Margt óunnið enn Elín Björg Jónsdóttir og formaður BSRB skrifa 8. mars 2013 06:00 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur í dag. Uppruna dagsins er að rekja til ársins 1910 er fjölmargar konur frá ólíkum löndum söfnuðust saman og ákváðu að haldinn skyldi árlega alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Fyrstu árin voru baráttumálefnin kosningaréttur kvenna og samstaða verkakvenna. Þótt margt hafi áunnist í baráttunni fyrir jöfnum rétti frá því baráttudagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur er enn fyllsta ástæða fyrir áframhaldandi baráttu kvenna. Baráttu kvenna fyrir auknu jafnrétti, á vinnumarkaði, innan menntastofnana sem og á heimilunum. Því er mikilvægt að halda heiðri þessa dags áfram á lofti, sýna samstöðu um vilja til breytinga og leggja okkar af mörkum til að breyta hugsunarhætti til að stuðla að frekari jöfnuði í framtíðinni. Í tilefni dagsins verður í dag sem fyrri ár haldinn hádegisverðarfundur á Grand Hóteli en í ár verður áhersla lögð á vakningu umræðu um kynskiptan vinnumarkað. Yfirskrift fundarins er: Kynhlutverk og kynskiptur vinnumarkaður – ný kynslóð, nýjar hugmyndir? Á Íslandi búum við enn við nokkuð kynskiptan vinnumarkað sem birtist skýrt í hugmyndum fólks um „hefðbundin kvennastörf“ og „hefðbundin karlastörf“. Mikilvægt er komast að því hvað veldur þeirri kynjaskiptingu sem virðist vera innbyggð í íslenskan vinnumarkað. BSRB hefur margsinnis lýst þeim vilja sínum að farið verði ofan í kjölinn á því hvað veldur svo mikilli kynskiptingu á vinnumarkaði sem raunin er. Bandalagið hefur lýst þeirri skoðun sinni að hið opinbera verði að koma að því verkefni, enda þarf að greina á hverju starfsval ungs fólks byggir. Öðruvísi erum við ófær um að brjóta upp núverandi mynstur og auka fjölbreytni. Viðfangsefni okkar hlýtur að vera að búa þannig í haginn að komandi kynslóðir líti ekki á ákveðin störf sem annaðhvort störf fyrir karla eða konur. Um leið og ég óska öllum til hamingju með daginn hvet ég alla til að kynna sér þá viðburði sem fram fara í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna og taka þátt. Samstaða okkar allra er það eina sem getur breytt hugmyndum okkar um kynhlutverk á vinnumarkaði, stuðlað að frekara jafnrétti og gefið komandi kynslóðum meira val og meiri fjölbreytni, samfélaginu öllu til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur í dag. Uppruna dagsins er að rekja til ársins 1910 er fjölmargar konur frá ólíkum löndum söfnuðust saman og ákváðu að haldinn skyldi árlega alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Fyrstu árin voru baráttumálefnin kosningaréttur kvenna og samstaða verkakvenna. Þótt margt hafi áunnist í baráttunni fyrir jöfnum rétti frá því baráttudagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur er enn fyllsta ástæða fyrir áframhaldandi baráttu kvenna. Baráttu kvenna fyrir auknu jafnrétti, á vinnumarkaði, innan menntastofnana sem og á heimilunum. Því er mikilvægt að halda heiðri þessa dags áfram á lofti, sýna samstöðu um vilja til breytinga og leggja okkar af mörkum til að breyta hugsunarhætti til að stuðla að frekari jöfnuði í framtíðinni. Í tilefni dagsins verður í dag sem fyrri ár haldinn hádegisverðarfundur á Grand Hóteli en í ár verður áhersla lögð á vakningu umræðu um kynskiptan vinnumarkað. Yfirskrift fundarins er: Kynhlutverk og kynskiptur vinnumarkaður – ný kynslóð, nýjar hugmyndir? Á Íslandi búum við enn við nokkuð kynskiptan vinnumarkað sem birtist skýrt í hugmyndum fólks um „hefðbundin kvennastörf“ og „hefðbundin karlastörf“. Mikilvægt er komast að því hvað veldur þeirri kynjaskiptingu sem virðist vera innbyggð í íslenskan vinnumarkað. BSRB hefur margsinnis lýst þeim vilja sínum að farið verði ofan í kjölinn á því hvað veldur svo mikilli kynskiptingu á vinnumarkaði sem raunin er. Bandalagið hefur lýst þeirri skoðun sinni að hið opinbera verði að koma að því verkefni, enda þarf að greina á hverju starfsval ungs fólks byggir. Öðruvísi erum við ófær um að brjóta upp núverandi mynstur og auka fjölbreytni. Viðfangsefni okkar hlýtur að vera að búa þannig í haginn að komandi kynslóðir líti ekki á ákveðin störf sem annaðhvort störf fyrir karla eða konur. Um leið og ég óska öllum til hamingju með daginn hvet ég alla til að kynna sér þá viðburði sem fram fara í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna og taka þátt. Samstaða okkar allra er það eina sem getur breytt hugmyndum okkar um kynhlutverk á vinnumarkaði, stuðlað að frekara jafnrétti og gefið komandi kynslóðum meira val og meiri fjölbreytni, samfélaginu öllu til góða.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar