Tíu vinsælustu íþróttamyndböndin á árinu 2013 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2013 09:48 Titus setti boltann í körfuna með tilþrifum á árinu. Mynd/Skjáskot Íþróttaunnendur geta gleymt sér við að skoða skemmtileg myndbönd úr öllum áttum á YouTube. Búið er að taka saman þau tíu myndbönd á YouTube með íþróttatengingu sem fengu mest áhorf á árinu sem senn er á enda. Kennir þar ýmissa grasa en þar má meðal annars finna Harlem Shake, ótrúleg körfuboltaskot tveggja ára snillings og líklega versta hafnaboltakast sögunnar úr smiðju poppstjörnu. Myndböndin tíu má sjá hér að neðan og talið er niður úr 10. sæti og til þess fyrsta. Miami Heat í NBA-deildinni á heiðurinn að þeim tveimur myndböndum sem fengið hafa mest áhorf.10. Leikmenn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni buðu upp á Harlem Shake.9. Jack Hoffman, sjö ára drengur sem greindist með krabbamein, skoraði snertimark með liði Nebraska í æfingaleik síðastliðið vor.8. Joe Hart fór á kostum með liði Manchester City í Harlem Shake.7. Lúðrasveitin í ríkisháskólanum í Ohio fór á kostum í hálfleikssýningu sinni á árinu. Liðið hjólaði í Thriller með Michael Jacksson og óhætt að segja að um mikið sjónarspil hafi verið að ræða auk flottrar tónlistar.6. Poppstjarnan Carly Rae Jepsen sýndi að hún kann ekki að kasta bolta. Yfir níu milljónir hafa horft á myndbandið af kastinu misheppnaða.5. Suður-kóreska fimleikastúlka stóð sig öllu betur en Jepsen þegar hún kastaði fyrsta boltanum í hafnaboltaleik. Tilþrifin í aðdraganda kastsins voru mögnuð.4. Hinn tveggja ára gamli Titus sýndi að margur er knár þótt hann sé smár. Einhver lið í NBA eru vafalítið byrjuð að fylgjast með kappanum.3. Kelly McGarry sýndi frábær tilþrif á fjallahjólinu í gljúfri í Bandaríkjunum. Hann lauk ótrúlegri ferð með risastökki.2. Stuðningsmaður Miami Heat setti niður miðjuskot í hálfleik og vann sér inn 75 þúsund dali eða um tíu milljónir króna. LeBron James fagnaði meira en stuðningsmaðurinn ónefndi.1. Besta Harlem Shake ársins og vinsælasta íþróttamyndbandið kemur frá NBA-meisturunum frá Miami. Horft hefur verið á myndbandið 47 milljón sinnum. Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira
Íþróttaunnendur geta gleymt sér við að skoða skemmtileg myndbönd úr öllum áttum á YouTube. Búið er að taka saman þau tíu myndbönd á YouTube með íþróttatengingu sem fengu mest áhorf á árinu sem senn er á enda. Kennir þar ýmissa grasa en þar má meðal annars finna Harlem Shake, ótrúleg körfuboltaskot tveggja ára snillings og líklega versta hafnaboltakast sögunnar úr smiðju poppstjörnu. Myndböndin tíu má sjá hér að neðan og talið er niður úr 10. sæti og til þess fyrsta. Miami Heat í NBA-deildinni á heiðurinn að þeim tveimur myndböndum sem fengið hafa mest áhorf.10. Leikmenn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni buðu upp á Harlem Shake.9. Jack Hoffman, sjö ára drengur sem greindist með krabbamein, skoraði snertimark með liði Nebraska í æfingaleik síðastliðið vor.8. Joe Hart fór á kostum með liði Manchester City í Harlem Shake.7. Lúðrasveitin í ríkisháskólanum í Ohio fór á kostum í hálfleikssýningu sinni á árinu. Liðið hjólaði í Thriller með Michael Jacksson og óhætt að segja að um mikið sjónarspil hafi verið að ræða auk flottrar tónlistar.6. Poppstjarnan Carly Rae Jepsen sýndi að hún kann ekki að kasta bolta. Yfir níu milljónir hafa horft á myndbandið af kastinu misheppnaða.5. Suður-kóreska fimleikastúlka stóð sig öllu betur en Jepsen þegar hún kastaði fyrsta boltanum í hafnaboltaleik. Tilþrifin í aðdraganda kastsins voru mögnuð.4. Hinn tveggja ára gamli Titus sýndi að margur er knár þótt hann sé smár. Einhver lið í NBA eru vafalítið byrjuð að fylgjast með kappanum.3. Kelly McGarry sýndi frábær tilþrif á fjallahjólinu í gljúfri í Bandaríkjunum. Hann lauk ótrúlegri ferð með risastökki.2. Stuðningsmaður Miami Heat setti niður miðjuskot í hálfleik og vann sér inn 75 þúsund dali eða um tíu milljónir króna. LeBron James fagnaði meira en stuðningsmaðurinn ónefndi.1. Besta Harlem Shake ársins og vinsælasta íþróttamyndbandið kemur frá NBA-meisturunum frá Miami. Horft hefur verið á myndbandið 47 milljón sinnum.
Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira