Óttanum snúið í sigurvissu Ólafur Þ. Stephensen skrifar 30. mars 2013 06:00 Fyrir kristinn mann er auðvelt að vera orðinn svolítið niðurdreginn á laugardaginn fyrir páska, eftir allan passíusálmalesturinn undanfarna daga, píslargöngurnar og frásagnir af pínu og dauða Jesú Krists fyrir tvö þúsund árum. Þannig var líka komið á þessum sama degi á sínum tíma fyrir fylgjendum Krists, þeim sem urðu fyrsti vísirinn að kirkju hans. Þeir voru hræddir, vonlausir og margir vantrúaðir. Þetta hugarástand er samt í rauninni nauðsynlegt til þess að við getum leyft okkur að njóta hátíðarstemmningarinnar á páskadagsmorgni og endurheimta þá gleði og sigurvissu sem fylgir frásögninni af upprisu Jesú Krists. Hún er öflugasta uppspretta trúarvissu kristinna manna; gröfin var opin, frelsarinn upprisinn. Hann hafði sigrað sjálfan dauðann. Fylgjendur hans breiddu fagnaðarerindið út um allan heiminn. Eins og Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir í viðtali í Fréttablaðinu í dag má sækja í þessa sögu leiðsögn í lífi okkar sjálfra: „Þegar við erfiðleika er að etja er gott að líta til upprisunnar og nú hefur þjóðin gengið í gegnum efnahagsþrengingar, hálfgerðan föstutíma, þá er gott að hafa páskasólina fyrir augum." Biskupinn talar líka um stöðu þjóðkirkjunnar í viðtalinu. Að mörgu leyti má segja að hún hafi verið hnípinn söfnuður undanfarin ár. Það hefur einfaldlega gengið illa; umræðan hefur verið neikvæð, fólki í kirkjunni hefur fækkað og að henni verið þrengt á ýmsa vegu. Kirkjan hefur lent í basli með viðbrögð sín við að minnsta kosti þrenns konar samfélagsþróun; mannréttindabaráttu samkynhneigðra, sviptingu hulu leyndar og þöggunar af kynferðisbrotum og fjölmenningarvæðingu Íslands, sem felur meðal annars í sér að samkeppni lífsskoðana er harðari og það er liðin tíð að nánast allir sæki sína andlegu leiðsögn til kirkjunnar. Þessi staða er ekkert einsdæmi hjá kristnum kirkjudeildum, hvorki hér á landi né úti um heim. Þær standa víða höllum fæti. Nýlega var hér í blaðinu úttekt á því hvernig kaþólska kirkjan hefur glatað trausti, fylgjendum og ítökum á síðustu árum. Stærsta kirkjudeildin hefur ekki bara misst af mannréttindabaráttu samkynhneigðra heldur sömuleiðis af kvenréttindabaráttunni og baráttunni gegn alnæmi svo tvennt sé nefnt. Hún virðist úr takti við samfélags- og menningarstrauma nútímans, sem undirstrikaðist við páfakjörið á dögunum; lokaðir fundir með reykmerkjum og pilsaþytur gamalla karla sem allir voru eins. Á Íslandi situr hins vegar fráskilin amma á biskupsstóli. Hún svarar vel þegar hún er spurð um stöðu þjóðkirkjunnar: „Ég tel að samfélagið allt og kirkjan hafi lifað í dálitlum ótta við nýja strauma í samfélaginu og finnst að við ættum heldur að snúa óttanum í virðingu og jákvæðni." Leiðin út úr ógöngum kirkjunnar liggur einmitt á þessum slóðum. Þar sem var útilokun á að vera umburðarlyndi og kærleikur. Þar sem var lokað á að vera opið. Þar sem var ótti við breytingar á að vera hugrekki til að takast á við þær og vinna með þeim – í þeirri bjargföstu trú að á endanum sigrar kristinn kærleiksboðskapur. Gleðilega páska! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Fyrir kristinn mann er auðvelt að vera orðinn svolítið niðurdreginn á laugardaginn fyrir páska, eftir allan passíusálmalesturinn undanfarna daga, píslargöngurnar og frásagnir af pínu og dauða Jesú Krists fyrir tvö þúsund árum. Þannig var líka komið á þessum sama degi á sínum tíma fyrir fylgjendum Krists, þeim sem urðu fyrsti vísirinn að kirkju hans. Þeir voru hræddir, vonlausir og margir vantrúaðir. Þetta hugarástand er samt í rauninni nauðsynlegt til þess að við getum leyft okkur að njóta hátíðarstemmningarinnar á páskadagsmorgni og endurheimta þá gleði og sigurvissu sem fylgir frásögninni af upprisu Jesú Krists. Hún er öflugasta uppspretta trúarvissu kristinna manna; gröfin var opin, frelsarinn upprisinn. Hann hafði sigrað sjálfan dauðann. Fylgjendur hans breiddu fagnaðarerindið út um allan heiminn. Eins og Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir í viðtali í Fréttablaðinu í dag má sækja í þessa sögu leiðsögn í lífi okkar sjálfra: „Þegar við erfiðleika er að etja er gott að líta til upprisunnar og nú hefur þjóðin gengið í gegnum efnahagsþrengingar, hálfgerðan föstutíma, þá er gott að hafa páskasólina fyrir augum." Biskupinn talar líka um stöðu þjóðkirkjunnar í viðtalinu. Að mörgu leyti má segja að hún hafi verið hnípinn söfnuður undanfarin ár. Það hefur einfaldlega gengið illa; umræðan hefur verið neikvæð, fólki í kirkjunni hefur fækkað og að henni verið þrengt á ýmsa vegu. Kirkjan hefur lent í basli með viðbrögð sín við að minnsta kosti þrenns konar samfélagsþróun; mannréttindabaráttu samkynhneigðra, sviptingu hulu leyndar og þöggunar af kynferðisbrotum og fjölmenningarvæðingu Íslands, sem felur meðal annars í sér að samkeppni lífsskoðana er harðari og það er liðin tíð að nánast allir sæki sína andlegu leiðsögn til kirkjunnar. Þessi staða er ekkert einsdæmi hjá kristnum kirkjudeildum, hvorki hér á landi né úti um heim. Þær standa víða höllum fæti. Nýlega var hér í blaðinu úttekt á því hvernig kaþólska kirkjan hefur glatað trausti, fylgjendum og ítökum á síðustu árum. Stærsta kirkjudeildin hefur ekki bara misst af mannréttindabaráttu samkynhneigðra heldur sömuleiðis af kvenréttindabaráttunni og baráttunni gegn alnæmi svo tvennt sé nefnt. Hún virðist úr takti við samfélags- og menningarstrauma nútímans, sem undirstrikaðist við páfakjörið á dögunum; lokaðir fundir með reykmerkjum og pilsaþytur gamalla karla sem allir voru eins. Á Íslandi situr hins vegar fráskilin amma á biskupsstóli. Hún svarar vel þegar hún er spurð um stöðu þjóðkirkjunnar: „Ég tel að samfélagið allt og kirkjan hafi lifað í dálitlum ótta við nýja strauma í samfélaginu og finnst að við ættum heldur að snúa óttanum í virðingu og jákvæðni." Leiðin út úr ógöngum kirkjunnar liggur einmitt á þessum slóðum. Þar sem var útilokun á að vera umburðarlyndi og kærleikur. Þar sem var lokað á að vera opið. Þar sem var ótti við breytingar á að vera hugrekki til að takast á við þær og vinna með þeim – í þeirri bjargföstu trú að á endanum sigrar kristinn kærleiksboðskapur. Gleðilega páska!
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun