Skrælingjadraumar Karen Kjartansdóttir skrifar 30. mars 2013 06:00 Grænland er spennandi draumaland á hverfanda hveli í bókstaflegri merkingu. Þegar ég var yngri blundaði í mér draumur um að kynnast grænlenskum veiðimanni og njóta ásta með honum í snjóhúsi á hjara veraldar á meðan vindurinn geisaði um hjarn en norðurljós dönsuðu á himni í köldum bjarma starandi stjarna. En nóg um það. Þessi draumur blundar ekki lengur í brjósti mér en hugsanlegt er að eitthvað eimi enn af honum í undirmeðvitundinni, í það minnsta hlusta ég fremur mikið á grænlensku útvarpsstöðina Kalaallit Nunaata Radioa í gegnum snjallsímann minn þótt ég skilji ekki orð (kannski er það þess vegna sem ég þoli við). Grænlenskir stjórnmálamenn eru líka spennandi. Kuupik Kleist, fyrrverandi forsætisráðherra heimastjórnar Grænlands, er merkilegur maður. Faðir hans var danskur loftskeytamaður sem sinnti tímabundnu verkefni í þorpinu sumarið "57. Í þorpinu hitti hann unga stúlku sem var bæði mállaus og heyrnarlaus en loftskeytamanninum tókst að senda henni nógu skýr skilaboð og saman gátu þau barn. Reyndar var faðirinn á bak og burt þegar drengurinn Kuupik kom í heiminn og hafði ekki meira samband. Kuupik litli var alinn upp hjá frænku sinni sem þótti drengurinn bráðger og efnilegur. Sem unglingur var hann því sendur aleinn til Danmerkur í nám þótt ekkert kynni hann í dönsku. Þegar hann sneri aftur voru æskuslóðir hans orðnar að eyðibæ þar sem námuvinnslunni þar hafði verið hætt. Hann naut einnig vinsælda sem söngvari og hefur verið kallaður hinn grænlenski Leonard Cohen. Þið getið rétt ímyndað ykkur hve ljúfsárt það væri að heyra hann syngja lagið Waiting for a Miracle. Núverandi forsætisráðherra heimastjórnar Grænlands er ekki síður áhugaverð manneskja. Aleqa Hammond missti ung föður sinn í veiðiferð. Hún fór út í heim 15 ára gömul og byrjaði að sjá fyrir sér. Kleist hefur svo sem ekkert verið þekktur fyrir linkind í garð stórfyrirtækja en Aleqa geldur þeim enn meiri varhug og vill sjá til þess að þau greiði skatta jafnt í góðæri sem í kreppu og hlunnfari ekki samfélagið. Grænland eigi ekki að vera verstöð stórfyrirtækja og mengun og umhverfisspjöll eigi ekki að vera ókeypis. Auðlindamálin eru aðalmálin á Grænlandi enda telja margir að framtíð fjarskiptamarkaðarins eigi allt sitt undir ákvörðunum grænlensku heimastjórnarinnar á næstu árum, þar í landi eru jú málmarnir sem nauðsynlegir eru framgangi tækninnar. Mér þykir gott til þess að vita að þar eru ekki skrælingjar á valdastólum sem láta glepjast við gylliboðum erlendra auðhringja. Mér varð svona hugsað til þeirra þegar ég hlustaði á fréttir af stórfyrirtækjum sem náðu að sannfæra íslenska kollega þeirra Kleists og Hammond um að það væri ástæðulaust að þau þyrftu að borga skatta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Grænland er spennandi draumaland á hverfanda hveli í bókstaflegri merkingu. Þegar ég var yngri blundaði í mér draumur um að kynnast grænlenskum veiðimanni og njóta ásta með honum í snjóhúsi á hjara veraldar á meðan vindurinn geisaði um hjarn en norðurljós dönsuðu á himni í köldum bjarma starandi stjarna. En nóg um það. Þessi draumur blundar ekki lengur í brjósti mér en hugsanlegt er að eitthvað eimi enn af honum í undirmeðvitundinni, í það minnsta hlusta ég fremur mikið á grænlensku útvarpsstöðina Kalaallit Nunaata Radioa í gegnum snjallsímann minn þótt ég skilji ekki orð (kannski er það þess vegna sem ég þoli við). Grænlenskir stjórnmálamenn eru líka spennandi. Kuupik Kleist, fyrrverandi forsætisráðherra heimastjórnar Grænlands, er merkilegur maður. Faðir hans var danskur loftskeytamaður sem sinnti tímabundnu verkefni í þorpinu sumarið "57. Í þorpinu hitti hann unga stúlku sem var bæði mállaus og heyrnarlaus en loftskeytamanninum tókst að senda henni nógu skýr skilaboð og saman gátu þau barn. Reyndar var faðirinn á bak og burt þegar drengurinn Kuupik kom í heiminn og hafði ekki meira samband. Kuupik litli var alinn upp hjá frænku sinni sem þótti drengurinn bráðger og efnilegur. Sem unglingur var hann því sendur aleinn til Danmerkur í nám þótt ekkert kynni hann í dönsku. Þegar hann sneri aftur voru æskuslóðir hans orðnar að eyðibæ þar sem námuvinnslunni þar hafði verið hætt. Hann naut einnig vinsælda sem söngvari og hefur verið kallaður hinn grænlenski Leonard Cohen. Þið getið rétt ímyndað ykkur hve ljúfsárt það væri að heyra hann syngja lagið Waiting for a Miracle. Núverandi forsætisráðherra heimastjórnar Grænlands er ekki síður áhugaverð manneskja. Aleqa Hammond missti ung föður sinn í veiðiferð. Hún fór út í heim 15 ára gömul og byrjaði að sjá fyrir sér. Kleist hefur svo sem ekkert verið þekktur fyrir linkind í garð stórfyrirtækja en Aleqa geldur þeim enn meiri varhug og vill sjá til þess að þau greiði skatta jafnt í góðæri sem í kreppu og hlunnfari ekki samfélagið. Grænland eigi ekki að vera verstöð stórfyrirtækja og mengun og umhverfisspjöll eigi ekki að vera ókeypis. Auðlindamálin eru aðalmálin á Grænlandi enda telja margir að framtíð fjarskiptamarkaðarins eigi allt sitt undir ákvörðunum grænlensku heimastjórnarinnar á næstu árum, þar í landi eru jú málmarnir sem nauðsynlegir eru framgangi tækninnar. Mér þykir gott til þess að vita að þar eru ekki skrælingjar á valdastólum sem láta glepjast við gylliboðum erlendra auðhringja. Mér varð svona hugsað til þeirra þegar ég hlustaði á fréttir af stórfyrirtækjum sem náðu að sannfæra íslenska kollega þeirra Kleists og Hammond um að það væri ástæðulaust að þau þyrftu að borga skatta.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun