Farið á hnefanum Þórður Snær Júlíusson skrifar 7. janúar 2013 06:00 Sú ríkisstjórn sem bráðlega fer að ljúka setu sinni á valdastól rembist nú við að skapa sér fyrirferðarmikinn sess í sögunni. Ljóst er að þjóðin hefur engan áhuga á áframhaldandi setu hennar og virðist það vekja furðu marga innan vébanda flokkanna. Hér hefur enda margt gott verið gert við mjög erfiðar aðstæður. En ástæðan blasir þó við. Ríkisstjórnin ætlaði að nýta tiltektarumboð sitt til að breyta allri samfélagsgerðinni á einu kjörtímabili. Lagt var upp með alltof víðtækan stjórnarsáttmála þegar verkefnin hefðu átt að vera fá, stór og afmörkuð. Í stað þess að einbeita sér einvörðungu að stórtækri tiltekt til að brúa gríðarlegt fjárlagagat, atvinnumálum, aukinni fjárfestingu og efnahagslegum stöðugleika var ákveðið að setja erfiðustu pólitísku þrætumál sem til eru samhliða á dagskrá. Og keyra þau síðan í gegn í gríðarlegu ósætti. Í fyrsta lagi var ákveðið að sækja um aðild að Evrópusambandinu þrátt fyrir að annar stjórnarflokkurinn sé mótfallinn aðild. Það var galin hugmynd. Ekki vegna þess að innganga í sambandið sé ekki vænlegur kostur fyrir Ísland, heldur vegna þess að umsókn án meirihlutastuðnings mun líkast til eyðileggja möguleikann á því að fara inn í sambandið um ókomna tíð. Pólitísk andstaða við inngöngu virðist enda yfirgnæfandi, stuðningur almennings fer þverrandi og andstæðingar aðildar hafa getað nýtt stöður sínar á ráðherrastólum til að eyðileggja fyrir ferlinu innan frá. Líkur á því að íslensk þjóð fái að kjósa um aðild í kosningum sem byggja á staðreyndum fara því þverrandi. Annað mál sem er óafgreitt er rammaáætlun um orkunýtingu. Það er frábær hugmynd að mynda tiltölulega víðtæka þverpólitíska sátt um hvaða svæði eigi að nýta til orkuöflunar og hvaða svæði eigi að láta vera. En sátt er lykilatriði í smíði slíkrar áætlunar. Þegar farið var að krukka í fyrirliggjandi áætlun varð ljóst að þessi sátt var ekki lengur til staðar. Nú virðist ekki einu sinni meirihluti innan stjórnarmeirihlutans til að klára málið. En samt á að keyra það í gegn. Að lokum ber að nefna breytingar á stjórnarskrá. Slíkar breytingar eru nauðsynlegar. Það er réttlætismál að jafna vægi atkvæða og mikilvægt að breyta stjórnskipan með því að aðskilja betur vald og festa ákvæði um þjóðareign á auðlindum. Þá hafa síðustu tæpu tveir áratugir sýnt okkur að valdsvið forseta má ekki vera háð túlkunum þess sem situr á þeim stóli hverju sinni. Það ferli sem ráðist var í til að breyta stjórnarskránni hefur hins vegar mistekist. Kosningar til stjórnlagaráðs voru of flóknar og skiluðu einsleitum hópi til að móta hornstein samfélagsgerðar okkar. Þegar Hæstiréttur dæmdi framkvæmd kosninganna ólögmæta hefði átt að byrja upp á nýtt í stað þess að skipa sama fólk í umdeilanlega nefnd. Þrátt fyrir að margt mjög gott sé í stjórnarskrártillögum hennar hafa margir sérfræðingar bent á að þetta sé ófullkomið plagg. Þess utan er bullandi ágreiningur um málið. En ríkisstjórnin ætlar sér að keyra nýja stjórnarskrá í gegn á hnefanum með tæpum meirihluta. Það er líkast til einsdæmi í heimssögunni að ætla sér slíkt. Með framgöngu sinni í ofangreindum málum hefur ríkisstjórnin líkast til eyðilagt möguleika okkar á því að landa þeim. Því miður gæti dómur sögunnar orðið sá að litið yrði fram hjá því sem hún gerði vel og þess í stað einblínt á þann óleik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Sú ríkisstjórn sem bráðlega fer að ljúka setu sinni á valdastól rembist nú við að skapa sér fyrirferðarmikinn sess í sögunni. Ljóst er að þjóðin hefur engan áhuga á áframhaldandi setu hennar og virðist það vekja furðu marga innan vébanda flokkanna. Hér hefur enda margt gott verið gert við mjög erfiðar aðstæður. En ástæðan blasir þó við. Ríkisstjórnin ætlaði að nýta tiltektarumboð sitt til að breyta allri samfélagsgerðinni á einu kjörtímabili. Lagt var upp með alltof víðtækan stjórnarsáttmála þegar verkefnin hefðu átt að vera fá, stór og afmörkuð. Í stað þess að einbeita sér einvörðungu að stórtækri tiltekt til að brúa gríðarlegt fjárlagagat, atvinnumálum, aukinni fjárfestingu og efnahagslegum stöðugleika var ákveðið að setja erfiðustu pólitísku þrætumál sem til eru samhliða á dagskrá. Og keyra þau síðan í gegn í gríðarlegu ósætti. Í fyrsta lagi var ákveðið að sækja um aðild að Evrópusambandinu þrátt fyrir að annar stjórnarflokkurinn sé mótfallinn aðild. Það var galin hugmynd. Ekki vegna þess að innganga í sambandið sé ekki vænlegur kostur fyrir Ísland, heldur vegna þess að umsókn án meirihlutastuðnings mun líkast til eyðileggja möguleikann á því að fara inn í sambandið um ókomna tíð. Pólitísk andstaða við inngöngu virðist enda yfirgnæfandi, stuðningur almennings fer þverrandi og andstæðingar aðildar hafa getað nýtt stöður sínar á ráðherrastólum til að eyðileggja fyrir ferlinu innan frá. Líkur á því að íslensk þjóð fái að kjósa um aðild í kosningum sem byggja á staðreyndum fara því þverrandi. Annað mál sem er óafgreitt er rammaáætlun um orkunýtingu. Það er frábær hugmynd að mynda tiltölulega víðtæka þverpólitíska sátt um hvaða svæði eigi að nýta til orkuöflunar og hvaða svæði eigi að láta vera. En sátt er lykilatriði í smíði slíkrar áætlunar. Þegar farið var að krukka í fyrirliggjandi áætlun varð ljóst að þessi sátt var ekki lengur til staðar. Nú virðist ekki einu sinni meirihluti innan stjórnarmeirihlutans til að klára málið. En samt á að keyra það í gegn. Að lokum ber að nefna breytingar á stjórnarskrá. Slíkar breytingar eru nauðsynlegar. Það er réttlætismál að jafna vægi atkvæða og mikilvægt að breyta stjórnskipan með því að aðskilja betur vald og festa ákvæði um þjóðareign á auðlindum. Þá hafa síðustu tæpu tveir áratugir sýnt okkur að valdsvið forseta má ekki vera háð túlkunum þess sem situr á þeim stóli hverju sinni. Það ferli sem ráðist var í til að breyta stjórnarskránni hefur hins vegar mistekist. Kosningar til stjórnlagaráðs voru of flóknar og skiluðu einsleitum hópi til að móta hornstein samfélagsgerðar okkar. Þegar Hæstiréttur dæmdi framkvæmd kosninganna ólögmæta hefði átt að byrja upp á nýtt í stað þess að skipa sama fólk í umdeilanlega nefnd. Þrátt fyrir að margt mjög gott sé í stjórnarskrártillögum hennar hafa margir sérfræðingar bent á að þetta sé ófullkomið plagg. Þess utan er bullandi ágreiningur um málið. En ríkisstjórnin ætlar sér að keyra nýja stjórnarskrá í gegn á hnefanum með tæpum meirihluta. Það er líkast til einsdæmi í heimssögunni að ætla sér slíkt. Með framgöngu sinni í ofangreindum málum hefur ríkisstjórnin líkast til eyðilagt möguleika okkar á því að landa þeim. Því miður gæti dómur sögunnar orðið sá að litið yrði fram hjá því sem hún gerði vel og þess í stað einblínt á þann óleik.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun