Rótarmeinið mikla Árni Páll Árnason skrifar 26. janúar 2013 06:00 Ísland hefur náð miklum árangri undanfarin ár en við vitum líka að enn er margt óunnið. Horfum til þess vanda sem bíður: Kaupmáttar, skuldastöðu, stöðu lífeyrisþega sem geta ekki aukið tekjur sínar með því að bæta við sig vinnu, húsnæðislausna ungs fólks og þeirrar lykilspurningar af hverju sjálfbær hagvöxtur og fjárfesting lætur á sér standa. Það merkilega er að ein og sama orsökin bakar allan þennan vanda og kemur í veg fyrir úrlausn hans. Það er eitt og sama rótarmeinið: Hið úrsérgengna hagkerfi krónunnar.Gengisfelling er arðrán Gengisfallið árið 2008 rýrði kjör okkar og færði skuldastöðuna í hæðir sem við höfðum aldrei gert ráð fyrir. Gengisfallið var vissulega á sinn hátt aðferð til að ná fram efnahagslegum viðsnúningi sem við höfum síðan notið en það gerði bara eitt: Það lækkaði í einni svipan laun landsmanna. Það er þessi aðferð við efnahagslegan viðsnúning sem forystumenn gömlu kerfisflokkanna – Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og VG – mæra við hvert tækifæri og forsetinn lofsyngur í Davos. Þessi íslenska aðferð byggir ekki á neinni efnahagssnilli. Hún skapar engin verðmæti. Hún felur bara í sér einfalt gamaldags arðrán. Krónan gerir ráðandi öflum kleift að lækka launin okkar án þess að við fáum rönd við reist. Það er nú öll snilldin.Áskrift að skuldavanda Með sama hætti hækkar krónan skuldir okkar. Skuldavandinn er bein og óhjákvæmileg afleiðing krónunnar. Þeir sem ekki vilja skipta um gjaldmiðil eru að biðja um að vera áskrifendur að skuldavanda með reglulegu millibili. Gengisfallið rýrði kjör lífeyrisþega. Þótt núverandi ríkisstjórn hafi staðið vörð um kaupmátt lífeyrisþega og sett hækkun lægstu bóta í forgang hefur hann samt rýrnað. Það er gömul saga og ný að engir tapa meira á verðbólgu og gengissveiflum en lágtekjufólk og lífeyrisþegar. Það virðist torlærð lexía á Íslandi og í öllu falli virðist forysta kerfisflokkanna ónæm fyrir þeim sannindum.Landsbyggðin tapar Með sama hætti valda gengissveiflur og verðbólguskot miklum vanda fyrir atvinnulíf í hinum dreifðu byggðum. Samkeppnisstaða landsbyggðanna er veikari en höfuðborgarsvæðisins og því eiga þær meira undir stöðugu gengi og lágum vöxtum en höfuðborgarsvæðið. Í veltiárum flytjast störfin til höfuðborgarinnar. Spurningin er bara hvort þau stoppi þar eða flytjist alfarið úr landi. Sveiflur kasta fyrirtækjum burt Þekkingarháð atvinnulíf þolir nefnilega ekki heldur umhverfi krónunnar. Hvert er höfuðstarfsemi Össurar og Marels farin nú? Hvar fer vöxtur CCP fram? Hvað tekst okkur lengi að halda í önnur vaxandi þekkingarfyrirtæki eins og Marorku og CreditInfo? Gengissveiflur og hávaxtaumhverfi ryður þessum verðmætu störfum úr landi. Fyrir vikið þvingumst við til að leita sífellt stórkarlalegra skammtímalausna og treysta á einstakar verklegar stórframkvæmdir. Húsnæðismál í ógöngum Við viljum fjölbreyttar húsnæðislausnir. En ungs fólks á Íslandi bíður nú að borga íbúðina sína fjórum sinnum í samanburði það sem bíður ungs fólks í nágrannalöndunum. Og við getum illa útfært rekstrarforsendur fyrir leiguhúsnæði til langs tíma því það er illmögulegt að búa því farveg í umgjörð verðtryggðrar krónu. Þessar ofurklyfjar kjósum við að setja á herðar þess fólks sem getur ráðið búsetu sinni og kosið sér framtíð annars staðar.Hvað er að tala niður krónu? Eftir sitjum við í landi hafta og komumst hægt áfram. Erlend fjárfesting knýr sjálfbæran vöxt á Írlandi, þótt þar sé skuldabyrðin meiri en hér. Ástæðan: Erlendir fjárfestar njóta aðgangs að stóru og stöðugu myntsvæði. Enginn vill fjárfesta í eignum í íslenskum krónum og eiga arðsemi fjárfestingarinnar undir dyntum stjórnvalda, þegar forystumenn gömlu kerfisflokkanna keppast um að mæra möguleikann á að fella gengi krónunnar. Slíkar yfirlýsingar eru loforð um ásetning um upptöku eigna erlendra fjárfesta. Þannig tala þeir stöðugt niður þá krónu sem þeir keppast við að mæra.Ekki val tveggja kosta Í engu öðru þróuðu ríki býr launafólk og verðmætaskapandi fyrirtæki við jafn fullkomna óvissu um verðmæti þess gjaldmiðils sem við fáum greitt í fyrir vinnu okkar og vöru. Þess vegna snýst spurningin um aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru um svo allt annað og meira hér á landi en í nokkru nágrannalandanna. Þau búa við gjaldgengan gjaldmiðil en við ekki. Þar er valið milli tveggja kosta sem báðir hafa kost og löst. Hér er valið um gjaldgengan gjaldmiðil – eða ekki. Rótarmeinið mikla er augljóst. Það mengar og skemmir allt athafnalíf og þjóðlíf, elur á skammtímahugsun og gróðabralli og refsar fólki fyrir sjálfsaga, forsjálni og vinnusemi. Það er þjóðarnauðsyn að uppræta það. Alþjóðleg samkeppni með krónu er eins og að hlaupa 100 metra hlaup á Ólympíuleikum á vaðstígvélum með 20 kílóa lóð á bakinu. Þess vegna flýja fyrirtækin þetta góða land og fólkið ferðbýr sig. Það er sannkallað kraftaverk hverju íslensk þjóð og samkeppnishæf fyrirtæki hafa áorkað með þessar drápsklyfjar. Hugsið ykkur hvað við gætum ef þessari byrði væri létt af okkur og við nytum sama afkomuöryggis og frjálsborið fólk í öðrum Evrópulöndum. Þess vegna verðum við að halda áfram opnum þeim leiðum sem vísað geta út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur náð miklum árangri undanfarin ár en við vitum líka að enn er margt óunnið. Horfum til þess vanda sem bíður: Kaupmáttar, skuldastöðu, stöðu lífeyrisþega sem geta ekki aukið tekjur sínar með því að bæta við sig vinnu, húsnæðislausna ungs fólks og þeirrar lykilspurningar af hverju sjálfbær hagvöxtur og fjárfesting lætur á sér standa. Það merkilega er að ein og sama orsökin bakar allan þennan vanda og kemur í veg fyrir úrlausn hans. Það er eitt og sama rótarmeinið: Hið úrsérgengna hagkerfi krónunnar.Gengisfelling er arðrán Gengisfallið árið 2008 rýrði kjör okkar og færði skuldastöðuna í hæðir sem við höfðum aldrei gert ráð fyrir. Gengisfallið var vissulega á sinn hátt aðferð til að ná fram efnahagslegum viðsnúningi sem við höfum síðan notið en það gerði bara eitt: Það lækkaði í einni svipan laun landsmanna. Það er þessi aðferð við efnahagslegan viðsnúning sem forystumenn gömlu kerfisflokkanna – Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og VG – mæra við hvert tækifæri og forsetinn lofsyngur í Davos. Þessi íslenska aðferð byggir ekki á neinni efnahagssnilli. Hún skapar engin verðmæti. Hún felur bara í sér einfalt gamaldags arðrán. Krónan gerir ráðandi öflum kleift að lækka launin okkar án þess að við fáum rönd við reist. Það er nú öll snilldin.Áskrift að skuldavanda Með sama hætti hækkar krónan skuldir okkar. Skuldavandinn er bein og óhjákvæmileg afleiðing krónunnar. Þeir sem ekki vilja skipta um gjaldmiðil eru að biðja um að vera áskrifendur að skuldavanda með reglulegu millibili. Gengisfallið rýrði kjör lífeyrisþega. Þótt núverandi ríkisstjórn hafi staðið vörð um kaupmátt lífeyrisþega og sett hækkun lægstu bóta í forgang hefur hann samt rýrnað. Það er gömul saga og ný að engir tapa meira á verðbólgu og gengissveiflum en lágtekjufólk og lífeyrisþegar. Það virðist torlærð lexía á Íslandi og í öllu falli virðist forysta kerfisflokkanna ónæm fyrir þeim sannindum.Landsbyggðin tapar Með sama hætti valda gengissveiflur og verðbólguskot miklum vanda fyrir atvinnulíf í hinum dreifðu byggðum. Samkeppnisstaða landsbyggðanna er veikari en höfuðborgarsvæðisins og því eiga þær meira undir stöðugu gengi og lágum vöxtum en höfuðborgarsvæðið. Í veltiárum flytjast störfin til höfuðborgarinnar. Spurningin er bara hvort þau stoppi þar eða flytjist alfarið úr landi. Sveiflur kasta fyrirtækjum burt Þekkingarháð atvinnulíf þolir nefnilega ekki heldur umhverfi krónunnar. Hvert er höfuðstarfsemi Össurar og Marels farin nú? Hvar fer vöxtur CCP fram? Hvað tekst okkur lengi að halda í önnur vaxandi þekkingarfyrirtæki eins og Marorku og CreditInfo? Gengissveiflur og hávaxtaumhverfi ryður þessum verðmætu störfum úr landi. Fyrir vikið þvingumst við til að leita sífellt stórkarlalegra skammtímalausna og treysta á einstakar verklegar stórframkvæmdir. Húsnæðismál í ógöngum Við viljum fjölbreyttar húsnæðislausnir. En ungs fólks á Íslandi bíður nú að borga íbúðina sína fjórum sinnum í samanburði það sem bíður ungs fólks í nágrannalöndunum. Og við getum illa útfært rekstrarforsendur fyrir leiguhúsnæði til langs tíma því það er illmögulegt að búa því farveg í umgjörð verðtryggðrar krónu. Þessar ofurklyfjar kjósum við að setja á herðar þess fólks sem getur ráðið búsetu sinni og kosið sér framtíð annars staðar.Hvað er að tala niður krónu? Eftir sitjum við í landi hafta og komumst hægt áfram. Erlend fjárfesting knýr sjálfbæran vöxt á Írlandi, þótt þar sé skuldabyrðin meiri en hér. Ástæðan: Erlendir fjárfestar njóta aðgangs að stóru og stöðugu myntsvæði. Enginn vill fjárfesta í eignum í íslenskum krónum og eiga arðsemi fjárfestingarinnar undir dyntum stjórnvalda, þegar forystumenn gömlu kerfisflokkanna keppast um að mæra möguleikann á að fella gengi krónunnar. Slíkar yfirlýsingar eru loforð um ásetning um upptöku eigna erlendra fjárfesta. Þannig tala þeir stöðugt niður þá krónu sem þeir keppast við að mæra.Ekki val tveggja kosta Í engu öðru þróuðu ríki býr launafólk og verðmætaskapandi fyrirtæki við jafn fullkomna óvissu um verðmæti þess gjaldmiðils sem við fáum greitt í fyrir vinnu okkar og vöru. Þess vegna snýst spurningin um aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru um svo allt annað og meira hér á landi en í nokkru nágrannalandanna. Þau búa við gjaldgengan gjaldmiðil en við ekki. Þar er valið milli tveggja kosta sem báðir hafa kost og löst. Hér er valið um gjaldgengan gjaldmiðil – eða ekki. Rótarmeinið mikla er augljóst. Það mengar og skemmir allt athafnalíf og þjóðlíf, elur á skammtímahugsun og gróðabralli og refsar fólki fyrir sjálfsaga, forsjálni og vinnusemi. Það er þjóðarnauðsyn að uppræta það. Alþjóðleg samkeppni með krónu er eins og að hlaupa 100 metra hlaup á Ólympíuleikum á vaðstígvélum með 20 kílóa lóð á bakinu. Þess vegna flýja fyrirtækin þetta góða land og fólkið ferðbýr sig. Það er sannkallað kraftaverk hverju íslensk þjóð og samkeppnishæf fyrirtæki hafa áorkað með þessar drápsklyfjar. Hugsið ykkur hvað við gætum ef þessari byrði væri létt af okkur og við nytum sama afkomuöryggis og frjálsborið fólk í öðrum Evrópulöndum. Þess vegna verðum við að halda áfram opnum þeim leiðum sem vísað geta út.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun