Eley Kishimoto á Hönnunarmars 23. febrúar 2013 12:00 „Það er mjög gaman að fá til liðs við okkur svona framsækið teymi á sviði fatahönnunar,“ segir Greipur Gíslason hjá Hönnunarmars um hönnunarteymið Eley Kishimoto, sem hefur staðfest komu sína á Hönnunarmars í ár. Hönnunarteymið er breskt og var stofnað árið 1992. Þau Mark Eley og Wakako Kishimoto mynda teymið en þau eru fræg fyrir skemmtileg munstur og litasamsetningar í fatnaði sínum og fylgihlutum. Þau munu koma fram á sérstöku fyrirlestradegi á fyrsta degi Hönnunarmars þann 14. mars. Markmiðið með fyrirlestrardeginum er að þekktir aðilar úr hönnunarheiminum veiti innblástur með þekkingu sinni og reynslu. „Eley Kishimoto smellpassa inn í viðfangsefni þessa dags sem er sköpunarkrafturinn. Þau tóku strax vel í að koma er við leituðum til þeirra. Þau höfðu heyrt af Hönnunarmars og ætla að vera í Reykjavík um helgina til að sækja frekari viðburði sem er ánægjulegt,“ segir Greipur en fyrirlestrardagurinn er aðeins einn af 120 viðburðum í tengslum við Hönnunarmars. Meðal annara fyrirlesara á deginum eru Juliet Kinchin, hönnunarsagnfræðingur og sýningarstjóri hjá MoMA, Maja Kuzmanovic, framsækinn hönnuður og Inge Druckrey, grafískur hönnuður. „Þetta er dagur fyrir alla sem hafa áhuga á skapandi hugsun. Þó að við miðum okkur við fólk í hönnunarheiminum þá held ég að allir hafa gott af því að mæta og hlusta.“ Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Hönnunarmars á vefsíðunni Honnunarmidstod.is. -áp HönnunarMars Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Það er mjög gaman að fá til liðs við okkur svona framsækið teymi á sviði fatahönnunar,“ segir Greipur Gíslason hjá Hönnunarmars um hönnunarteymið Eley Kishimoto, sem hefur staðfest komu sína á Hönnunarmars í ár. Hönnunarteymið er breskt og var stofnað árið 1992. Þau Mark Eley og Wakako Kishimoto mynda teymið en þau eru fræg fyrir skemmtileg munstur og litasamsetningar í fatnaði sínum og fylgihlutum. Þau munu koma fram á sérstöku fyrirlestradegi á fyrsta degi Hönnunarmars þann 14. mars. Markmiðið með fyrirlestrardeginum er að þekktir aðilar úr hönnunarheiminum veiti innblástur með þekkingu sinni og reynslu. „Eley Kishimoto smellpassa inn í viðfangsefni þessa dags sem er sköpunarkrafturinn. Þau tóku strax vel í að koma er við leituðum til þeirra. Þau höfðu heyrt af Hönnunarmars og ætla að vera í Reykjavík um helgina til að sækja frekari viðburði sem er ánægjulegt,“ segir Greipur en fyrirlestrardagurinn er aðeins einn af 120 viðburðum í tengslum við Hönnunarmars. Meðal annara fyrirlesara á deginum eru Juliet Kinchin, hönnunarsagnfræðingur og sýningarstjóri hjá MoMA, Maja Kuzmanovic, framsækinn hönnuður og Inge Druckrey, grafískur hönnuður. „Þetta er dagur fyrir alla sem hafa áhuga á skapandi hugsun. Þó að við miðum okkur við fólk í hönnunarheiminum þá held ég að allir hafa gott af því að mæta og hlusta.“ Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Hönnunarmars á vefsíðunni Honnunarmidstod.is. -áp
HönnunarMars Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira