Mjúk og róleg gæðatónlist Trausti Júlíusson skrifar 6. febrúar 2013 16:00 Monterey. Time Passing Time. Tónlist. Time Passing Time. Monterey. Eigin útgáfa Monterey er hljómsveit úr Breiðholtinu sem hefur verið starfandi í ein fimm ár, en hét upphaflega April. Árið 2011 var nafninu breytt í Monterey og upptökur hófust á plötunni Time Passing Time sem er fyrsta plata sveitarinnar. Monterey er smábær í nágrenni San Francisco sem er þekktur fyrir Monterey-jasshátíðina og Monterey Pop Festivalið. Forsprakki hljómsveitarinnar er Steindór Ingi Snorrason gítarleikari úr hljómsveitinni Ég, en aðrir meðlimir eru einnig í þeirri sveit. Monterey er ólík Ég. Tónlistin er rólegri og mýkri og rödd Steindórs er ólík rödd Róberts, söngvara Ég. Textarnir eru líka allir á ensku hjá Monterey og umfjöllunarefnin ólík. Þetta er mjög flott plata, sannkallaður gæðagripur. Lögin eru flest hæg. Þau lulla áfram með snyrtilegu gítarspili og nettum hljómborðsleik. Þetta er ein af þessum plötum sem sækja í popptónlist fortíðarinnar með afgerandi hætti. Tónlistin á Time Passing Time minnir oft á popptónlist áttunda áratugarins. Pink Floyd á Wish You Were Here kemur strax upp í hugann (t.d. í upphafslaginu Moving On og í hinu frábæra Don't Shoot). Platan hefur mjög sterkan heildarsvip sem kemur til af hljómi hennar og af því að lögin eru flest í svipuðu tempói. Lagið Jesus (Like Me) er undantekningin. Það byrjar frekar rólega, en svo brestur á með fönkuðum kafla þar sem "wah-wah"-gítar og saxófónsóló eru í aðalhlutverki. Mjög flott lag. Hljómurinn á Time Passing Time er einstaklega góður. Hann er bæði mjúkur og djúpur. Það var Eberg sem hljóðblandaði og hljóðjafnaði og hefur greinilega leyst það verk sérlega vel af hendi. Á heildina litið er Time Passing Time frábær plata, jafn góð og hún er óvænt. Hljómsveitin Ég er greinilega stútfull af hæfileikamönnum. Niðurstaða: Fjórir af meðlimum hljómsveitarinnar Ég með flotta plötu sem er allt öðruvísi en Ég. Gagnrýni Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Tónlist. Time Passing Time. Monterey. Eigin útgáfa Monterey er hljómsveit úr Breiðholtinu sem hefur verið starfandi í ein fimm ár, en hét upphaflega April. Árið 2011 var nafninu breytt í Monterey og upptökur hófust á plötunni Time Passing Time sem er fyrsta plata sveitarinnar. Monterey er smábær í nágrenni San Francisco sem er þekktur fyrir Monterey-jasshátíðina og Monterey Pop Festivalið. Forsprakki hljómsveitarinnar er Steindór Ingi Snorrason gítarleikari úr hljómsveitinni Ég, en aðrir meðlimir eru einnig í þeirri sveit. Monterey er ólík Ég. Tónlistin er rólegri og mýkri og rödd Steindórs er ólík rödd Róberts, söngvara Ég. Textarnir eru líka allir á ensku hjá Monterey og umfjöllunarefnin ólík. Þetta er mjög flott plata, sannkallaður gæðagripur. Lögin eru flest hæg. Þau lulla áfram með snyrtilegu gítarspili og nettum hljómborðsleik. Þetta er ein af þessum plötum sem sækja í popptónlist fortíðarinnar með afgerandi hætti. Tónlistin á Time Passing Time minnir oft á popptónlist áttunda áratugarins. Pink Floyd á Wish You Were Here kemur strax upp í hugann (t.d. í upphafslaginu Moving On og í hinu frábæra Don't Shoot). Platan hefur mjög sterkan heildarsvip sem kemur til af hljómi hennar og af því að lögin eru flest í svipuðu tempói. Lagið Jesus (Like Me) er undantekningin. Það byrjar frekar rólega, en svo brestur á með fönkuðum kafla þar sem "wah-wah"-gítar og saxófónsóló eru í aðalhlutverki. Mjög flott lag. Hljómurinn á Time Passing Time er einstaklega góður. Hann er bæði mjúkur og djúpur. Það var Eberg sem hljóðblandaði og hljóðjafnaði og hefur greinilega leyst það verk sérlega vel af hendi. Á heildina litið er Time Passing Time frábær plata, jafn góð og hún er óvænt. Hljómsveitin Ég er greinilega stútfull af hæfileikamönnum. Niðurstaða: Fjórir af meðlimum hljómsveitarinnar Ég með flotta plötu sem er allt öðruvísi en Ég.
Gagnrýni Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira