Ekki klikkar Cave Trausti Júlíusson skrifar 6. mars 2013 06:00 Tónlist. Nick Cave & The Bad Seeds. Push The Sky Away. Bad Seeds. Push The Sky Away er fimmtánda plata Nicks Cave & The Bad Seeds og sú fyrsta síðan Dig, Lazarus, Dig!!! kom út fyrir fimm árum. Hún er jafnframt fyrsta plata hljómsveitarinnar eftir að Mick Harvey sagði skilið við hana, en Harvey, sem var með Cave í Boys Next Door og Birthday Party í gamla daga, var einn af stofnendum Bad Seeds. Push The Sky Away hefur verið fylgt eftir með röð útgáfutónleika. Einhverja þeirra má sjá á netinu og Rás 2 útvarpaði beint frá tónleikunum í Berlín fyrir nokkrum dögum. Platan var tekin upp undir stjórn Nicks Launay. Push The Sky Away lætur frekar lítið yfir sér í fyrstu. Hún er gjörólík Dig, Lazarus, Dig!!! Lögin eru hægari og yfirbragðið rólegra. Við nánari hlustun lifnar platan við. Lagasmíðarnar eru kannski ekki alveg jafn sterkar og á sumum plötum Caves, en hljómurinn er einstaklega djúpur og hlýr og útsetningarnar og hljóðfæraleikurinn eru fyrsta flokks. Platan nýtur sín best spiluð á miklum styrk í góðum græjum. Þá heyrir maður öll smáatriðin sem eru að malla undir söngnum hjá Cave. Það eru eintómir snillingar í Bad Seeds, en Warren Ellis er sennilega fremstur meðal jafningja. Að auki koma nokkrir gestir við sögu, þ.á.m. blásarasveit sem spilar í hinu magnaða Higgs Bosom Blues, franskur barnakór og bakraddasöngvarar. Ferill Nicks Cave er orðinn nokkuð langur, en gæði þess sem hann sendir frá sér eru enn mjög mikil. Hvað textana varðar hefur hann líka alltaf eitthvað fram að færa. Á heildina litið er Push The Sky Away fín Nick Cave-plata. Ekki streyma henni í fartölvunni, kauptu eintak og spilaðu í alvöru græjum. Þannig virkar hún best. Niðurstaða: Gæðaplata í rólegri kantinum frá þessum gamla meistara. Push the Sky Away nýtur sín best spiluð á miklum styrk í góðum græjum. Gagnrýni Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Nick Cave & The Bad Seeds. Push The Sky Away. Bad Seeds. Push The Sky Away er fimmtánda plata Nicks Cave & The Bad Seeds og sú fyrsta síðan Dig, Lazarus, Dig!!! kom út fyrir fimm árum. Hún er jafnframt fyrsta plata hljómsveitarinnar eftir að Mick Harvey sagði skilið við hana, en Harvey, sem var með Cave í Boys Next Door og Birthday Party í gamla daga, var einn af stofnendum Bad Seeds. Push The Sky Away hefur verið fylgt eftir með röð útgáfutónleika. Einhverja þeirra má sjá á netinu og Rás 2 útvarpaði beint frá tónleikunum í Berlín fyrir nokkrum dögum. Platan var tekin upp undir stjórn Nicks Launay. Push The Sky Away lætur frekar lítið yfir sér í fyrstu. Hún er gjörólík Dig, Lazarus, Dig!!! Lögin eru hægari og yfirbragðið rólegra. Við nánari hlustun lifnar platan við. Lagasmíðarnar eru kannski ekki alveg jafn sterkar og á sumum plötum Caves, en hljómurinn er einstaklega djúpur og hlýr og útsetningarnar og hljóðfæraleikurinn eru fyrsta flokks. Platan nýtur sín best spiluð á miklum styrk í góðum græjum. Þá heyrir maður öll smáatriðin sem eru að malla undir söngnum hjá Cave. Það eru eintómir snillingar í Bad Seeds, en Warren Ellis er sennilega fremstur meðal jafningja. Að auki koma nokkrir gestir við sögu, þ.á.m. blásarasveit sem spilar í hinu magnaða Higgs Bosom Blues, franskur barnakór og bakraddasöngvarar. Ferill Nicks Cave er orðinn nokkuð langur, en gæði þess sem hann sendir frá sér eru enn mjög mikil. Hvað textana varðar hefur hann líka alltaf eitthvað fram að færa. Á heildina litið er Push The Sky Away fín Nick Cave-plata. Ekki streyma henni í fartölvunni, kauptu eintak og spilaðu í alvöru græjum. Þannig virkar hún best. Niðurstaða: Gæðaplata í rólegri kantinum frá þessum gamla meistara. Push the Sky Away nýtur sín best spiluð á miklum styrk í góðum græjum.
Gagnrýni Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira