Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun þá átti Viðar Örn Kjartansson að skrifa undir samning við norska liðið Vålerenga í dag. Það hefur hann nú gert.
Viðar Örn skrifaði undir þriggja ára samning við félagið og greiddi Fylki 19 milljónir króna fyrir samkvæmt norskum fjölmiðlum.
"Við erum mjög ánægðir með að hafa fengið Viðar til okkar. Hann er alvöru markaskorari. Ungur og spennandi leikmaður sem hentar okkur vel," sagði Kjetil Rekdal, þjálfari liðsins.
"Okkur leist strax vel á hann er hann kom í heimsókn í október. Hann er að mörgu leyti líkur Torgeir Börven sem er á förum. Nú þarf að gefa honum smá tíma til þess að aðlagast nýju lífi."
