Ætla mér að spila minnst tvo leiki í viðbót Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2013 08:00 líflegur Sebastían Alexandersson í leik með ÍR. Mynd/Toggi Sebastían Alexandersson, markvörður ÍR, var heldur betur í sviðsljósinu í leik liðsins gegn Haukum á Ásvöllum á fimmtudagskvöldið. Þessi 43 ára markvörður kom inn á í lok fyrri hálfleiks, varði fimm af síðustu sex skotum Haukanna, og stóð svo vaktina með prýði í seinni hálfleik. Hann náði samt ekki að koma í veg fyrir svekkjandi tap Breiðhyltinga en Haukar komu til baka eftir að hafa lent mest fimm mörkum undir og unnu nauman eins marks sigur. „Æ, ég hef nú haft það betra,“ sagði Sebastían við Fréttablaðið í gær. „Maður hefur svo sem lent í þessu nokkrum sinnum á 25 ára ferli í meistaraflokki en þetta verður aldrei neitt skárra. Það er ekkert verra en svona töp.“ Einlæg leikgleði Sebastíans fór ekki fram hjá neinum sem horfði á leikinn. Hann fagnaði hverju skoti af innlifun og smitaði vel út frá sér til áhorfenda. „Það væri algjör synd að hafa ekki gaman af síðustu leikjunum á ferlinum. Það eru svo algjör forréttindi að fá að spila svona leiki á þessum aldri, sérstaklega þegar maður nær að flækjast fyrir. Mér finnst að það mætti vera meira um svona gleði, enda nennir enginn að koma og horfa ef allir eru með fýlusvip,“ segir Sebastían. Hann varð svo mjög reiður í leikslok og beindi því að Haukum. Sebastían vildi lítið gera úr því atviki. „Það þarf ekkert að ræða það sérstaklega í fjölmiðlum. Ég og einn leikmaður Hauka áttum í smá skoðanaskiptum eftir leik en við erum búnir að ræða saman í síma í dag [gær] og leysa það mál. Það eru enn allir vinir í dag,“ segir. ÍR tekur á móti Haukum á morgun og þarf sigur til að halda sér á lífi. Sebastían, sem ætlar að leggja skóna endanlega á hilluna í vor, er harður á því að hann eigi allavega tvo leiki eftir á ferlinum. „Ég hef engar áhyggjur af því að þessir ungu og spræku strákar verði ekki búnir að jafna sig á tapinu á morgun. Það er svo annað mál hvort að ég verði í lagi,“ sagði hann og hló. „Ég vona svo sannarlega að þetta verði ekki minn síðasta leikur, því mér finnst afar ólíklegt að ég muni spila enn 44 ára gamall. Þetta er í raun ekki íþrótt fyrir mann á mínum aldri, þó svo að það sé mjög gaman að geta enn hjálpað til.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Olís-deild karla Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Sebastían Alexandersson, markvörður ÍR, var heldur betur í sviðsljósinu í leik liðsins gegn Haukum á Ásvöllum á fimmtudagskvöldið. Þessi 43 ára markvörður kom inn á í lok fyrri hálfleiks, varði fimm af síðustu sex skotum Haukanna, og stóð svo vaktina með prýði í seinni hálfleik. Hann náði samt ekki að koma í veg fyrir svekkjandi tap Breiðhyltinga en Haukar komu til baka eftir að hafa lent mest fimm mörkum undir og unnu nauman eins marks sigur. „Æ, ég hef nú haft það betra,“ sagði Sebastían við Fréttablaðið í gær. „Maður hefur svo sem lent í þessu nokkrum sinnum á 25 ára ferli í meistaraflokki en þetta verður aldrei neitt skárra. Það er ekkert verra en svona töp.“ Einlæg leikgleði Sebastíans fór ekki fram hjá neinum sem horfði á leikinn. Hann fagnaði hverju skoti af innlifun og smitaði vel út frá sér til áhorfenda. „Það væri algjör synd að hafa ekki gaman af síðustu leikjunum á ferlinum. Það eru svo algjör forréttindi að fá að spila svona leiki á þessum aldri, sérstaklega þegar maður nær að flækjast fyrir. Mér finnst að það mætti vera meira um svona gleði, enda nennir enginn að koma og horfa ef allir eru með fýlusvip,“ segir Sebastían. Hann varð svo mjög reiður í leikslok og beindi því að Haukum. Sebastían vildi lítið gera úr því atviki. „Það þarf ekkert að ræða það sérstaklega í fjölmiðlum. Ég og einn leikmaður Hauka áttum í smá skoðanaskiptum eftir leik en við erum búnir að ræða saman í síma í dag [gær] og leysa það mál. Það eru enn allir vinir í dag,“ segir. ÍR tekur á móti Haukum á morgun og þarf sigur til að halda sér á lífi. Sebastían, sem ætlar að leggja skóna endanlega á hilluna í vor, er harður á því að hann eigi allavega tvo leiki eftir á ferlinum. „Ég hef engar áhyggjur af því að þessir ungu og spræku strákar verði ekki búnir að jafna sig á tapinu á morgun. Það er svo annað mál hvort að ég verði í lagi,“ sagði hann og hló. „Ég vona svo sannarlega að þetta verði ekki minn síðasta leikur, því mér finnst afar ólíklegt að ég muni spila enn 44 ára gamall. Þetta er í raun ekki íþrótt fyrir mann á mínum aldri, þó svo að það sé mjög gaman að geta enn hjálpað til.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Olís-deild karla Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira