta sinn í æfingahópnum hjá Aroni en bíður verðugt verkefni til að komast í lokahópinn sem fer á Evrópumeistaramótið í Danmörku. „Hann kemur vel út. Hann er fínn leikstjórnandi. Hann hefur staðið sig fínt og hefur þetta leikstjórnandagen og það er mikilvægt að hafa alltaf að minnsta kosti einn svoleiðis leikmann í liðinu. Snorri Steinn er í því hlutverki í dag en Gunnar Steinn er á góðum aldri. Það er gott að fá hann á æfingarnar og skoða hann,“ sagði Aron sem vill einblína á þann hóp sem hann hefur en ekki þá sem geta ekki verið með vegna meiðsla. „Þetta er leiðinda staða en við reynum að undirbúa okkur sem best og fá eins mikið út úr þessum æfingaleikjum í Þýskalandi og við getum svo við verðum eins klárir og hægt er þegar mótið byrjar. Við getum ekki verið að velta okkur of mikið upp úr þessu og væla yfir þessu. Við þurfum að taka þessa stöðu eins og hún er og vinna eins vel og við getum úr henni. Allar afsakanir mega bíða þar til eftir mót. „Hugarástandið skiptir miklu máli í þessum stórmótum og menn verða að klára það í þessum mikilvægu leikjum.“ Ekki er víst að Guðjón Valur Sigurðsson geti verið með landsliðinu í Danmörku og sagði Aron nokkuð líklegt að bæði Stefán Rafn Sigurmannsson og Bjarki Már Elísson færu til Danmerkur ef Guðjón Valur verði ekki heill. „Það er líklegt að báðir fari með. Það veltur líka á ástandinu á liðinu í heild sinni. Það eru mörg spurningamerki eins og með Vigni, varnarlega. Við þurfum að geta pússað þessu rétt saman og verið með dekkningar þar sem við þurfum að hafa þær,“ sagði Aron að lokum. EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
„Það eru mörg spurningamerki og margir sem geta ekki tekið þátt í æfingunum af fullu og sumir ekkert. Það gerir undirbúninginn erfiðari,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari karlalandsliðsins í handbolta eftir æfingu liðsins í dag. „Það er auðveldara fyrir lykilmenn að komast inn í leik liðsins en fyrir óreynda. Það er það jákvæða við það hverjir eru utan vallar. En liðið þarf auðvitað að finna taktinn og spila sig saman og því er slæmt þegar menn ná ekki þessum æfingaleikjum. „Það eru margir í stærri hlutverkum á æfingum en áður. Þeir hafa mjög gott af þessum æfingum og við getum einbeitt okkur að því að koma þeim inn í hlutina. Kannski verða þeir í stærri hlutverkum á mótinu,“ sagði Aron. Ólafur Guðmundsson var einn þeirra sem var í stóru hlutverki á æfingunni í dag og er Aron ánægður með stöðuna á Ólafi. „Hann er búinn að standa sig mjög vel í vetur og ég sé klárar framfarir hjá honum. Hann hefur bætt sig mikið í vetur. Hann hefur komið sterkur inn á þessar æfingar og eins og röðin er hjá okkur núna er hann framarlega. „Aron Pálmarsson og Arnór Atlason eru ekki með á þessum æfingum og þá er hann framarlega. Hann getur líka leyst varnarhlutverk sem er mjög mikilvægt í þessari stöðu sem við erum í í dag.“ Gunnar Steinn Jónsson er í fyrsta sinn í æfingahópnum hjá Aroni en bíður verðugt verkefni til að komast í lokahópinn sem fer á Evrópumeistaramótið í Danmörku. „Hann kemur vel út. Hann er fínn leikstjórnandi. Hann hefur staðið sig fínt og hefur þetta leikstjórnandagen og það er mikilvægt að hafa alltaf að minnsta kosti einn svoleiðis leikmann í liðinu. Snorri Steinn er í því hlutverki í dag en Gunnar Steinn er á góðum aldri. Það er gott að fá hann á æfingarnar og skoða hann,“ sagði Aron sem vill einblína á þann hóp sem hann hefur en ekki þá sem geta ekki verið með vegna meiðsla. „Þetta er leiðinda staða en við reynum að undirbúa okkur sem best og fá eins mikið út úr þessum æfingaleikjum í Þýskalandi og við getum svo við verðum eins klárir og hægt er þegar mótið byrjar. Við getum ekki verið að velta okkur of mikið upp úr þessu og væla yfir þessu. Við þurfum að taka þessa stöðu eins og hún er og vinna eins vel og við getum úr henni. Allar afsakanir mega bíða þar til eftir mót. „Hugarástandið skiptir miklu máli í þessum stórmótum og menn verða að klára það í þessum mikilvægu leikjum.“ Ekki er víst að Guðjón Valur Sigurðsson geti verið með landsliðinu í Danmörku og sagði Aron nokkuð líklegt að bæði Stefán Rafn Sigurmannsson og Bjarki Már Elísson færu til Danmerkur ef Guðjón Valur verði ekki heill. „Það er líklegt að báðir fari með. Það veltur líka á ástandinu á liðinu í heild sinni. Það eru mörg spurningamerki eins og með Vigni, varnarlega. Við þurfum að geta pússað þessu rétt saman og verið með dekkningar þar sem við þurfum að hafa þær,“ sagði Aron að lokum.
EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira