Erfið úrvinnsla ástarinnar Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar 16. apríl 2013 12:00 Svandís Þóra Einarsdóttir og Hjalti Rögnvaldsson í hlutverkum sínum í leikriti Sigtryggs Magnasonar. Leikhús. Nú er himneska sumarið komið. Höfundur: Sigtryggur Magnason, Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir. Dillonshús. Í Dillonshúsi Árbæjarsafnsins er til sýningar nýtt leikrit eftir Sigtrygg Magnason, Nú er himneska sumarið komið. Leikritið er byggt á sögu langafa Sigtryggs og sambandi hans við eiginkonu sína sem lést fyrir aldur fram af völdum berkla. Þar er stuðst við bréf sem langafi Sigtryggs fékk að handan frá konu sinni. Eitt sinn, stuttu eftir dauða hennar, þótti honum að hönd hans skrifaði ósjálfrátt ástarbréf frá henni, ástinni. Það bréf verður honum haldreipi í þeirri trú að hún sé enn hjá honum. Umgjörð sýningarinnar er einstaklega sjarmerandi. Það fylgir því ávallt mikil fortíðarþrá að koma á Árbæjarsafnið og sérlega viðeigandi að ástarsaga sé sett upp í Dillonshúsinu, einu elsta húsi Reykjavíkur sem er sagt hýsa anda eldheitrar ástar Dillons lávarðar og Madame Ottesen. Það eru þau Hjalti Rögnvaldsson og Svandís Þóra Einarsdóttir sem fara með aðalhlutverk í verkinu sem gerist á sveitabæ einum, norður í landi. Þrátt fyrir að hugmyndin sé einkar falleg, saga manns sem neitar að kveðja ástina og rígheldur í minningu hennar og nærveru, þá nær sagan ekki að njóta sín í leikriti Sigtryggs, því miður. Það er hreinlega erfitt að trúa sögunni, að ung kona sem hefur ekki hitt afa sinn í 22 ár tengist honum svo innilega á augabragði að þau geti samstundis deilt heimspekilegum hugmyndum um ástina og dauðann. Þar líður sýningin einnig fyrir háfleygt orðfæri persónanna en leikstjóri, Una Þorleifsdóttir, hefði mátt beina tjáningu leikaranna inn á lágstemmdari brautir og þannig aukið trúverðugleika sögunnar. Að því sögðu eru sterk augnablik í sýningunni. Túlkun Hjalta Rögnvaldssonar á hinum trúfasta sveitunga var oft mjög falleg og skemmtileg áhorfs. Hlutverk Svandísar Þóru Einarsdóttur er erfitt og þrátt fyrir góða viðleitni varð persóna hennar oft hjákátleg. Að lokum má hrósa Dóra Andréssyni fyrir hönnun á sérlega fallegri leikskrá. Niðurstaða: Falleg hugmynd sem líður fyrir ótrúverðugt handrit. Gagnrýni Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leikhús. Nú er himneska sumarið komið. Höfundur: Sigtryggur Magnason, Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir. Dillonshús. Í Dillonshúsi Árbæjarsafnsins er til sýningar nýtt leikrit eftir Sigtrygg Magnason, Nú er himneska sumarið komið. Leikritið er byggt á sögu langafa Sigtryggs og sambandi hans við eiginkonu sína sem lést fyrir aldur fram af völdum berkla. Þar er stuðst við bréf sem langafi Sigtryggs fékk að handan frá konu sinni. Eitt sinn, stuttu eftir dauða hennar, þótti honum að hönd hans skrifaði ósjálfrátt ástarbréf frá henni, ástinni. Það bréf verður honum haldreipi í þeirri trú að hún sé enn hjá honum. Umgjörð sýningarinnar er einstaklega sjarmerandi. Það fylgir því ávallt mikil fortíðarþrá að koma á Árbæjarsafnið og sérlega viðeigandi að ástarsaga sé sett upp í Dillonshúsinu, einu elsta húsi Reykjavíkur sem er sagt hýsa anda eldheitrar ástar Dillons lávarðar og Madame Ottesen. Það eru þau Hjalti Rögnvaldsson og Svandís Þóra Einarsdóttir sem fara með aðalhlutverk í verkinu sem gerist á sveitabæ einum, norður í landi. Þrátt fyrir að hugmyndin sé einkar falleg, saga manns sem neitar að kveðja ástina og rígheldur í minningu hennar og nærveru, þá nær sagan ekki að njóta sín í leikriti Sigtryggs, því miður. Það er hreinlega erfitt að trúa sögunni, að ung kona sem hefur ekki hitt afa sinn í 22 ár tengist honum svo innilega á augabragði að þau geti samstundis deilt heimspekilegum hugmyndum um ástina og dauðann. Þar líður sýningin einnig fyrir háfleygt orðfæri persónanna en leikstjóri, Una Þorleifsdóttir, hefði mátt beina tjáningu leikaranna inn á lágstemmdari brautir og þannig aukið trúverðugleika sögunnar. Að því sögðu eru sterk augnablik í sýningunni. Túlkun Hjalta Rögnvaldssonar á hinum trúfasta sveitunga var oft mjög falleg og skemmtileg áhorfs. Hlutverk Svandísar Þóru Einarsdóttur er erfitt og þrátt fyrir góða viðleitni varð persóna hennar oft hjákátleg. Að lokum má hrósa Dóra Andréssyni fyrir hönnun á sérlega fallegri leikskrá. Niðurstaða: Falleg hugmynd sem líður fyrir ótrúverðugt handrit.
Gagnrýni Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira