Tókum okkur í gegn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. mars 2013 07:00 Rakel Dögg segir að landsliðskonurnar hafi verið óánægðar með gengið á EM og tekið fast á sínum málum eftir mótið. Fréttablaðið/Stefán Handbolti Íslenska landsliðið í handbolta gaf um helgina skýr skilaboð með tveimur frábærum sigrum á sterku liði Svía í æfingaleikjum hér á landi. Svíar, sem léku til úrslita á EM 2010, mættu til leiks með sterkt lið en aðeins vantaði skyttuna Linnea Torstenson. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Svíum í 49 ár eða frá því að kvennalandsliðið vann 5-4 sigur á Svíþjóð á leið sinni að Norðurlandameistaratitlinum árið 1964. „Það er alltaf hægt að koma á óvart í einum leik en mér fannst það mikið styrkleikamerki að við náðum að vinna báða leikina," sagði Rakel Dögg í samtali við Fréttablaðið. „Það var í raun frábært afrek." Ísland náði sér ekki á strik á EM í Serbíu nú í desember síðastliðnum en stelpurnar töpuðu öllum leikjum sínum þar. Rakel segir að það hafi verið merkjanlega betri liðsandi í hópnum í leikjunum um helgina heldur en þá. „Neistinn kom aftur. Eftir EM ræddum við sérstaklega um að það hafi vantað upp á bæði liðsheild og stemningu í liðinu. Við höfðum svo sem engar skýringar á því en ræddum það vel og lengi. Við tókum okkur í gegn og það hefur skilað sér, bæði á æfingu og í leikjum." Rakel segir að aðkoma Viðars Halldórssonar íþróttafélagsfræðings hafi haft mikið að segja. „Hann hefur hjálpað okkur með andlega þáttinn, bæði með því að halda fyrirlestra um hin ýmsu mál og vera með okkur á einstaklingsfundum. Það hefur Ágúst landsliðsþjálfari einnig gert," segir Rakel og lofaði hún forráðamenn HSÍ fyrir að fá Viðar til að aðstoða liðið. „Hann er nú orðinn hluti af landsliðsteyminu og hefur þegar hjálpað okkur mjög mikið. Það er ekkert vafamál," bætir hún við.Ramune og Flora frábærar Á tæpu ári hafa tveir leikmenn bæst í íslenska landsliðið sem eru af erlendu bergi brotnir. Skyttan Ramune Pekarskyte fæddist í Litháen en fékk ríkisborgararétt um mitt ár í fyrra. Svo bættist markvörðurinn Florentina Stanciu, sem lék áður með rúmenska landsliðinu, í hópinn fyrr í þessum mánuði. Báðar þekkja vel til íslensks handbolta eftir að hafa spilað hér á landi í fjöldamörg ár. Rakel Dögg, sem spilaði með Florentinu hjá Stjörnunni á sínum tíma, segir þær báðar styrkja liðið mikið. „Fyrir utan það hversu góðar þær eru í handbolta eru þetta frábærar stelpur sem falla mjög vel inn í hópinn. Flora er einn besti markvörður heims að mínu mati og hefur unnið mjög vel með [Guðnýju] Jennýju [Ásmundsdóttur] á æfingum og í leikjum. Þær mynda mjög sterkt markvarðateymi," segir Rakel. „Svo var Ramune frábær í þessum leikjum gegn Svíum. Á EM var hún nýkomin inn í landsliðið og hafði nýlega verið meidd þar að auki, en um helgina sýndi hún sitt rétta andlit."Eigum möguleika gegn Tékkum Það ræðst í byrjun júní hvort Ísland kemst á HM í handbolta sem haldið verður í Serbíu í desember næstkomandi. Liðið mætir þá Tékkum heima og að heiman. „Tékkar eru með frábært lið en við erum líka góðar þegar við spilum vel. Við eigum möguleika en þurfum þá að spila eins og manneskjur." Íslenski handboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira
Handbolti Íslenska landsliðið í handbolta gaf um helgina skýr skilaboð með tveimur frábærum sigrum á sterku liði Svía í æfingaleikjum hér á landi. Svíar, sem léku til úrslita á EM 2010, mættu til leiks með sterkt lið en aðeins vantaði skyttuna Linnea Torstenson. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Svíum í 49 ár eða frá því að kvennalandsliðið vann 5-4 sigur á Svíþjóð á leið sinni að Norðurlandameistaratitlinum árið 1964. „Það er alltaf hægt að koma á óvart í einum leik en mér fannst það mikið styrkleikamerki að við náðum að vinna báða leikina," sagði Rakel Dögg í samtali við Fréttablaðið. „Það var í raun frábært afrek." Ísland náði sér ekki á strik á EM í Serbíu nú í desember síðastliðnum en stelpurnar töpuðu öllum leikjum sínum þar. Rakel segir að það hafi verið merkjanlega betri liðsandi í hópnum í leikjunum um helgina heldur en þá. „Neistinn kom aftur. Eftir EM ræddum við sérstaklega um að það hafi vantað upp á bæði liðsheild og stemningu í liðinu. Við höfðum svo sem engar skýringar á því en ræddum það vel og lengi. Við tókum okkur í gegn og það hefur skilað sér, bæði á æfingu og í leikjum." Rakel segir að aðkoma Viðars Halldórssonar íþróttafélagsfræðings hafi haft mikið að segja. „Hann hefur hjálpað okkur með andlega þáttinn, bæði með því að halda fyrirlestra um hin ýmsu mál og vera með okkur á einstaklingsfundum. Það hefur Ágúst landsliðsþjálfari einnig gert," segir Rakel og lofaði hún forráðamenn HSÍ fyrir að fá Viðar til að aðstoða liðið. „Hann er nú orðinn hluti af landsliðsteyminu og hefur þegar hjálpað okkur mjög mikið. Það er ekkert vafamál," bætir hún við.Ramune og Flora frábærar Á tæpu ári hafa tveir leikmenn bæst í íslenska landsliðið sem eru af erlendu bergi brotnir. Skyttan Ramune Pekarskyte fæddist í Litháen en fékk ríkisborgararétt um mitt ár í fyrra. Svo bættist markvörðurinn Florentina Stanciu, sem lék áður með rúmenska landsliðinu, í hópinn fyrr í þessum mánuði. Báðar þekkja vel til íslensks handbolta eftir að hafa spilað hér á landi í fjöldamörg ár. Rakel Dögg, sem spilaði með Florentinu hjá Stjörnunni á sínum tíma, segir þær báðar styrkja liðið mikið. „Fyrir utan það hversu góðar þær eru í handbolta eru þetta frábærar stelpur sem falla mjög vel inn í hópinn. Flora er einn besti markvörður heims að mínu mati og hefur unnið mjög vel með [Guðnýju] Jennýju [Ásmundsdóttur] á æfingum og í leikjum. Þær mynda mjög sterkt markvarðateymi," segir Rakel. „Svo var Ramune frábær í þessum leikjum gegn Svíum. Á EM var hún nýkomin inn í landsliðið og hafði nýlega verið meidd þar að auki, en um helgina sýndi hún sitt rétta andlit."Eigum möguleika gegn Tékkum Það ræðst í byrjun júní hvort Ísland kemst á HM í handbolta sem haldið verður í Serbíu í desember næstkomandi. Liðið mætir þá Tékkum heima og að heiman. „Tékkar eru með frábært lið en við erum líka góðar þegar við spilum vel. Við eigum möguleika en þurfum þá að spila eins og manneskjur."
Íslenski handboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira