Kraftmikið poppkornsfjör og pönkgleði Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. apríl 2013 07:00 Bíó, G.I. Joe: Retaliation Leikstjórn: Jon M. Chu Leikarar: Dwayne Johnson, Jonathan Pryce, Adrianne Palicki, Byung-hun Lee, Ray Stevenson. G.I. Joe: Retaliation er heimskuleg og yfirdrifin. Persónusköpunin er arfaslök og tæknibrellurnar misgóðar. Samt hefur hún eitthvað. Heilmikið meira að segja, því hún er þrælskemmtileg framan af. Það er erfitt að benda nákvæmlega á hvað það er sem virkar, því mjög margt í myndinni virkar alls ekki. Ég hallast þó að því að það sé gleðin. Sama gleði og illa spilandi en kraftmiklar pönksveitir búa stundum yfir. Með þessu er ég alls ekki að segja að ávallt beri að taka viljann fyrir verkið. Dwayne Johnson er vöðvatröll en hann er ekki síður sjarmatröll. Nærvera hans gerir heilmikið fyrir myndina og Jonathan Pryce er skemmtilegur skúrkur. Andi bandarískra hasarteiknimynda níunda áratugarins svífur yfir vötnum með tilheyrandi þjóðrembu og dramatík. Inn á milli má svo (með miklum vilja) greina ádeilu á vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna, en G.I. Joe: Retaliation lætur mann fyrst og fremst langa til að kasta poppi og láta dólgslega.Niðurstaða: Bjánaleg en fer langt á sjarmanum. Gagnrýni Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Bíó, G.I. Joe: Retaliation Leikstjórn: Jon M. Chu Leikarar: Dwayne Johnson, Jonathan Pryce, Adrianne Palicki, Byung-hun Lee, Ray Stevenson. G.I. Joe: Retaliation er heimskuleg og yfirdrifin. Persónusköpunin er arfaslök og tæknibrellurnar misgóðar. Samt hefur hún eitthvað. Heilmikið meira að segja, því hún er þrælskemmtileg framan af. Það er erfitt að benda nákvæmlega á hvað það er sem virkar, því mjög margt í myndinni virkar alls ekki. Ég hallast þó að því að það sé gleðin. Sama gleði og illa spilandi en kraftmiklar pönksveitir búa stundum yfir. Með þessu er ég alls ekki að segja að ávallt beri að taka viljann fyrir verkið. Dwayne Johnson er vöðvatröll en hann er ekki síður sjarmatröll. Nærvera hans gerir heilmikið fyrir myndina og Jonathan Pryce er skemmtilegur skúrkur. Andi bandarískra hasarteiknimynda níunda áratugarins svífur yfir vötnum með tilheyrandi þjóðrembu og dramatík. Inn á milli má svo (með miklum vilja) greina ádeilu á vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna, en G.I. Joe: Retaliation lætur mann fyrst og fremst langa til að kasta poppi og láta dólgslega.Niðurstaða: Bjánaleg en fer langt á sjarmanum.
Gagnrýni Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira