Klám fjölgar ekki nauðgunum Pawel Bartoszek skrifar 1. febrúar 2013 06:00 Myndin hér fyrir neðan sýnir lagalega stöðu kláms víða um heim. Ísland er þar í flokki með löndum á borð við Kúbu, Kína, Norður-Kóreu og harðstjórnarríki Mið-Austurlanda. Það er vandamál. Vandamálið er því ekki, eins og sumir nú halda fram, að það sé "ekki farið eftir lögunum". Vandamálið er lögin sjálf. Látum ritskoðunarvinkilinn bíða að sinni. Sú umræða sem Ögmundur Jónasson og félagar reyna nú að starta byggir meðal annars á eftirfarandi röksemdafærslu: "Fullt af fólki horfir á klám. Klám hvetur til kynferðisofbeldis. Ef klám yrði minna aðgengilegt myndi kynferðisglæpum fækka. Þess vegna á klám að vera bannað." Svo vill til að fjölmörg ríki bönnuðu eitt sinn klám en gera það ekki lengur. Danir afnámu bannið til dæmis árið 1967. Slíkar lagabreytingar gera mönnum kleift að rannsaka hvaða áhrif frjálslyndari klámlöggjöf hefur haft á tíðni kynferðisafbrota. Enda hefur það verið gert.Niðurstaðan sú sama Rannsóknir danska vísindamannsins Berls Kutchinsky frá 1991 á tengslum kláms og kynferðisofbeldis í Danmörku, Svíþjóð, Vestur-Þýskalandi og Bandaríkjunum sýndu að í engum umræddra ríkja jókst tíðni kynferðisafbrota þrátt fyrir mikla aukningu kláms í umferð. Þessar rannsóknir hafa verið endurteknar í fleiri löndum, til dæmis Japan, Suður-Kóreu, Sjanghæ-héraði í Kína, Finnlandi og Króatíu (sjá Diamond o.fl.) Alls staðar var niðurstaða rannsókna sú sama: Samhliða sprengingu í aðgengi fólks að klámi fækkaði nauðgunum og öðrum kynferðisafbrotum. Tökum Tékkland sem dæmi. Á tímum kommúnismans ráku tékkóslóvakísk stjórnvöld afar púritanska stefnu í þessum málum. Eftir hrun járntjaldsins var klám leyft. Tilkynntum nauðgunum fjölgaði árið 1989, en raunar ekki nærri jafnmikið og öðrum glæpum það ár. Síðan þá hefur talan legið niður á við ár frá ári og tilkynntar nauðganir voru mun færri árið 2007 en árið 1974. Þetta kemur fram í greininni "Pornography and Sex Crimes in the Czech Republic" eftir Diamond, Jozifkova og Weiss sem birt var í Archives of Sexual Behaviour árið 2011. Auðvitað þarf þetta ekki að segja allt. Einn vandi í rannsóknum á kynferðisafbrotum er samanburður sem getur verið erfiður. Til dæmis, þótt sexfalt fleiri nauðganir séu tilkynntar til lögreglu á Íslandi en í Tékklandi (sem er staðreynd) gæti skýringin verið sú að tékkneskir þolendur nauðgana kæri síður. Það mætti því alveg eins reyna að setja fram þá tilgátu að klám HEFÐI fjölgað nauðgunum í Tékklandi, og öðrum löndum í þessum rannsóknum, en konur kærðu þær síður. En augljóst er að það stenst ekki. Í flestum löndum Mið- og Austur-Evrópu ríkti margfalt meiri þöggun í þessum málaflokki á meðan löndin bjuggu við einræði en nú. Allt bendir því til að lögleyfing kláms hafi hvergi, hvorki í Tékklandi, í Danmörku né annars staðar, fjölgað kynferðisglæpum.Kúgun og þöggunFlestar vísbendingar benda raunar til hins gagnstæða. Og miðað við heimskortið sýnist mér frekar að klámbönn séu birtingarmynd kúgunar kvenna og þöggunar í kynferðismálum en hitt. Það eru vitanlega aðrir vinklar á klámumræðuna en þeir hvaða áhrif (jákvæð eða neikvæð) klám kunni að hafa á þá sem á það horfa og samfélagið í heild sinni. Einn snýr auðvitað að þeim sem koma fram í klámmyndum. Jafnvel argasti talsmaður málfrelsis myndi ekki telja það falla undir málfrelsi að brjóta á fólki og sýna það á netinu. Umræðan má líka alveg snúast um það. En málið nú snýst ekki um að loka á þær ákveðnu síður sem sannarlega sýna efni þar sem brotið er á fólki. Málið snýst um að banna allt efni af ákveðinni gerð. Í raun bara vegna þess að það ofbýður velsæmi sumra. Miðað við þær rannsóknir sem fyrir liggja er raunar aðeins eitt rökrétt skref í stöðunni: Að afnema þá grein hegningarlaganna frá 1941 sem kveður á um að birting, sala eða dreifing á klámefni skuli varða sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum. Það ætti að lita Ísland með réttum lit. En ætli það komi ekki í hlutverk næsta innanríkisráðherra að leggja það til.Lagaleg staða kláms í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Myndin hér fyrir neðan sýnir lagalega stöðu kláms víða um heim. Ísland er þar í flokki með löndum á borð við Kúbu, Kína, Norður-Kóreu og harðstjórnarríki Mið-Austurlanda. Það er vandamál. Vandamálið er því ekki, eins og sumir nú halda fram, að það sé "ekki farið eftir lögunum". Vandamálið er lögin sjálf. Látum ritskoðunarvinkilinn bíða að sinni. Sú umræða sem Ögmundur Jónasson og félagar reyna nú að starta byggir meðal annars á eftirfarandi röksemdafærslu: "Fullt af fólki horfir á klám. Klám hvetur til kynferðisofbeldis. Ef klám yrði minna aðgengilegt myndi kynferðisglæpum fækka. Þess vegna á klám að vera bannað." Svo vill til að fjölmörg ríki bönnuðu eitt sinn klám en gera það ekki lengur. Danir afnámu bannið til dæmis árið 1967. Slíkar lagabreytingar gera mönnum kleift að rannsaka hvaða áhrif frjálslyndari klámlöggjöf hefur haft á tíðni kynferðisafbrota. Enda hefur það verið gert.Niðurstaðan sú sama Rannsóknir danska vísindamannsins Berls Kutchinsky frá 1991 á tengslum kláms og kynferðisofbeldis í Danmörku, Svíþjóð, Vestur-Þýskalandi og Bandaríkjunum sýndu að í engum umræddra ríkja jókst tíðni kynferðisafbrota þrátt fyrir mikla aukningu kláms í umferð. Þessar rannsóknir hafa verið endurteknar í fleiri löndum, til dæmis Japan, Suður-Kóreu, Sjanghæ-héraði í Kína, Finnlandi og Króatíu (sjá Diamond o.fl.) Alls staðar var niðurstaða rannsókna sú sama: Samhliða sprengingu í aðgengi fólks að klámi fækkaði nauðgunum og öðrum kynferðisafbrotum. Tökum Tékkland sem dæmi. Á tímum kommúnismans ráku tékkóslóvakísk stjórnvöld afar púritanska stefnu í þessum málum. Eftir hrun járntjaldsins var klám leyft. Tilkynntum nauðgunum fjölgaði árið 1989, en raunar ekki nærri jafnmikið og öðrum glæpum það ár. Síðan þá hefur talan legið niður á við ár frá ári og tilkynntar nauðganir voru mun færri árið 2007 en árið 1974. Þetta kemur fram í greininni "Pornography and Sex Crimes in the Czech Republic" eftir Diamond, Jozifkova og Weiss sem birt var í Archives of Sexual Behaviour árið 2011. Auðvitað þarf þetta ekki að segja allt. Einn vandi í rannsóknum á kynferðisafbrotum er samanburður sem getur verið erfiður. Til dæmis, þótt sexfalt fleiri nauðganir séu tilkynntar til lögreglu á Íslandi en í Tékklandi (sem er staðreynd) gæti skýringin verið sú að tékkneskir þolendur nauðgana kæri síður. Það mætti því alveg eins reyna að setja fram þá tilgátu að klám HEFÐI fjölgað nauðgunum í Tékklandi, og öðrum löndum í þessum rannsóknum, en konur kærðu þær síður. En augljóst er að það stenst ekki. Í flestum löndum Mið- og Austur-Evrópu ríkti margfalt meiri þöggun í þessum málaflokki á meðan löndin bjuggu við einræði en nú. Allt bendir því til að lögleyfing kláms hafi hvergi, hvorki í Tékklandi, í Danmörku né annars staðar, fjölgað kynferðisglæpum.Kúgun og þöggunFlestar vísbendingar benda raunar til hins gagnstæða. Og miðað við heimskortið sýnist mér frekar að klámbönn séu birtingarmynd kúgunar kvenna og þöggunar í kynferðismálum en hitt. Það eru vitanlega aðrir vinklar á klámumræðuna en þeir hvaða áhrif (jákvæð eða neikvæð) klám kunni að hafa á þá sem á það horfa og samfélagið í heild sinni. Einn snýr auðvitað að þeim sem koma fram í klámmyndum. Jafnvel argasti talsmaður málfrelsis myndi ekki telja það falla undir málfrelsi að brjóta á fólki og sýna það á netinu. Umræðan má líka alveg snúast um það. En málið nú snýst ekki um að loka á þær ákveðnu síður sem sannarlega sýna efni þar sem brotið er á fólki. Málið snýst um að banna allt efni af ákveðinni gerð. Í raun bara vegna þess að það ofbýður velsæmi sumra. Miðað við þær rannsóknir sem fyrir liggja er raunar aðeins eitt rökrétt skref í stöðunni: Að afnema þá grein hegningarlaganna frá 1941 sem kveður á um að birting, sala eða dreifing á klámefni skuli varða sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum. Það ætti að lita Ísland með réttum lit. En ætli það komi ekki í hlutverk næsta innanríkisráðherra að leggja það til.Lagaleg staða kláms í heiminum.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun