Útilokar ekki launakerfi fyrir íslenskt afreksíþróttafólk 23. febrúar 2013 09:00 Katrín segir að núverandi styrkir fyrir íslenska afreksíþróttafólk séu tiltölulega lágir. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir stuðning íslenska ríkisins við afreksíþróttir litlar í sögulegu samhengi. Vilji sé til að auka aðkomu ríkisins að afreksíþróttum í náinni framtíð. Þrátt fyrir að framlag íslenska ríkisins í Afrekssjóð ÍSÍ hafi hækkað um rúmar 20 milljónir króna í ár telja forystumenn í íþróttahreyfingunni að mun meira þurfi til að hlúa að okkar fremsta íþróttafólki þannig að vel sé við unað. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tekur undir það sjónarmið að aðkoma ríkisins mætti vera meiri. „Styrkir Afrekssjóðsins hafa verið tiltölulega lágir, eins og vitað er. Þegar við fórum í þá vinnu að hækka framlag ríkinsins skoðuðum við samanburð á milli Norðurlandanna í þessum efnum og sáum að sögulega séð hefur íslenska ríkið ekki verið að styðja mikið við afreksíþróttir," segir Katrín í samtali við Fréttablaðið. Í ár fengu fimm íþróttamenn úthlutað svokölluðum A-styrk sem er upp á 200 þúsund krónur á mánuði. Raunar er það svo að viðkomandi sérsambönd íþróttamannanna fá styrkina og sjá um að endurgreiða útlagðan kostnað íþróttafólksins, nánast eingöngu vegna keppnis- og æfingaferðalaga. Þegar kemur að daglegu uppihaldi þurfa íþróttamennirnir sjálfir að hugsa fyrir því. Þá ávinna styrkþegar sér engin launatengd réttindi eða neitt slíkt sem þekkist hjá almennum launþegum. „Þegar íþróttaferlinum lýkur á ég ekkert," sagði badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir við Fréttablaðið árið 2011. Vísaði hún til þess að eftir helgað sig íþrótt sinni alla sína fullorðinsævi stæði íslenskt íþróttafólk slypp og snautt að ferlinum loknum og margir í skuld. Þegar úthlutanir úr Afrekssjóði ÍSÍ voru tilkynntar í síðasta mánuði sögðu forráðamenn sambandsins núverandi fjárhag sjóðsins ekki bjóða upp á að haldið yrði utan um einhvers konar launakerfi fyrir afreksíþróttafólk. Undir þetta tekur Katrín. „Styrkirnir hafa verið það lágir að þeim hafi ekki getað fylgt nein réttindi. Sjóðurinn hefur ekki verið nægilega burðugur til þess," segir hún. „Framtíðarsýnin ætti að vera að minnsta kosti sú að A-styrkir séu það háir að það sé hægt að safna réttindum út á þá. Það myndi vissulega kalla á lagabreytingar og annað slíkt en sú krafa sem við höfum oftast heyrt er að fólk vilji hafa þetta í svipuðum farvegi og listamannalaun," segir Katrín. Hún staðfestir að engar viðræður við íþróttahreyfinguna um slíkar kerfisbreytingar hafi farið fram, né hafi komið fram formlegar tillögur að slíkum breytingum frá forystu ÍSÍ. „Ég hef áhuga á að gera langtímasamning við íþróttahreyfinguna um þessi mál og þætti eðlilegt að í slíku ferli yrði rætt um slíkar breytingar. Við höfum borið okkur saman við Norðurlöndin og örugglega hægt að finna gott fordæmi þaðan. Ég tel að það sé raunhæft að skoða slíkar breytingar," segir Katrín. Innlendar Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir stuðning íslenska ríkisins við afreksíþróttir litlar í sögulegu samhengi. Vilji sé til að auka aðkomu ríkisins að afreksíþróttum í náinni framtíð. Þrátt fyrir að framlag íslenska ríkisins í Afrekssjóð ÍSÍ hafi hækkað um rúmar 20 milljónir króna í ár telja forystumenn í íþróttahreyfingunni að mun meira þurfi til að hlúa að okkar fremsta íþróttafólki þannig að vel sé við unað. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tekur undir það sjónarmið að aðkoma ríkisins mætti vera meiri. „Styrkir Afrekssjóðsins hafa verið tiltölulega lágir, eins og vitað er. Þegar við fórum í þá vinnu að hækka framlag ríkinsins skoðuðum við samanburð á milli Norðurlandanna í þessum efnum og sáum að sögulega séð hefur íslenska ríkið ekki verið að styðja mikið við afreksíþróttir," segir Katrín í samtali við Fréttablaðið. Í ár fengu fimm íþróttamenn úthlutað svokölluðum A-styrk sem er upp á 200 þúsund krónur á mánuði. Raunar er það svo að viðkomandi sérsambönd íþróttamannanna fá styrkina og sjá um að endurgreiða útlagðan kostnað íþróttafólksins, nánast eingöngu vegna keppnis- og æfingaferðalaga. Þegar kemur að daglegu uppihaldi þurfa íþróttamennirnir sjálfir að hugsa fyrir því. Þá ávinna styrkþegar sér engin launatengd réttindi eða neitt slíkt sem þekkist hjá almennum launþegum. „Þegar íþróttaferlinum lýkur á ég ekkert," sagði badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir við Fréttablaðið árið 2011. Vísaði hún til þess að eftir helgað sig íþrótt sinni alla sína fullorðinsævi stæði íslenskt íþróttafólk slypp og snautt að ferlinum loknum og margir í skuld. Þegar úthlutanir úr Afrekssjóði ÍSÍ voru tilkynntar í síðasta mánuði sögðu forráðamenn sambandsins núverandi fjárhag sjóðsins ekki bjóða upp á að haldið yrði utan um einhvers konar launakerfi fyrir afreksíþróttafólk. Undir þetta tekur Katrín. „Styrkirnir hafa verið það lágir að þeim hafi ekki getað fylgt nein réttindi. Sjóðurinn hefur ekki verið nægilega burðugur til þess," segir hún. „Framtíðarsýnin ætti að vera að minnsta kosti sú að A-styrkir séu það háir að það sé hægt að safna réttindum út á þá. Það myndi vissulega kalla á lagabreytingar og annað slíkt en sú krafa sem við höfum oftast heyrt er að fólk vilji hafa þetta í svipuðum farvegi og listamannalaun," segir Katrín. Hún staðfestir að engar viðræður við íþróttahreyfinguna um slíkar kerfisbreytingar hafi farið fram, né hafi komið fram formlegar tillögur að slíkum breytingum frá forystu ÍSÍ. „Ég hef áhuga á að gera langtímasamning við íþróttahreyfinguna um þessi mál og þætti eðlilegt að í slíku ferli yrði rætt um slíkar breytingar. Við höfum borið okkur saman við Norðurlöndin og örugglega hægt að finna gott fordæmi þaðan. Ég tel að það sé raunhæft að skoða slíkar breytingar," segir Katrín.
Innlendar Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Sjá meira