Innlifun með Thurston, Kim og Yoko 28. febrúar 2013 16:00 Chimera útgáfan heitir eftir skepnu úr grískri goðafræði. Eitt af eftirminnilegustu atriðunum á Iceland Airwaves 2011 var Chimera-kvöldið í Norðurljósasal Hörpu. Þar kom Yoko Ono fram ásamt Plastic Ono Band, en einnig nokkur önnur nöfn sem tengjast útgáfunni sem sonur Yokoar, Sean Ono Lennon, stofnaði ásamt kærustunni Charlotte Kemp Muhl árið 2009. Chimera er nafnið á eldspúandi furðuveru úr grískri goðafræði. Hún er ljón að framan, geit í miðju og dreki að aftan. Með svona nafn er hægt að gera hvað sem er og það kemur engum á óvart að Chimera helgar sig tilraunkenndri tónlist að stórum hluta, þó að inn á milli leynist poppaðri hlutir. Á meðal listamanna útgáfunnar eru Sean sjálfur (kvikmyndaplatan Alter Egos er nýkomin út), stúlknadúettinn Kemp & Eden og japanska parið MI-GU sem einmitt spilaði í Hörpunni. Sú plata sem hefur vakið hvað mesta athygli er samt samstarfsplata Yokoar Ono, Thurstons Moore og Kim Gordon úr Sonic Youth. Platan, sem heitir einfaldlega YOKOKIMTHURSTON er fyrsta samstarfsverkefnið sem kemur út með Kim og Thurston frá því að þau slitu samvistum eftir 27 ára samband. Þau hafa lengi verið miklir aðdáendur Yokoar. Á plötunni eru sex verk sem flest eru nálægt tíu mínútum að lengd. Þetta er innlifunarkennd spunatónlist. Yoko syngur (eins og henni einni er lagið) og Kim og Thurston búa til misháværar gítarhljóðmyndir undir. Í laginu Running The Risk lesa þau svo tilviljanakennt upp úr blaðagreinum. Mjög í anda hugmyndalistar Yokoar. Platan hefur fengið misjafna dóma, enda er Yoko ekki allra. Breska blaðið Wire gaf henni samt mjög góða dóma. Yoko varð áttræð um daginn, en er enn á fullu. Hún treður reglulega upp með Ono Bandinu og mun sjá um að velja atriðin á Meltdown-tónlistarhátíðina í London í sumar. Tónlist Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Eitt af eftirminnilegustu atriðunum á Iceland Airwaves 2011 var Chimera-kvöldið í Norðurljósasal Hörpu. Þar kom Yoko Ono fram ásamt Plastic Ono Band, en einnig nokkur önnur nöfn sem tengjast útgáfunni sem sonur Yokoar, Sean Ono Lennon, stofnaði ásamt kærustunni Charlotte Kemp Muhl árið 2009. Chimera er nafnið á eldspúandi furðuveru úr grískri goðafræði. Hún er ljón að framan, geit í miðju og dreki að aftan. Með svona nafn er hægt að gera hvað sem er og það kemur engum á óvart að Chimera helgar sig tilraunkenndri tónlist að stórum hluta, þó að inn á milli leynist poppaðri hlutir. Á meðal listamanna útgáfunnar eru Sean sjálfur (kvikmyndaplatan Alter Egos er nýkomin út), stúlknadúettinn Kemp & Eden og japanska parið MI-GU sem einmitt spilaði í Hörpunni. Sú plata sem hefur vakið hvað mesta athygli er samt samstarfsplata Yokoar Ono, Thurstons Moore og Kim Gordon úr Sonic Youth. Platan, sem heitir einfaldlega YOKOKIMTHURSTON er fyrsta samstarfsverkefnið sem kemur út með Kim og Thurston frá því að þau slitu samvistum eftir 27 ára samband. Þau hafa lengi verið miklir aðdáendur Yokoar. Á plötunni eru sex verk sem flest eru nálægt tíu mínútum að lengd. Þetta er innlifunarkennd spunatónlist. Yoko syngur (eins og henni einni er lagið) og Kim og Thurston búa til misháværar gítarhljóðmyndir undir. Í laginu Running The Risk lesa þau svo tilviljanakennt upp úr blaðagreinum. Mjög í anda hugmyndalistar Yokoar. Platan hefur fengið misjafna dóma, enda er Yoko ekki allra. Breska blaðið Wire gaf henni samt mjög góða dóma. Yoko varð áttræð um daginn, en er enn á fullu. Hún treður reglulega upp með Ono Bandinu og mun sjá um að velja atriðin á Meltdown-tónlistarhátíðina í London í sumar.
Tónlist Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira