Vonandi nógu sjóaður Gunnþóra Guðmundsdóttir skrifar 23. mars 2013 07:00 Hluti af saumaklúbbnum. Hér situr Daði gegnt þeim Jóni Axel Björnssyni listmálara og Aðalsteini Ingólfssyni listfræðingi. Mynd/GVA Daði Guðbjörnsson listmálari sýnir nú í fyrsta sinn á Mokka þótt hann sitji þar til borðs á hverjum degi með öðrum séníum. Þar með rætist gamall draumur. "Ég er alltaf á Mokka í hádeginu. Það er hópur karla sem hittist þar – góður saumaklúbbur. Við saumum kannski ekki mikið nema þá hver að öðrum. Þarna eru þrír frambjóðendur til Alþingis, Aðalsteinn listfræðingur og alls konar séní. Einn er Jónas Viðar, myndlistarmaður að norðan. Við erum alltaf að reyna að gera hann að Sunnlendingi en það gengur illa, hann hefur svo einbeittan brotavilja." Daði hefur aldrei sýnt áður á Mokka þó hann sé þar kostgangari. "Ég ætlaði að sýna þar þegar ég var 16 ára en Hringur Jóhannesson listmálari bað mig að bíða aðeins með það. Nú er hann því miður farinn og ég næ ekki sambandi við hann en vona að ég sé orðinn nógu sjóaður." Hann kveðst alltaf vera að. "Eins og Tolli segir þá er þetta eins og á Vestfjarðatogurunum, ef stætt er á dekki þá hanga menn uppi. Ég er samt ekki alveg eins harður og Tolli." Sýningin heitir Eins og myndirnar á Mokka. Titillinn er sóttur í dægurlagatexta eftir Ragnar Jóhannesson. Myndirnar eru allar olíumálverk unnin á síðustu árum, að sögn Daða. "Ég geri í því að hafa ekkert þema í þessari sýningu heldur eru verkin hver úr sinni áttinni. Ég var með sýningu á Kjarvalsstöðum fyrir rúmu ári. Hún var hugsuð sem heild. Nú hvíli ég mig á öllu svoleiðis og er mjög frjálslegur. En þessi verk eru frekar lítil, búin að vera lengi í vinnslu og eru kannski svolítið fáguð, ég veit það ekki. Þau þola að minnsta kosti nálægð og passa vel á kaffihúsi."En eru þau til sölu? "Ef einhver á pening í kreppunni. Ég hef alltaf verið að selja venjulegu fólki, komst aldrei inn á útrásarvíkingamarkaðinn og í hina háu prísa." Daði kveðst hafa byrjað sem unglingur að mála en ekki gert ráð fyrir því þá að verða atvinnumálari mest alla ævina. "Ég hef lifað af listinni frá því ég var í skóla. Reyndar kenndi ég dálítið með framan af en síðari árin hef ég ekki unnið aðra vinnu. Ég er heldur ekki með stóra fjölskyldu og á skilningsríka konu, sem gerir þetta allt miklu auðveldara."Eitt verka Daða á sýningunni á Mokka.. Menning Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Sjá meira
Daði Guðbjörnsson listmálari sýnir nú í fyrsta sinn á Mokka þótt hann sitji þar til borðs á hverjum degi með öðrum séníum. Þar með rætist gamall draumur. "Ég er alltaf á Mokka í hádeginu. Það er hópur karla sem hittist þar – góður saumaklúbbur. Við saumum kannski ekki mikið nema þá hver að öðrum. Þarna eru þrír frambjóðendur til Alþingis, Aðalsteinn listfræðingur og alls konar séní. Einn er Jónas Viðar, myndlistarmaður að norðan. Við erum alltaf að reyna að gera hann að Sunnlendingi en það gengur illa, hann hefur svo einbeittan brotavilja." Daði hefur aldrei sýnt áður á Mokka þó hann sé þar kostgangari. "Ég ætlaði að sýna þar þegar ég var 16 ára en Hringur Jóhannesson listmálari bað mig að bíða aðeins með það. Nú er hann því miður farinn og ég næ ekki sambandi við hann en vona að ég sé orðinn nógu sjóaður." Hann kveðst alltaf vera að. "Eins og Tolli segir þá er þetta eins og á Vestfjarðatogurunum, ef stætt er á dekki þá hanga menn uppi. Ég er samt ekki alveg eins harður og Tolli." Sýningin heitir Eins og myndirnar á Mokka. Titillinn er sóttur í dægurlagatexta eftir Ragnar Jóhannesson. Myndirnar eru allar olíumálverk unnin á síðustu árum, að sögn Daða. "Ég geri í því að hafa ekkert þema í þessari sýningu heldur eru verkin hver úr sinni áttinni. Ég var með sýningu á Kjarvalsstöðum fyrir rúmu ári. Hún var hugsuð sem heild. Nú hvíli ég mig á öllu svoleiðis og er mjög frjálslegur. En þessi verk eru frekar lítil, búin að vera lengi í vinnslu og eru kannski svolítið fáguð, ég veit það ekki. Þau þola að minnsta kosti nálægð og passa vel á kaffihúsi."En eru þau til sölu? "Ef einhver á pening í kreppunni. Ég hef alltaf verið að selja venjulegu fólki, komst aldrei inn á útrásarvíkingamarkaðinn og í hina háu prísa." Daði kveðst hafa byrjað sem unglingur að mála en ekki gert ráð fyrir því þá að verða atvinnumálari mest alla ævina. "Ég hef lifað af listinni frá því ég var í skóla. Reyndar kenndi ég dálítið með framan af en síðari árin hef ég ekki unnið aðra vinnu. Ég er heldur ekki með stóra fjölskyldu og á skilningsríka konu, sem gerir þetta allt miklu auðveldara."Eitt verka Daða á sýningunni á Mokka..
Menning Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Sjá meira