Kári Kristján spilar í Maribor Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. apríl 2013 07:00 Það er mikill styrkur fyrir íslenska liðið að hafa Kára með í kvöld.fréttablaðið/vilhelm Strákarnir okkar eiga erfiðan leik fyrir höndum í dag er þeir sækja Slóvena heim í undankeppni EM 2014. Leikur liðanna fer fram í Maribor og er búist við mikilli stemningu. Þarna mætast tvö sterkustu lið riðilsins. Ísland er í efsta sæti með fjögur stig en Slóveníu í öðru sæti með þrjú. Tvö efstu liðin í riðlinum komast á EM sem fram fer í Danmörku. „Þetta er sterkasti heimavöllur Slóvena ásamt vellinum í Celje. Við gerum ráð fyrir að það verði allt vitlaust þarna," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið í gær. Hann var þá staddur í rútu á leið til Maribor rúmum sólarhring fyrir leik. Er hann sáttur við að vera á ferðinni svo skömmu fyrir leik? „Við náðum æfingu í Grosswallstadt fyrir þetta ferðalag, sem var gott. Það var fínt að hittast úti og æfa í Þýskalandi áður en farið var. Svona var planið og við gerum gott úr þessu. Við verðum klárir í leikinn," sagði þjálfarinn diplómatískur. Leikurinn gegn Slóvenum verður allt annað en auðveldur. Ekki bara er Ísland að mæta á erfiðan útivöll heldur tefla Slóvenar fram einu sterkasta liði heims sem er á mikilli uppleið. Liðið varð í fjórða sæti á HM og á framtíðina fyrir sér. Slóvenska liðið lagði það íslenska 34-32 er liðin mættust á EM í Serbíu á síðasta ári. „Þetta er okkar helsti andstæðingur okkar í riðlinum. Við eigum þá síðan heima á sunnudaginn og við verðum að ná góðum úrslitum úr þessum leikjum. Það er ekkert nýtt undir sólinni þar. Við stefnum á tvo sigra. Svo verður að koma í ljós hvernig það gengur," sagði Aron en að minnsta kosti tvö stig úr þessum leikjum myndu setja Ísland í góða stöðu í riðlinum. Fjögur stig myndu nánast skjóta liðinu til Danmerkur. Það hafa verið vandræði með línumannastöðuna hjá landsliðinu. Þeir Róbert Gunnarsson, Kári Kristján Kristjánsson og Vignir Svavarsson voru allir meiddir er hópurinn var valinn. Kári Kristján er þó byrjaður að æfa á nýjan leik þannig að nýliðarnir Jón Þorbjörn Jóhannsson og Atli Ævar Ingólfsson þurfa ekki að axla alla ábyrgðina í þessum leikjum. „Kári hefur verið með á öllum æfingum og litið vel út. Það er mjög ánægjulegt. Hann er klár í slaginn og verður með okkur í þessum leik," sagði Aron en Kári hefur verið frá síðustu vikur eftir að góðkynja æxli var fjarlægt úr baki hans. Aron segir að það þurfi að stöðva einn leikmann hjá Slóvenum. „Slóvenar byggja sinn leik upp á leikstjórnandanum Uros Zorman. Liðið nýtir hans styrkleika og það þurfum við að stoppa. Liðið er vel spilandi. Leikmenn með góðan leikskilning. Við verðum að vera þéttir fyrir og grimmir að refsa er við fáum tækifæri til. Þetta er erfiður útivöllur og við verðum að halda ró okkar og vera þolinmóðir. Aginn þarf að vera í lagi hjá okkur allan leikinn." Olís-deild karla Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sjá meira
Strákarnir okkar eiga erfiðan leik fyrir höndum í dag er þeir sækja Slóvena heim í undankeppni EM 2014. Leikur liðanna fer fram í Maribor og er búist við mikilli stemningu. Þarna mætast tvö sterkustu lið riðilsins. Ísland er í efsta sæti með fjögur stig en Slóveníu í öðru sæti með þrjú. Tvö efstu liðin í riðlinum komast á EM sem fram fer í Danmörku. „Þetta er sterkasti heimavöllur Slóvena ásamt vellinum í Celje. Við gerum ráð fyrir að það verði allt vitlaust þarna," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið í gær. Hann var þá staddur í rútu á leið til Maribor rúmum sólarhring fyrir leik. Er hann sáttur við að vera á ferðinni svo skömmu fyrir leik? „Við náðum æfingu í Grosswallstadt fyrir þetta ferðalag, sem var gott. Það var fínt að hittast úti og æfa í Þýskalandi áður en farið var. Svona var planið og við gerum gott úr þessu. Við verðum klárir í leikinn," sagði þjálfarinn diplómatískur. Leikurinn gegn Slóvenum verður allt annað en auðveldur. Ekki bara er Ísland að mæta á erfiðan útivöll heldur tefla Slóvenar fram einu sterkasta liði heims sem er á mikilli uppleið. Liðið varð í fjórða sæti á HM og á framtíðina fyrir sér. Slóvenska liðið lagði það íslenska 34-32 er liðin mættust á EM í Serbíu á síðasta ári. „Þetta er okkar helsti andstæðingur okkar í riðlinum. Við eigum þá síðan heima á sunnudaginn og við verðum að ná góðum úrslitum úr þessum leikjum. Það er ekkert nýtt undir sólinni þar. Við stefnum á tvo sigra. Svo verður að koma í ljós hvernig það gengur," sagði Aron en að minnsta kosti tvö stig úr þessum leikjum myndu setja Ísland í góða stöðu í riðlinum. Fjögur stig myndu nánast skjóta liðinu til Danmerkur. Það hafa verið vandræði með línumannastöðuna hjá landsliðinu. Þeir Róbert Gunnarsson, Kári Kristján Kristjánsson og Vignir Svavarsson voru allir meiddir er hópurinn var valinn. Kári Kristján er þó byrjaður að æfa á nýjan leik þannig að nýliðarnir Jón Þorbjörn Jóhannsson og Atli Ævar Ingólfsson þurfa ekki að axla alla ábyrgðina í þessum leikjum. „Kári hefur verið með á öllum æfingum og litið vel út. Það er mjög ánægjulegt. Hann er klár í slaginn og verður með okkur í þessum leik," sagði Aron en Kári hefur verið frá síðustu vikur eftir að góðkynja æxli var fjarlægt úr baki hans. Aron segir að það þurfi að stöðva einn leikmann hjá Slóvenum. „Slóvenar byggja sinn leik upp á leikstjórnandanum Uros Zorman. Liðið nýtir hans styrkleika og það þurfum við að stoppa. Liðið er vel spilandi. Leikmenn með góðan leikskilning. Við verðum að vera þéttir fyrir og grimmir að refsa er við fáum tækifæri til. Þetta er erfiður útivöllur og við verðum að halda ró okkar og vera þolinmóðir. Aginn þarf að vera í lagi hjá okkur allan leikinn."
Olís-deild karla Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sjá meira