Norðurslóðir eru framtíð Íslands Össur Skarphéðinsson skrifar 19. febrúar 2013 06:00 Mín spá er að á þessari öld muni Íslendingar sækja mestan auð sinn til norðurslóða. Uppsprettur nýrra verðmæta verða ferns konar. Olíu- og gasvinnsla mun hefjast á Drekasvæðinu fyrr en seinna. Sömu lindir liggja yfir í lögsögu Norðmanna vegna Jan Mayen. Má þá ekki gleyma að þar á Ísland fjórðungs hlut í öllum olíulindum samkvæmt einum besta milliríkjasamningi sem utanríkisþjónustan hefur gert. Hlýnun sjávar mun leiða til þess að lengra fram á öldinni kunna ný, víðfeðm búsvæði nytjategunda að skapast langt norður í höfum þegar ísþekjan bráðnar. Þar verða Íslendingar að standa fast á sínum hlut. Ekki er ólíklegt að stofnarnir sem breiðast norður um séu íslenskrar ættar, eða afleggjarar úr flökkustofnum sem við eigum þegar umsaminn hlut í. Siglingar um Norður-Íshafið aukast ár frá ári vegna minnkandi hafíss og aukins áhuga Asíuríkja og norðurskautsríkja á að nýta siglingaleiðina til að stytta flutningaleiðir milli hafna við Norður-Atlantshaf og Kyrrahaf. Þar er til lengri tíma horft til miðleiðarinnar, þvert yfir pólinn, sem er stysta leiðin milli Asíu og Evrópu. Vegna legu landsins mun miðleiðin auka gríðarlega pólitískt vægi Íslands gagnvart Asíu, Ameríku og Evrópu. Hún mun líka krefjast þess að Ísland verður ein af mikilvægum umskipunarhöfnum fyrir flutningana yfir pólinn. Það leiddi til efnahagslegra stakkaskipta á Íslandi, og Norðurlandi sérstaklega. Fyrst í tíma er þó uppbygging þjónustu á Íslandi við þau þrjú vinnslusvæði sem líklegt er að verði komin í framleiðslu í kringum 2025. Þau eru hornpunktar svæðis sem ég hef skilgreint sem íslenska orkuþríhyrninginn og nær frá Norðaustur-Grænlandi til Jan Mayen, og suður til Íslands. Á þessum og næsta áratug verða mikil umsvif í rannsóknum og tilraunaborunum. Slík útgerð er flókin, kostar hundruð milljarða og þarfnast mikillar þjónustu. Síðustu ár hef ég unnið dyggilega að því að ná upp samstöðu með Grænlendingum og Norðmönnum um að langskynsamlegast er að vinna með Íslendingum að því að byggja upp þjónustu við vinnslusvæðin í orkuþríhyrningnum hér á Íslandi. Það eitt mun gjörbreyta efnahag Íslands, útrýma atvinnuleysi og skapa meiri auð fyrir þjóðina en hún hefur áður þekkt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurslóðir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mín spá er að á þessari öld muni Íslendingar sækja mestan auð sinn til norðurslóða. Uppsprettur nýrra verðmæta verða ferns konar. Olíu- og gasvinnsla mun hefjast á Drekasvæðinu fyrr en seinna. Sömu lindir liggja yfir í lögsögu Norðmanna vegna Jan Mayen. Má þá ekki gleyma að þar á Ísland fjórðungs hlut í öllum olíulindum samkvæmt einum besta milliríkjasamningi sem utanríkisþjónustan hefur gert. Hlýnun sjávar mun leiða til þess að lengra fram á öldinni kunna ný, víðfeðm búsvæði nytjategunda að skapast langt norður í höfum þegar ísþekjan bráðnar. Þar verða Íslendingar að standa fast á sínum hlut. Ekki er ólíklegt að stofnarnir sem breiðast norður um séu íslenskrar ættar, eða afleggjarar úr flökkustofnum sem við eigum þegar umsaminn hlut í. Siglingar um Norður-Íshafið aukast ár frá ári vegna minnkandi hafíss og aukins áhuga Asíuríkja og norðurskautsríkja á að nýta siglingaleiðina til að stytta flutningaleiðir milli hafna við Norður-Atlantshaf og Kyrrahaf. Þar er til lengri tíma horft til miðleiðarinnar, þvert yfir pólinn, sem er stysta leiðin milli Asíu og Evrópu. Vegna legu landsins mun miðleiðin auka gríðarlega pólitískt vægi Íslands gagnvart Asíu, Ameríku og Evrópu. Hún mun líka krefjast þess að Ísland verður ein af mikilvægum umskipunarhöfnum fyrir flutningana yfir pólinn. Það leiddi til efnahagslegra stakkaskipta á Íslandi, og Norðurlandi sérstaklega. Fyrst í tíma er þó uppbygging þjónustu á Íslandi við þau þrjú vinnslusvæði sem líklegt er að verði komin í framleiðslu í kringum 2025. Þau eru hornpunktar svæðis sem ég hef skilgreint sem íslenska orkuþríhyrninginn og nær frá Norðaustur-Grænlandi til Jan Mayen, og suður til Íslands. Á þessum og næsta áratug verða mikil umsvif í rannsóknum og tilraunaborunum. Slík útgerð er flókin, kostar hundruð milljarða og þarfnast mikillar þjónustu. Síðustu ár hef ég unnið dyggilega að því að ná upp samstöðu með Grænlendingum og Norðmönnum um að langskynsamlegast er að vinna með Íslendingum að því að byggja upp þjónustu við vinnslusvæðin í orkuþríhyrningnum hér á Íslandi. Það eitt mun gjörbreyta efnahag Íslands, útrýma atvinnuleysi og skapa meiri auð fyrir þjóðina en hún hefur áður þekkt.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun