Söfnun undir merki samkenndar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 2. janúar 2013 06:00 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, varpaði fram áhugaverðri hugmynd í sinni fyrstu nýárspredikun í Dómkirkjunni í gær. Hún lagði þar til að þjóðkirkjan hefði forystu um söfnun fyrir betri tækjakosti Landspítalans. Biskupinn benti á að Landspítalinn værir fyrir alla sem byggju í landinu. „Þjóðkirkjan er líka fyrir okkur öll sem búum í þessu landi. Þess vegna vill kirkjan taka þeirri áskorun að vera leiðandi í söfnun til tækjakaupa á Landspítalanum í samráði við stjórnendur spítalans. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur einatt skilað miklum árangri," sagði hún. Fréttablaðið fjallaði á síðasta ári mikið um tækjaskortinn á Landspítalanum. Í þeirri umfjöllun kom meðal annars fram að stórum hluta tækjakostsins væri haldið gangandi með sífelldum viðgerðum. Dæmi væru um að tækjum væri tjaslað saman með límbandi. Björn Zoëga, forstjóri spítalans, sagði að það hefði komið fyrir að fresta varð krabbameinsmeðferð vegna þess að bæði geislatæki spítalans voru biluð á sama tíma. Talið hefur verið að Landspítalinn þyrfti 2-3 milljarða króna til að endurnýja tækjakost sinn með viðunandi hætti á þessu og síðasta ári. Verulega vantar upp á það í fjárveitingum Alþingis til spítalans, þótt eitthvað hafi verið komið til móts við þörfina bæði í fjáraukalögum síðasta árs og fjárlögum þessa. Vandræðaástand blasir því áfram við. Okkur hættir stundum til að hugsa sem svo að með sköttunum okkar, sem flestum þykja nógu háir, sé flestum þörfum í velferðarþjónustunni mætt. Auðvitað er það samt ekki svo og margvísleg starfsemi reiðir sig á bein framlög frá almenningi, auk fjárveitinga af fjárlögum. Áratugum saman hefur það raunar verið svo að stór hluti af nýjum tækjum á Landspítalanum hefur verið keyptur fyrir gjafa- og söfnunarfé einstaklinga og margvíslegra félagasamtaka, sem hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf. Núna er þörfin hins vegar svo brýn og ástandið svo slæmt, að full ástæða er til að efna til þjóðarátaks á borð við það sem Agnes biskup leggur til. Það er vel til fundið af forystu þjóðkirkjunnar að beita sér fyrir þjóðþrifamáli eins og þessu. Það er liður í því að kirkjan færi sig nær almenningi og taki beinan þátt í að vinna að margs konar góðum málum, sem snerta almannahag. Engum stendur nær en kirkjunni að minna á hlutverk samkenndar og samhjálpar í þjóðfélaginu. „Samkennd er nauðsynleg í samfélagi okkar. Hún minnir okkur á ábyrgð okkar gagnvart hvert öðru og á það að hver og einn einstaklingur getur haft áhrif," sagði Agnes Sigurðardóttir í nýárspredikuninni. Það er rétt hjá biskupi. Í myndarlegu þjóðarátaki í þágu Landspítalans er hægt að virkja samtakamáttinn og tryggja að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því, þurfi vinur okkar eða ættingi á þjónustu spítalans að halda, að tækin séu ekki til eða virki ekki sem skyldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, varpaði fram áhugaverðri hugmynd í sinni fyrstu nýárspredikun í Dómkirkjunni í gær. Hún lagði þar til að þjóðkirkjan hefði forystu um söfnun fyrir betri tækjakosti Landspítalans. Biskupinn benti á að Landspítalinn værir fyrir alla sem byggju í landinu. „Þjóðkirkjan er líka fyrir okkur öll sem búum í þessu landi. Þess vegna vill kirkjan taka þeirri áskorun að vera leiðandi í söfnun til tækjakaupa á Landspítalanum í samráði við stjórnendur spítalans. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur einatt skilað miklum árangri," sagði hún. Fréttablaðið fjallaði á síðasta ári mikið um tækjaskortinn á Landspítalanum. Í þeirri umfjöllun kom meðal annars fram að stórum hluta tækjakostsins væri haldið gangandi með sífelldum viðgerðum. Dæmi væru um að tækjum væri tjaslað saman með límbandi. Björn Zoëga, forstjóri spítalans, sagði að það hefði komið fyrir að fresta varð krabbameinsmeðferð vegna þess að bæði geislatæki spítalans voru biluð á sama tíma. Talið hefur verið að Landspítalinn þyrfti 2-3 milljarða króna til að endurnýja tækjakost sinn með viðunandi hætti á þessu og síðasta ári. Verulega vantar upp á það í fjárveitingum Alþingis til spítalans, þótt eitthvað hafi verið komið til móts við þörfina bæði í fjáraukalögum síðasta árs og fjárlögum þessa. Vandræðaástand blasir því áfram við. Okkur hættir stundum til að hugsa sem svo að með sköttunum okkar, sem flestum þykja nógu háir, sé flestum þörfum í velferðarþjónustunni mætt. Auðvitað er það samt ekki svo og margvísleg starfsemi reiðir sig á bein framlög frá almenningi, auk fjárveitinga af fjárlögum. Áratugum saman hefur það raunar verið svo að stór hluti af nýjum tækjum á Landspítalanum hefur verið keyptur fyrir gjafa- og söfnunarfé einstaklinga og margvíslegra félagasamtaka, sem hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf. Núna er þörfin hins vegar svo brýn og ástandið svo slæmt, að full ástæða er til að efna til þjóðarátaks á borð við það sem Agnes biskup leggur til. Það er vel til fundið af forystu þjóðkirkjunnar að beita sér fyrir þjóðþrifamáli eins og þessu. Það er liður í því að kirkjan færi sig nær almenningi og taki beinan þátt í að vinna að margs konar góðum málum, sem snerta almannahag. Engum stendur nær en kirkjunni að minna á hlutverk samkenndar og samhjálpar í þjóðfélaginu. „Samkennd er nauðsynleg í samfélagi okkar. Hún minnir okkur á ábyrgð okkar gagnvart hvert öðru og á það að hver og einn einstaklingur getur haft áhrif," sagði Agnes Sigurðardóttir í nýárspredikuninni. Það er rétt hjá biskupi. Í myndarlegu þjóðarátaki í þágu Landspítalans er hægt að virkja samtakamáttinn og tryggja að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því, þurfi vinur okkar eða ættingi á þjónustu spítalans að halda, að tækin séu ekki til eða virki ekki sem skyldi.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun