Blaðamaður á ystu nöf í lífi og starfi 28. febrúar 2013 13:00 Björn Thors fer með hlutverk drykkfellds blaðamanns í kvikmyndinni Þetta reddast. Börkur Gunnarsson leikstýrir myndinni og skrifar einnig handritið að henni. Íslenska kvikmyndin Þetta reddast verður frumsýnd í Sambíóunum annað kvöld. Myndin er fyrsta íslenska mynd Barkar Gunnarssonar, en áður hefur hann leikstýrt tékknesku myndinni Sterkt kaffi sem var frumsýnd árið 2004. Myndinni er lýst sem raunsærri gamanmynd og segir frá ungum blaðamanni sem kominn er á síðasta séns, bæði í vinnunni og í sambandinu, vegna óhóflegrar drykkju. Björn Thors fer með hlutverk blaðamannsins Villa sem reynir að bjarga sambandi sínu með því að bjóða kærustunni í rómantíska ferð á Búðir. Babb kemur í bátinn þegar ritstjóri blaðsins sendir Villa í vinnuferð í Búrfellsvirkjun sömu helgi og ferðin á Búðir var áætluð. Þar sem Villi er kominn á síðasta séns í vinnunni ákveður hann að slá tvær flugur í einu höggi og sameina vinnuferðina og rómantísku helgina með kærustunni. Með önnur hlutverk fara Guðrún Bjarnadóttir, sem leikur kærustu Villa, Jón Páll Eyjólfsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Halldór Gylfason, Ingvar E. Sigurðsson, Edda Björgvinsdóttir og Katla María Þorgeirsdóttir. Myndin var tekin upp í Reykjavík og við Búrfellsvirkjun sumarið 2009. Börkur segir eftirvinnslu myndarinnar hafa verið tímafreka og það útskýri hvers vegna myndin hafi ekki verið frumsýnd fyrr en núna. „Myndin var eiginlega alveg tilbúin árið 2010. Þá var ákveðið að fínisera nokkrar senur í klippiherberginu, þar sem hún festist í dágóðan tíma. Nú er hún orðin aðeins betri og allir sáttir,“ sagði Börkur í viðtali við Fréttablaðið í janúar. Börkur hefur starfað sem blaðamaður á hinum ýmsu miðlum og byggir handritið á reynslu sinni í blaðamannaheiminum. Hann segir alla miðla eiga sinn alka og telur að flestir muni kannast við týpuna sem Björn leikur. - sm Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Þetta reddast verður frumsýnd í Sambíóunum annað kvöld. Myndin er fyrsta íslenska mynd Barkar Gunnarssonar, en áður hefur hann leikstýrt tékknesku myndinni Sterkt kaffi sem var frumsýnd árið 2004. Myndinni er lýst sem raunsærri gamanmynd og segir frá ungum blaðamanni sem kominn er á síðasta séns, bæði í vinnunni og í sambandinu, vegna óhóflegrar drykkju. Björn Thors fer með hlutverk blaðamannsins Villa sem reynir að bjarga sambandi sínu með því að bjóða kærustunni í rómantíska ferð á Búðir. Babb kemur í bátinn þegar ritstjóri blaðsins sendir Villa í vinnuferð í Búrfellsvirkjun sömu helgi og ferðin á Búðir var áætluð. Þar sem Villi er kominn á síðasta séns í vinnunni ákveður hann að slá tvær flugur í einu höggi og sameina vinnuferðina og rómantísku helgina með kærustunni. Með önnur hlutverk fara Guðrún Bjarnadóttir, sem leikur kærustu Villa, Jón Páll Eyjólfsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Halldór Gylfason, Ingvar E. Sigurðsson, Edda Björgvinsdóttir og Katla María Þorgeirsdóttir. Myndin var tekin upp í Reykjavík og við Búrfellsvirkjun sumarið 2009. Börkur segir eftirvinnslu myndarinnar hafa verið tímafreka og það útskýri hvers vegna myndin hafi ekki verið frumsýnd fyrr en núna. „Myndin var eiginlega alveg tilbúin árið 2010. Þá var ákveðið að fínisera nokkrar senur í klippiherberginu, þar sem hún festist í dágóðan tíma. Nú er hún orðin aðeins betri og allir sáttir,“ sagði Börkur í viðtali við Fréttablaðið í janúar. Börkur hefur starfað sem blaðamaður á hinum ýmsu miðlum og byggir handritið á reynslu sinni í blaðamannaheiminum. Hann segir alla miðla eiga sinn alka og telur að flestir muni kannast við týpuna sem Björn leikur. - sm
Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira