Haneke á bremsunni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. janúar 2013 14:30 "Ef handrit og leikarar halda Amour uppi er það sjónrænn stíll Haneke sem setur hana í algjöran sérflokk.“ Bíó. Amour. Leikstjórn: Michael Haneke. Leikarar: Jean-Louis Trintignant, Emmanuelle Riva, Isabelle Huppert. Hjónin Anne og Georges Laurent eru á níræðisaldri, nokkuð spræk, og rækta hjónabandið vel. Dag einn fær Anna heilablóðfall, hægri hluti líkama hennar lamast, og á mjög stuttum tíma hrakar heilsu hennar gríðarlega. Hún þarf hjálp frá eiginmanni sínum við næstum allt, og að lokum neyðist Georges til þess að ráða hjúkrunarkonu henni til aðstoðar. Hinn austurríski Michael Haneke, leikstjóri myndarinnar, er umdeildur listamaður, og eru flestar mynda hans ógnvekjandi og ofbeldisfullar. Svo er ekki í tilfelli Amour, þó vissulega hræðist flestir tilhugsunina um heilsubrest, og Haneke stendur á bremsu sem margir vissu ekki að hann ætti. Þó umfjöllunarefnið sé margra vasaklúta virði dregur lágstemmd leikstjórnin nokkuð úr dramatíkinni, og fókuserar frekar á fegurð ástar og trygglyndis. Þau Jean-Louis Trintignant og Emmanuelle Riva eru algjörlega stórkostleg í hlutverkum sínum, og þykir Riva sigurstrangleg á komandi Óskarsverðlaunahátíð, en þar er hún tilnefnd fyrir besta leik í aðalhlutverki, sú elsta sem náð hefur þeim árangri. Trintignant er þó engu síðri, og manni kemur óneitanlega til hugar hlutverk Theodórs Júlíussonar í Eldfjalli Rúnars Rúnarssonar, en efnistök og söguframvinda myndanna eru glettilega lík. Það er full vinna að rýna í symbólismann og merkingu einstakra atriða, og nær allar líkur eru á að ýmislegt fari fram hjá áhorfandanum í fyrstu tilraun. Ef handrit og leikarar halda Amour uppi er það sjónrænn stíll Haneke sem setur hana í algjöran sérflokk. Hann er með einstakt auga og nær að gera þessa hversdagslegu sögu að fallegu listaverki. Niðurstaða: Besta mynd Haneke til þessa. Gagnrýni Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó. Amour. Leikstjórn: Michael Haneke. Leikarar: Jean-Louis Trintignant, Emmanuelle Riva, Isabelle Huppert. Hjónin Anne og Georges Laurent eru á níræðisaldri, nokkuð spræk, og rækta hjónabandið vel. Dag einn fær Anna heilablóðfall, hægri hluti líkama hennar lamast, og á mjög stuttum tíma hrakar heilsu hennar gríðarlega. Hún þarf hjálp frá eiginmanni sínum við næstum allt, og að lokum neyðist Georges til þess að ráða hjúkrunarkonu henni til aðstoðar. Hinn austurríski Michael Haneke, leikstjóri myndarinnar, er umdeildur listamaður, og eru flestar mynda hans ógnvekjandi og ofbeldisfullar. Svo er ekki í tilfelli Amour, þó vissulega hræðist flestir tilhugsunina um heilsubrest, og Haneke stendur á bremsu sem margir vissu ekki að hann ætti. Þó umfjöllunarefnið sé margra vasaklúta virði dregur lágstemmd leikstjórnin nokkuð úr dramatíkinni, og fókuserar frekar á fegurð ástar og trygglyndis. Þau Jean-Louis Trintignant og Emmanuelle Riva eru algjörlega stórkostleg í hlutverkum sínum, og þykir Riva sigurstrangleg á komandi Óskarsverðlaunahátíð, en þar er hún tilnefnd fyrir besta leik í aðalhlutverki, sú elsta sem náð hefur þeim árangri. Trintignant er þó engu síðri, og manni kemur óneitanlega til hugar hlutverk Theodórs Júlíussonar í Eldfjalli Rúnars Rúnarssonar, en efnistök og söguframvinda myndanna eru glettilega lík. Það er full vinna að rýna í symbólismann og merkingu einstakra atriða, og nær allar líkur eru á að ýmislegt fari fram hjá áhorfandanum í fyrstu tilraun. Ef handrit og leikarar halda Amour uppi er það sjónrænn stíll Haneke sem setur hana í algjöran sérflokk. Hann er með einstakt auga og nær að gera þessa hversdagslegu sögu að fallegu listaverki. Niðurstaða: Besta mynd Haneke til þessa.
Gagnrýni Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira