Viljum ekki skerða hlut neins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. mars 2013 07:00 Tekist á eftir leik. Kristín Harpa Hálfdánardóttir, íþróttastjóri Rúv, ýtir hér ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis af keppnisgólfinu. mynd/sport.is/hilmar þór guðmundsson Framkvæmdastjóri Rúv segir atvik sem kom upp eftir bikarúrslitaleik karla í handbolta óheppilegt. Framkvæmdastjóri HSÍ segir að reglur hafi verið í gildi á leiknum en að upplýsingagjöf hafi verið ábótavant. „Það átti sér stað óheppilegt atvik í lok úrslitaleiks karla í handbolta sem við erum að fara yfir." Þetta segir Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rúv, um uppákomu sem átti sér stað á milli Kristínar Hörpu Hálfdánardóttur, íþróttastjóra Rúv, og Daníels Rúnarssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins. Bjarni vildi ekki tjá sig frekar um atvikið sem kom upp eftir leikinn, Eftir að ÍR tryggði sér sigur í bikarkeppninni á sunnudag ætlaði Daníel að fara inn á keppnisgólfið til að mynda fögnuð ÍR-inga, eins og venja hefur verið á íþróttakappleikjum hérlendis til margra ára. Það gekk ekki eftir og fyrir vikið gátu Fréttablaðið og Vísir ekki þjónustað lesendur á sama máta og verið hefur og ætlunin var að gera nú. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að nýjar reglur hafi verið settar um framkvæmd leikjanna um helgina. Meðal þeirra var að ljósmyndarar mættu ekki fara inn á keppnisgólfið strax eftir leik til að trufla ekki sjónvarpsútsendingu Rúv, rétthafa bikarkeppninnar í handbolta. „Grundvallaratriði í þessu máli er að ákveðin skilaboð virðast ekki hafa skilað sér til viðkomandi aðila," segir Einar. Hann segir að þó svo að það hafi tíðkast á handboltaleikjum hérlendis í mörg ár að ljósmyndarar myndi fögnuð leikmanna strax eftir leik sé slíkt óþekkt á sambærilegum leikjum í Evrópu. „Við búum til að mynda við mjög strangar vinnureglur í kringum alþjóðlega leiki og þó svo að þetta sé litla Ísland þá viljum við vanda til og passa upp á að allt gangi vel fyrir sig," segir Einar. „Þeir ljósmyndarar sem hafa til dæmis myndað á stórmótum landsliðs erlendis þekkja það vel." Einar segir að HSÍ muni taka þessi mál til skoðunar, ekki síst í þeim tilgangi að gefa öllum fjölmiðlum tækifæri á að nálgast myndefnið á fullnægjandi máta. „Við ætluðum okkur ekki að skerða hlut neins fjölmiðils. Það eru engu að síður ákveðnar reglur sem gilda í kringum íþróttakappleiki og menn þurfa að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að búa þannig um hnútana að allir geti vel við unað," segir Einar en upplýsingar um þessar reglur bárust ekki ljósmyndadeild 365 fyrir leikinn. Einar segir þó að starfsmenn fréttamiðla eigi ekki að sjá til þess að reglunum sé framfylgt. „Það er gæsla á leiknum og þeir aðilar eiga að passa upp á þetta – ekki starfsmenn fréttamiðla," segir Einar. Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, gerði alvarlegar athugasemdir við framferði Kristínar Hörpu. „Það er algjörlega fáránlegt að það sé gengið í skrokk á fólki," sagði Rakel. „Það var ekki talað við Daníel heldur var honum einfaldlega ýtt út af vellinum. Það hefði þurft að senda út tilkynningu um þetta fyrir fram að það megi ekki mynda viðburðinn. Ljósmyndararnir sátu allan leikinn og voru svo skyndilega stöðvaðir. Mér finnst þetta algjörlega til skammar," segir Rakel. Von er á yfirlýsingu frá félaginu í dag. Pjetur Sigurðsson, yfirmaður ljósmyndadeildar 365, staðfestir að deildinni hafi ekki borist neinar upplýsingar um breyttar reglur um aðgengi ljósmyndara fyrir bikarúrslitaleikina. „Þetta var óheppilegt atvik en okkur bárust aldrei neinar upplýsingar um neins konar starfsreglur sem áttu að vera í gildi. Það komu ekki heldur fram neinar ábendingar um slíkt á fundi HSÍ með fjölmiðlafólki í síðustu viku. Þann fund sat ég,“ áréttar Pjetur. Olís-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Sjá meira
Framkvæmdastjóri Rúv segir atvik sem kom upp eftir bikarúrslitaleik karla í handbolta óheppilegt. Framkvæmdastjóri HSÍ segir að reglur hafi verið í gildi á leiknum en að upplýsingagjöf hafi verið ábótavant. „Það átti sér stað óheppilegt atvik í lok úrslitaleiks karla í handbolta sem við erum að fara yfir." Þetta segir Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rúv, um uppákomu sem átti sér stað á milli Kristínar Hörpu Hálfdánardóttur, íþróttastjóra Rúv, og Daníels Rúnarssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins. Bjarni vildi ekki tjá sig frekar um atvikið sem kom upp eftir leikinn, Eftir að ÍR tryggði sér sigur í bikarkeppninni á sunnudag ætlaði Daníel að fara inn á keppnisgólfið til að mynda fögnuð ÍR-inga, eins og venja hefur verið á íþróttakappleikjum hérlendis til margra ára. Það gekk ekki eftir og fyrir vikið gátu Fréttablaðið og Vísir ekki þjónustað lesendur á sama máta og verið hefur og ætlunin var að gera nú. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að nýjar reglur hafi verið settar um framkvæmd leikjanna um helgina. Meðal þeirra var að ljósmyndarar mættu ekki fara inn á keppnisgólfið strax eftir leik til að trufla ekki sjónvarpsútsendingu Rúv, rétthafa bikarkeppninnar í handbolta. „Grundvallaratriði í þessu máli er að ákveðin skilaboð virðast ekki hafa skilað sér til viðkomandi aðila," segir Einar. Hann segir að þó svo að það hafi tíðkast á handboltaleikjum hérlendis í mörg ár að ljósmyndarar myndi fögnuð leikmanna strax eftir leik sé slíkt óþekkt á sambærilegum leikjum í Evrópu. „Við búum til að mynda við mjög strangar vinnureglur í kringum alþjóðlega leiki og þó svo að þetta sé litla Ísland þá viljum við vanda til og passa upp á að allt gangi vel fyrir sig," segir Einar. „Þeir ljósmyndarar sem hafa til dæmis myndað á stórmótum landsliðs erlendis þekkja það vel." Einar segir að HSÍ muni taka þessi mál til skoðunar, ekki síst í þeim tilgangi að gefa öllum fjölmiðlum tækifæri á að nálgast myndefnið á fullnægjandi máta. „Við ætluðum okkur ekki að skerða hlut neins fjölmiðils. Það eru engu að síður ákveðnar reglur sem gilda í kringum íþróttakappleiki og menn þurfa að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að búa þannig um hnútana að allir geti vel við unað," segir Einar en upplýsingar um þessar reglur bárust ekki ljósmyndadeild 365 fyrir leikinn. Einar segir þó að starfsmenn fréttamiðla eigi ekki að sjá til þess að reglunum sé framfylgt. „Það er gæsla á leiknum og þeir aðilar eiga að passa upp á þetta – ekki starfsmenn fréttamiðla," segir Einar. Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, gerði alvarlegar athugasemdir við framferði Kristínar Hörpu. „Það er algjörlega fáránlegt að það sé gengið í skrokk á fólki," sagði Rakel. „Það var ekki talað við Daníel heldur var honum einfaldlega ýtt út af vellinum. Það hefði þurft að senda út tilkynningu um þetta fyrir fram að það megi ekki mynda viðburðinn. Ljósmyndararnir sátu allan leikinn og voru svo skyndilega stöðvaðir. Mér finnst þetta algjörlega til skammar," segir Rakel. Von er á yfirlýsingu frá félaginu í dag. Pjetur Sigurðsson, yfirmaður ljósmyndadeildar 365, staðfestir að deildinni hafi ekki borist neinar upplýsingar um breyttar reglur um aðgengi ljósmyndara fyrir bikarúrslitaleikina. „Þetta var óheppilegt atvik en okkur bárust aldrei neinar upplýsingar um neins konar starfsreglur sem áttu að vera í gildi. Það komu ekki heldur fram neinar ábendingar um slíkt á fundi HSÍ með fjölmiðlafólki í síðustu viku. Þann fund sat ég,“ áréttar Pjetur.
Olís-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Sjá meira