Kári Kristján spilar í Maribor Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. apríl 2013 07:00 Það er mikill styrkur fyrir íslenska liðið að hafa Kára með í kvöld.fréttablaðið/vilhelm Strákarnir okkar eiga erfiðan leik fyrir höndum í dag er þeir sækja Slóvena heim í undankeppni EM 2014. Leikur liðanna fer fram í Maribor og er búist við mikilli stemningu. Þarna mætast tvö sterkustu lið riðilsins. Ísland er í efsta sæti með fjögur stig en Slóveníu í öðru sæti með þrjú. Tvö efstu liðin í riðlinum komast á EM sem fram fer í Danmörku. „Þetta er sterkasti heimavöllur Slóvena ásamt vellinum í Celje. Við gerum ráð fyrir að það verði allt vitlaust þarna," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið í gær. Hann var þá staddur í rútu á leið til Maribor rúmum sólarhring fyrir leik. Er hann sáttur við að vera á ferðinni svo skömmu fyrir leik? „Við náðum æfingu í Grosswallstadt fyrir þetta ferðalag, sem var gott. Það var fínt að hittast úti og æfa í Þýskalandi áður en farið var. Svona var planið og við gerum gott úr þessu. Við verðum klárir í leikinn," sagði þjálfarinn diplómatískur. Leikurinn gegn Slóvenum verður allt annað en auðveldur. Ekki bara er Ísland að mæta á erfiðan útivöll heldur tefla Slóvenar fram einu sterkasta liði heims sem er á mikilli uppleið. Liðið varð í fjórða sæti á HM og á framtíðina fyrir sér. Slóvenska liðið lagði það íslenska 34-32 er liðin mættust á EM í Serbíu á síðasta ári. „Þetta er okkar helsti andstæðingur okkar í riðlinum. Við eigum þá síðan heima á sunnudaginn og við verðum að ná góðum úrslitum úr þessum leikjum. Það er ekkert nýtt undir sólinni þar. Við stefnum á tvo sigra. Svo verður að koma í ljós hvernig það gengur," sagði Aron en að minnsta kosti tvö stig úr þessum leikjum myndu setja Ísland í góða stöðu í riðlinum. Fjögur stig myndu nánast skjóta liðinu til Danmerkur. Það hafa verið vandræði með línumannastöðuna hjá landsliðinu. Þeir Róbert Gunnarsson, Kári Kristján Kristjánsson og Vignir Svavarsson voru allir meiddir er hópurinn var valinn. Kári Kristján er þó byrjaður að æfa á nýjan leik þannig að nýliðarnir Jón Þorbjörn Jóhannsson og Atli Ævar Ingólfsson þurfa ekki að axla alla ábyrgðina í þessum leikjum. „Kári hefur verið með á öllum æfingum og litið vel út. Það er mjög ánægjulegt. Hann er klár í slaginn og verður með okkur í þessum leik," sagði Aron en Kári hefur verið frá síðustu vikur eftir að góðkynja æxli var fjarlægt úr baki hans. Aron segir að það þurfi að stöðva einn leikmann hjá Slóvenum. „Slóvenar byggja sinn leik upp á leikstjórnandanum Uros Zorman. Liðið nýtir hans styrkleika og það þurfum við að stoppa. Liðið er vel spilandi. Leikmenn með góðan leikskilning. Við verðum að vera þéttir fyrir og grimmir að refsa er við fáum tækifæri til. Þetta er erfiður útivöllur og við verðum að halda ró okkar og vera þolinmóðir. Aginn þarf að vera í lagi hjá okkur allan leikinn." Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira
Strákarnir okkar eiga erfiðan leik fyrir höndum í dag er þeir sækja Slóvena heim í undankeppni EM 2014. Leikur liðanna fer fram í Maribor og er búist við mikilli stemningu. Þarna mætast tvö sterkustu lið riðilsins. Ísland er í efsta sæti með fjögur stig en Slóveníu í öðru sæti með þrjú. Tvö efstu liðin í riðlinum komast á EM sem fram fer í Danmörku. „Þetta er sterkasti heimavöllur Slóvena ásamt vellinum í Celje. Við gerum ráð fyrir að það verði allt vitlaust þarna," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið í gær. Hann var þá staddur í rútu á leið til Maribor rúmum sólarhring fyrir leik. Er hann sáttur við að vera á ferðinni svo skömmu fyrir leik? „Við náðum æfingu í Grosswallstadt fyrir þetta ferðalag, sem var gott. Það var fínt að hittast úti og æfa í Þýskalandi áður en farið var. Svona var planið og við gerum gott úr þessu. Við verðum klárir í leikinn," sagði þjálfarinn diplómatískur. Leikurinn gegn Slóvenum verður allt annað en auðveldur. Ekki bara er Ísland að mæta á erfiðan útivöll heldur tefla Slóvenar fram einu sterkasta liði heims sem er á mikilli uppleið. Liðið varð í fjórða sæti á HM og á framtíðina fyrir sér. Slóvenska liðið lagði það íslenska 34-32 er liðin mættust á EM í Serbíu á síðasta ári. „Þetta er okkar helsti andstæðingur okkar í riðlinum. Við eigum þá síðan heima á sunnudaginn og við verðum að ná góðum úrslitum úr þessum leikjum. Það er ekkert nýtt undir sólinni þar. Við stefnum á tvo sigra. Svo verður að koma í ljós hvernig það gengur," sagði Aron en að minnsta kosti tvö stig úr þessum leikjum myndu setja Ísland í góða stöðu í riðlinum. Fjögur stig myndu nánast skjóta liðinu til Danmerkur. Það hafa verið vandræði með línumannastöðuna hjá landsliðinu. Þeir Róbert Gunnarsson, Kári Kristján Kristjánsson og Vignir Svavarsson voru allir meiddir er hópurinn var valinn. Kári Kristján er þó byrjaður að æfa á nýjan leik þannig að nýliðarnir Jón Þorbjörn Jóhannsson og Atli Ævar Ingólfsson þurfa ekki að axla alla ábyrgðina í þessum leikjum. „Kári hefur verið með á öllum æfingum og litið vel út. Það er mjög ánægjulegt. Hann er klár í slaginn og verður með okkur í þessum leik," sagði Aron en Kári hefur verið frá síðustu vikur eftir að góðkynja æxli var fjarlægt úr baki hans. Aron segir að það þurfi að stöðva einn leikmann hjá Slóvenum. „Slóvenar byggja sinn leik upp á leikstjórnandanum Uros Zorman. Liðið nýtir hans styrkleika og það þurfum við að stoppa. Liðið er vel spilandi. Leikmenn með góðan leikskilning. Við verðum að vera þéttir fyrir og grimmir að refsa er við fáum tækifæri til. Þetta er erfiður útivöllur og við verðum að halda ró okkar og vera þolinmóðir. Aginn þarf að vera í lagi hjá okkur allan leikinn."
Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira