Nýr formaður heldur á tímasprengju Þorsteinn Pálsson skrifar 9. febrúar 2013 06:00 Ýmsum þótti Árni Páll Árnason, nýr leiðtogi Samfylkingarinnar, leggja nokkuð skarpt á brattann þegar hann notaði þakkarræðuna á landsfundinum fyrir viku til að gera upp sakir við arfleifð forvera síns. En í ljósi aðstæðna var þetta eðlilegt. Þar kemur tvennt til. Annað er að leiðtogakjör í stjórnmálaflokki hefur ekki í annan tíma ráðist meir af pólitískum viðhorfum og minna af persónulegum eiginleikum. Þess hlýtur að sjást stað. Hitt er að nýr leiðtogi mun sitja uppi með kosningaúrslitin í vor. Hann má því engan tíma missa eigi að takast að losa flokkinn af því málefnalega skeri sem hann hefur steytt á. Vandinn er sá að ekki er víst að meirihluti þingflokksins líti á það sem mistök að hafa fært flokkinn til vinstri þó að almennir flokksmenn geri það eins og formannskjörið staðfestir. Reyni þingmennirnir að handjárna formanninn gæti það svo dregið enn úr trúverðugleikanum og fækkað þingsætunum. Fyrir ári síðan talaði enginn flokkur til miðjunnar í stjórnmálunum. Á þeirri stöðu hefur orðið grundvallarbreyting. Björt framtíð hefur tekið til sín frjálslynda kjósendur frá Samfylkingu og Framsóknarflokki sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki keppa um. Leiðtogakjörið í Samfylkingunni þýðir að flokksmenn vilji gera flokkinn að jafnaðarmannaflokki á ný og horfa meir til miðjunnar. Stóra spurningin er svo hvort landsfundur Sjálfstæðisflokksins heimilar forystunni að blanda sér af þunga í baráttuna um miðjuatkvæðin.Verðbólgan ræðst fyrir kosningar Ýmsir hafa réttilega bent á að formaður Samfylkingarinnar verði að fylgja yfirlýsingum sínum eftir með nýrri nálgun á því hvernig ljúka eigi umfjöllun um stjórnarskrármálið og fiskveiðifrumvarpið. Í því sambandi verður að hafa í huga að ríkisstjórnin hefði afgreitt þessi mál á fyrsta og öðru þingi kjörtímabilsins ef hún hefði vitað hvað hún vildi og haft meirihluta fyrir því í eigin röðum. Metnaður forsætisráðherra virðist ekki hafa verið meiri að því er þessi tvö mál varðar en að halda þannig á hlutunum að unnt yrði að kenna Sjálfstæðisflokknum um að þau næðu ekki fram að ganga. Það hefur tekist. Friðsamleg málalok eru því ekki nein málefnaleg fórn. Þau eru miklu fremur lausn því bæði málin eru farin að hrinda jaðarfylginu frá í ríkum mæli. Launamálin á Landspítalanum eru stóra málið sem formaður Samfylkingarinnar fékk í fangið á fyrsta degi. Þau eru tifandi tímasprengja. Verði hún ekki aftengd er óðaverðbólga óhjákvæmileg afleiðing. Þegar búið er að gera tímasprengjur virkar þarf snör handtök ef koma á í veg fyrir skaða. Spurningunni um verðbólgu eða stöðugleika á næsta kjörtímabili verður því svarað fyrir kosningar. Velferðarráðherra gerði þessa tímasprengju virka með alveg einstöku pólitísku axarskafti, sem verður eins og myllusteinn um hálsinn á ríkisstjórninni meðan hann víkur ekki. En ábyrgðin hvílir nú á nýjum formanni. Landspítalinn getur ekki keppt um starfsfólk við grannlöndin. Það er staðreynd sem endurspeglar lélega samkeppnisstöðu þjóðarbúsins og verður ekki breytt án þess að bæta hana.Evrupólitíkin í uppnámi Hér eru miklir hagsmunir í húfi fyrir launafólk. Losi tímasprengja velferðarráðherrans nýja skriðu launahækkana sem ekki byggjast á aukinni framleiðni ber launafólkið sjálft kostnaðinn í gegnum verðbólguna. Aðilar vinnumarkaðarins hyggjast horfa til Norðurlandanna við næstu endurnýjun kjarasamninga. Þar ræður samkeppnishæfni þjóðarbúskaparins mestu um möguleika á kjarabótum. Verði tímasprengjan á Landspítalanum ekki aftengd fer sá góði ásetningur fyrir lítið. Það sem meira er: Fari verðbólgan af stað er útséð um að Ísland eigi kost á því á næsta kjörtímabili að taka ákvörðun um stöðugan gjaldmiðil. Fyrir Samfylkinguna myndi þetta þýða að allur trúverðugleiki varðandi áformin um inngöngu í evrópska myntbandalagið hyrfi. Þegar þjóðarsáttin var gerð 1990 kröfðust aðilar vinnumarkaðarins þess að fjármálaráðherrann, Ólafur Ragnar Grímsson, tæki úr sambandi verðbólgusamninga við opinbera starfsmenn sem hann hafði sjálfur undirritað skömmu áður. Fyrir dómi reyndist sú aðgerð að hluta vera brot á stjórnarskrá. Sá leikur verður því ekki endurtekinn. Nú þarf því að stemma á að ósi. En þetta gamla dæmi sýnir hversu alvarleg hættan er. Formaður Samfylkingarinnar vill ekki taka sæti í núverandi ríkisstjórn. Það er skynsamlegt mat. En verði tímasprengjan hins vegar ekki aftengd með öðru móti þarf hann að endurskoða þá ákvörðun. Þetta er mikill prófsteinn. Fyrir fram er þó ekki ástæða til að ætla annað en nýi formaðurinn ráði við hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun
Ýmsum þótti Árni Páll Árnason, nýr leiðtogi Samfylkingarinnar, leggja nokkuð skarpt á brattann þegar hann notaði þakkarræðuna á landsfundinum fyrir viku til að gera upp sakir við arfleifð forvera síns. En í ljósi aðstæðna var þetta eðlilegt. Þar kemur tvennt til. Annað er að leiðtogakjör í stjórnmálaflokki hefur ekki í annan tíma ráðist meir af pólitískum viðhorfum og minna af persónulegum eiginleikum. Þess hlýtur að sjást stað. Hitt er að nýr leiðtogi mun sitja uppi með kosningaúrslitin í vor. Hann má því engan tíma missa eigi að takast að losa flokkinn af því málefnalega skeri sem hann hefur steytt á. Vandinn er sá að ekki er víst að meirihluti þingflokksins líti á það sem mistök að hafa fært flokkinn til vinstri þó að almennir flokksmenn geri það eins og formannskjörið staðfestir. Reyni þingmennirnir að handjárna formanninn gæti það svo dregið enn úr trúverðugleikanum og fækkað þingsætunum. Fyrir ári síðan talaði enginn flokkur til miðjunnar í stjórnmálunum. Á þeirri stöðu hefur orðið grundvallarbreyting. Björt framtíð hefur tekið til sín frjálslynda kjósendur frá Samfylkingu og Framsóknarflokki sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki keppa um. Leiðtogakjörið í Samfylkingunni þýðir að flokksmenn vilji gera flokkinn að jafnaðarmannaflokki á ný og horfa meir til miðjunnar. Stóra spurningin er svo hvort landsfundur Sjálfstæðisflokksins heimilar forystunni að blanda sér af þunga í baráttuna um miðjuatkvæðin.Verðbólgan ræðst fyrir kosningar Ýmsir hafa réttilega bent á að formaður Samfylkingarinnar verði að fylgja yfirlýsingum sínum eftir með nýrri nálgun á því hvernig ljúka eigi umfjöllun um stjórnarskrármálið og fiskveiðifrumvarpið. Í því sambandi verður að hafa í huga að ríkisstjórnin hefði afgreitt þessi mál á fyrsta og öðru þingi kjörtímabilsins ef hún hefði vitað hvað hún vildi og haft meirihluta fyrir því í eigin röðum. Metnaður forsætisráðherra virðist ekki hafa verið meiri að því er þessi tvö mál varðar en að halda þannig á hlutunum að unnt yrði að kenna Sjálfstæðisflokknum um að þau næðu ekki fram að ganga. Það hefur tekist. Friðsamleg málalok eru því ekki nein málefnaleg fórn. Þau eru miklu fremur lausn því bæði málin eru farin að hrinda jaðarfylginu frá í ríkum mæli. Launamálin á Landspítalanum eru stóra málið sem formaður Samfylkingarinnar fékk í fangið á fyrsta degi. Þau eru tifandi tímasprengja. Verði hún ekki aftengd er óðaverðbólga óhjákvæmileg afleiðing. Þegar búið er að gera tímasprengjur virkar þarf snör handtök ef koma á í veg fyrir skaða. Spurningunni um verðbólgu eða stöðugleika á næsta kjörtímabili verður því svarað fyrir kosningar. Velferðarráðherra gerði þessa tímasprengju virka með alveg einstöku pólitísku axarskafti, sem verður eins og myllusteinn um hálsinn á ríkisstjórninni meðan hann víkur ekki. En ábyrgðin hvílir nú á nýjum formanni. Landspítalinn getur ekki keppt um starfsfólk við grannlöndin. Það er staðreynd sem endurspeglar lélega samkeppnisstöðu þjóðarbúsins og verður ekki breytt án þess að bæta hana.Evrupólitíkin í uppnámi Hér eru miklir hagsmunir í húfi fyrir launafólk. Losi tímasprengja velferðarráðherrans nýja skriðu launahækkana sem ekki byggjast á aukinni framleiðni ber launafólkið sjálft kostnaðinn í gegnum verðbólguna. Aðilar vinnumarkaðarins hyggjast horfa til Norðurlandanna við næstu endurnýjun kjarasamninga. Þar ræður samkeppnishæfni þjóðarbúskaparins mestu um möguleika á kjarabótum. Verði tímasprengjan á Landspítalanum ekki aftengd fer sá góði ásetningur fyrir lítið. Það sem meira er: Fari verðbólgan af stað er útséð um að Ísland eigi kost á því á næsta kjörtímabili að taka ákvörðun um stöðugan gjaldmiðil. Fyrir Samfylkinguna myndi þetta þýða að allur trúverðugleiki varðandi áformin um inngöngu í evrópska myntbandalagið hyrfi. Þegar þjóðarsáttin var gerð 1990 kröfðust aðilar vinnumarkaðarins þess að fjármálaráðherrann, Ólafur Ragnar Grímsson, tæki úr sambandi verðbólgusamninga við opinbera starfsmenn sem hann hafði sjálfur undirritað skömmu áður. Fyrir dómi reyndist sú aðgerð að hluta vera brot á stjórnarskrá. Sá leikur verður því ekki endurtekinn. Nú þarf því að stemma á að ósi. En þetta gamla dæmi sýnir hversu alvarleg hættan er. Formaður Samfylkingarinnar vill ekki taka sæti í núverandi ríkisstjórn. Það er skynsamlegt mat. En verði tímasprengjan hins vegar ekki aftengd með öðru móti þarf hann að endurskoða þá ákvörðun. Þetta er mikill prófsteinn. Fyrir fram er þó ekki ástæða til að ætla annað en nýi formaðurinn ráði við hann.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun