Við erum of grandalausir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. febrúar 2013 08:00 Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur áhyggjur af þróun mála. Mynd/Vilhelm Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur evrópska lögreglan, Europol, komið upp um gríðarlega spillingu í knattspyrnuheiminum. Átján mánaða rannsókn þeirra leiddi í ljós að úrslitum hefði verið hagrætt í 680 leikjum um allan heim. Ekki tókst það alltaf en leikmönnum eða dómurum var þó mútað. Rannsóknin teygði anga sína til 30 landa og Fréttablaðið spurði Þóri Hákonarson, framkvæmdastjóra KSÍ, að því hvort rannsóknin hefði teygt anga sína til Íslands. „Við heyrðum aldrei neitt frá Europol. Ég myndi telja líklegt að við hefðum verið með í ráðum ef þeir vildu rannsaka Ísland," segir Þórir sem var þá nýbúinn að sjá fréttirnar. „Þetta er alveg ótrúlegt. Að sama skapi er þetta eitthvað sem menn hafa óttast í langan tíma." Þó svo að Ísland hafi ekki verið með í þessari rannsókn hafa komið upp slík mál á Íslandi. „Það hefur ekki komið upp mál þar sem er hægt að segja hreint að það hafi verið keypt þrjú stig. Það er ekkert staðfest tilvik. Það eru samt vísbendingar um að slíkt hafi verið reynt á Íslandi," segir Þórir en KSÍ kom í veg fyrir að Letti stofnaði 3. deildar lið á Íslandi í fyrra með eigin leikmönnum. Sami aðili hafði líka lýst yfir áhuga á því að taka yfir Grindavík. „Hver er fjárhagslegur ávinningur af því að stofna félag á Íslandi? Hvað er þar í gangi? Það blasti alveg við. Svo kom upp mál árið 2008 en leikmaður HK leitaði þá til leikmanns Grindavíkur um að hafa áhrif á gang mála. Grindvíkingurinn tilkynnti sínu félagi um málið og þeir fóru með það í okkur. Það mál var því stöðvað," segir Þórir, en báðir leikmenn eru af erlendu bergi brotnir. „Það var svindlari að spila á Íslandi síðasta sumar. Það er svo einfalt. Hann hefur játað það fyrir rétti," segir Þórir, en hann vísar þar til Erdzan Beciri, leikmanns Víkings Ólafsvíkur. Hann viðurkenndi að hafa þegið tæpar 2 milljónir króna fyrir að hafa áhrif á gang mála í Slóveníu. Aðeins þremur dögum síðar var hann orðinn leikmaður Víkings. Hvorki félagið né KSÍ vissu af þessum dómi Beciri, sem lék 11 leiki með Víkingi í fyrra. Hann var einnig leikmaður HK er það mál komst upp 2008. Ekki er þó vitað hvort hann sé HK-ingurinn sem var tilkynntur til KSÍ vegna þess máls. Beciri þessi hefur viðurkennt að hafa hagrætt úrslitum leikja í Króatíu og hann er grunaður um sömu iðju í fleiri löndum að því er fram kemur í frétt fótbolti.net á dögunum. „Það er óhætt að segja að við höfum áhyggjur af þróun mála enda hafa svona hlutir verið að gerast allt í kringum okkur. Fullt af málum í Finnlandi og frestaðir leikir í Noregi vegna gruns um svindl. Því miður er þetta úti um alla Evrópu," segir Þórir ákveðinn og bætir við: „Mesta hættan er sú að menn eru allt of grandalausir. Félögin og samfélagið halda að þetta eigi ekkert við á Íslandi. Það er mesta hættan. Við megum hafa áhyggjur af þessu og vonandi verða þessar nýjustu fréttir til þess að vekja félögin og almenning til umhugsunar um meinið." Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira
Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur evrópska lögreglan, Europol, komið upp um gríðarlega spillingu í knattspyrnuheiminum. Átján mánaða rannsókn þeirra leiddi í ljós að úrslitum hefði verið hagrætt í 680 leikjum um allan heim. Ekki tókst það alltaf en leikmönnum eða dómurum var þó mútað. Rannsóknin teygði anga sína til 30 landa og Fréttablaðið spurði Þóri Hákonarson, framkvæmdastjóra KSÍ, að því hvort rannsóknin hefði teygt anga sína til Íslands. „Við heyrðum aldrei neitt frá Europol. Ég myndi telja líklegt að við hefðum verið með í ráðum ef þeir vildu rannsaka Ísland," segir Þórir sem var þá nýbúinn að sjá fréttirnar. „Þetta er alveg ótrúlegt. Að sama skapi er þetta eitthvað sem menn hafa óttast í langan tíma." Þó svo að Ísland hafi ekki verið með í þessari rannsókn hafa komið upp slík mál á Íslandi. „Það hefur ekki komið upp mál þar sem er hægt að segja hreint að það hafi verið keypt þrjú stig. Það er ekkert staðfest tilvik. Það eru samt vísbendingar um að slíkt hafi verið reynt á Íslandi," segir Þórir en KSÍ kom í veg fyrir að Letti stofnaði 3. deildar lið á Íslandi í fyrra með eigin leikmönnum. Sami aðili hafði líka lýst yfir áhuga á því að taka yfir Grindavík. „Hver er fjárhagslegur ávinningur af því að stofna félag á Íslandi? Hvað er þar í gangi? Það blasti alveg við. Svo kom upp mál árið 2008 en leikmaður HK leitaði þá til leikmanns Grindavíkur um að hafa áhrif á gang mála. Grindvíkingurinn tilkynnti sínu félagi um málið og þeir fóru með það í okkur. Það mál var því stöðvað," segir Þórir, en báðir leikmenn eru af erlendu bergi brotnir. „Það var svindlari að spila á Íslandi síðasta sumar. Það er svo einfalt. Hann hefur játað það fyrir rétti," segir Þórir, en hann vísar þar til Erdzan Beciri, leikmanns Víkings Ólafsvíkur. Hann viðurkenndi að hafa þegið tæpar 2 milljónir króna fyrir að hafa áhrif á gang mála í Slóveníu. Aðeins þremur dögum síðar var hann orðinn leikmaður Víkings. Hvorki félagið né KSÍ vissu af þessum dómi Beciri, sem lék 11 leiki með Víkingi í fyrra. Hann var einnig leikmaður HK er það mál komst upp 2008. Ekki er þó vitað hvort hann sé HK-ingurinn sem var tilkynntur til KSÍ vegna þess máls. Beciri þessi hefur viðurkennt að hafa hagrætt úrslitum leikja í Króatíu og hann er grunaður um sömu iðju í fleiri löndum að því er fram kemur í frétt fótbolti.net á dögunum. „Það er óhætt að segja að við höfum áhyggjur af þróun mála enda hafa svona hlutir verið að gerast allt í kringum okkur. Fullt af málum í Finnlandi og frestaðir leikir í Noregi vegna gruns um svindl. Því miður er þetta úti um alla Evrópu," segir Þórir ákveðinn og bætir við: „Mesta hættan er sú að menn eru allt of grandalausir. Félögin og samfélagið halda að þetta eigi ekkert við á Íslandi. Það er mesta hættan. Við megum hafa áhyggjur af þessu og vonandi verða þessar nýjustu fréttir til þess að vekja félögin og almenning til umhugsunar um meinið."
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira