Samaris samdi við One Little Indian Freyr Bjarnason skrifar 9. apríl 2013 12:00 Tríóið Samaris hefur gert útgáfusamning við One Little Indian. Fréttablaðið/Valli Tríóið Samaris hefur samið við breska útgáfufyrirtækið One Little Indian. Samningurinn felur í sér útgáfu á EP-plötum og tveimur stórum plötum með möguleika á þeirri þriðju. Sú fyrsta er væntanleg í haust. Aðspurð segir klarinettuleikarinn Áslaug Rún Magnúsdóttir að samningurinn hafi verið í nokkurn tíma í bígerð. „Stuttu eftir Iceland Airwaves [síðasta haust] byrjuðum við að fá tölvupóst frá þeim og fórum á skype-fund,“ segir hún. Útsendari fyrirtækisins hafði þá heyrt hljómsveitina spila á veitingastaðnum Laundromat á sunnudagseftirmiðdeginum og heillast upp úr skónum. „Þetta er mjög fyndið því við erum búin að gefa út tvær EP-plötur upp á eigin spýur og nenntum ekki að gera líka stóra plötu sjálf. Við vorum búin að ímynda okkur hvaða plötufyrirtæki við værum til í að vinna með og hugsuðum að það væri gaman að vera hjá One Little Indian í London. Svo kemur bara þessi tölvupóstur,“ segir hún. „Þetta var bara „kúl“ og alveg „meant to be“.“ Samaris hefur einnig samið við útgáfuna 12 Tóna sem mun annast þeirra mál hér á landi. Upptökur á stóru plötunni eru hafnar og hafa þær farið fram heima hjá Oculus, eða Friðfinni Sigurðssyni. Hann hefur áður aðstoðað Samaris við lagið Stofnar falla. „Það er alveg frábært því hann er fáránlega klár,“ segir Áslaug um upptökustjórn Oculus. Hún segir ekki hafa komið til greina að taka plötuna upp erlendis. „Við erum í skólanum og okkur fannst það algjör óþarfi að fara út. Við þurfum ekkert stórt stúdíó.“ Með samningnum við One Little Indian bætist rafpoppsveitin Samaris í hóp með Björk, Ólöfu Arnalds og Ásgeiri Trausta sem öll eru þar á samningi. „Þetta er bara flottur hópur. Við hittum hann [útsendara One Little Indian] um jólin og þá var hann að koma með punkta um Sykurmolana og Björk til að reyna að veiða okkur meira og það virkaði alveg.“ Áslaug Rún er nýútskrifuð úr MH og er núna í tónlistarnámi í Reykjavík. Hún á ekki von á því að hætta í skóla til að einbeita sér að tónlistinni. „Þetta verkefni byrjaði sem djók og vatt miklu meira upp á sig en það átti að gera, sem er bara jákvætt. Jófríður er í annarri hljómsveit [Pascal Pinon] og við erum báðar í tónlistarnámi, þannig að ég veit ekki hversu mikið við erum að fara að hætta í skóla.“ Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tríóið Samaris hefur samið við breska útgáfufyrirtækið One Little Indian. Samningurinn felur í sér útgáfu á EP-plötum og tveimur stórum plötum með möguleika á þeirri þriðju. Sú fyrsta er væntanleg í haust. Aðspurð segir klarinettuleikarinn Áslaug Rún Magnúsdóttir að samningurinn hafi verið í nokkurn tíma í bígerð. „Stuttu eftir Iceland Airwaves [síðasta haust] byrjuðum við að fá tölvupóst frá þeim og fórum á skype-fund,“ segir hún. Útsendari fyrirtækisins hafði þá heyrt hljómsveitina spila á veitingastaðnum Laundromat á sunnudagseftirmiðdeginum og heillast upp úr skónum. „Þetta er mjög fyndið því við erum búin að gefa út tvær EP-plötur upp á eigin spýur og nenntum ekki að gera líka stóra plötu sjálf. Við vorum búin að ímynda okkur hvaða plötufyrirtæki við værum til í að vinna með og hugsuðum að það væri gaman að vera hjá One Little Indian í London. Svo kemur bara þessi tölvupóstur,“ segir hún. „Þetta var bara „kúl“ og alveg „meant to be“.“ Samaris hefur einnig samið við útgáfuna 12 Tóna sem mun annast þeirra mál hér á landi. Upptökur á stóru plötunni eru hafnar og hafa þær farið fram heima hjá Oculus, eða Friðfinni Sigurðssyni. Hann hefur áður aðstoðað Samaris við lagið Stofnar falla. „Það er alveg frábært því hann er fáránlega klár,“ segir Áslaug um upptökustjórn Oculus. Hún segir ekki hafa komið til greina að taka plötuna upp erlendis. „Við erum í skólanum og okkur fannst það algjör óþarfi að fara út. Við þurfum ekkert stórt stúdíó.“ Með samningnum við One Little Indian bætist rafpoppsveitin Samaris í hóp með Björk, Ólöfu Arnalds og Ásgeiri Trausta sem öll eru þar á samningi. „Þetta er bara flottur hópur. Við hittum hann [útsendara One Little Indian] um jólin og þá var hann að koma með punkta um Sykurmolana og Björk til að reyna að veiða okkur meira og það virkaði alveg.“ Áslaug Rún er nýútskrifuð úr MH og er núna í tónlistarnámi í Reykjavík. Hún á ekki von á því að hætta í skóla til að einbeita sér að tónlistinni. „Þetta verkefni byrjaði sem djók og vatt miklu meira upp á sig en það átti að gera, sem er bara jákvætt. Jófríður er í annarri hljómsveit [Pascal Pinon] og við erum báðar í tónlistarnámi, þannig að ég veit ekki hversu mikið við erum að fara að hætta í skóla.“
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira