Afgerandi úrslit Ólafur Þ. Stephensen skrifar 29. apríl 2013 07:00 Sjaldgæft er að kosningaúrslit séu jafnafgerandi og þau sem nú liggja fyrir eftir þingkosningarnar í fyrradag. Stjórnarflokkarnir biðu algjört afhroð og njóta nú stuðnings innan við fjórðungs kjósenda. Þau ?hugmyndafræðilegu vatnaskil? sem þáverandi formaður Vinstri grænna boðaði fyrir kosningarnar 2009 voru ekki varanleg. Tilraun til að reka harða og hreinræktaða vinstripólitík á Íslandi féll ekki í kramið hjá kjósendum. Stjórnarandstaðan stórjók hins vegar fylgi sitt. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa í sameiningu meirihluta atkvæða og góðan þingmeirihluta. Auk þeirra náðu tveir flokkar sem ekki voru í framboði fyrir fjórum árum góðum árangri. Fáir nýir flokkar hafa fengið betri kosningu en Björt framtíð og Píratar náðu sömuleiðis mönnum á þing. Við þessar aðstæður liggur algjörlega beint við að stjórnarandstaðan myndi ríkisstjórn. Nærtækasti kosturinn, út frá fylgi flokkanna, er tveggja flokka stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem flestir gera ráð fyrir að reynt verði að mynda. Að minnsta kosti tvennt getur þó komið í veg fyrir að slík stjórn verði mynduð, eða alltént flækt málið verulega. Þar kemur í fyrsta lagi til jöfn staða flokkanna; báðir eru með nítján þingmenn og ekki er augljóst hvor þeirra ætti fremur að veita samsteypustjórn forystu. Sjálfstæðisflokkurinn bætti vissulega við sig og er á ný orðinn stærsti flokkur landsins, en það breytir ekki því að hann fékk sína næstverstu útkomu í þingkosningum frá upphafi. Framsókn vann hins vegar mikinn sigur og hefur ekki fengið meira fylgi síðan 1979. Í öðru lagi er enginn flokkur öfundsverður af að þurfa að semja við Framsóknarflokkinn um kosningamálið sem hann ætlar alls ekki að hvika frá; að ávinningur af samningum við erlenda kröfuhafa verði notaður til að niðurgreiða húsnæðisskuldir heimila. Slíkum samningum er fyrir það fyrsta alls ekki lokið og ákvæði í stjórnarsáttmála um hvernig eigi að hagnýta niðurstöðuna styrkir ekki samningsstöðu Íslands. Það blasir sömuleiðis við að í raun hefur enginn flokkur á þingi trú á þessari leið nema Framsóknarflokkurinn. Bæði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og (undir rós) Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands kölluðu eftir því í gær að mynduð yrði stjórn með breiðari skírskotun en sú sem nú virðist í kortunum. Vafasamt verður að teljast að frekar sé kostur á myndun slíkrar stjórnar. Nái Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur saman er vandséð af hverju þeir ættu að vilja bæta fleiri flokkum við og kjósendur hafa líka hafnað núverandi stjórnarflokkum með svo afgerandi hætti að vandséð er hvaða erindi þeir eiga að stjórnarborðinu á ný. Nái framsóknar- og sjálfstæðismenn hins vegar saman mættu þeir gjarnan hafa í huga að eitt af því sem varð núverandi ríkisstjórn að falli var einmitt af hvílíku offorsi hún beitti meirihlutavaldinu og hversu skeytingarlaus hún var um að skapa breiða samstöðu um stór mál. Slík vinnubrögð reyndust líka illa í síðasta samstarfi þessara flokka. Eftirspurn eftir sátt og samstöðustjórnmálum er ef eitthvað er meiri núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Ólafur Stephensen Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Sjaldgæft er að kosningaúrslit séu jafnafgerandi og þau sem nú liggja fyrir eftir þingkosningarnar í fyrradag. Stjórnarflokkarnir biðu algjört afhroð og njóta nú stuðnings innan við fjórðungs kjósenda. Þau ?hugmyndafræðilegu vatnaskil? sem þáverandi formaður Vinstri grænna boðaði fyrir kosningarnar 2009 voru ekki varanleg. Tilraun til að reka harða og hreinræktaða vinstripólitík á Íslandi féll ekki í kramið hjá kjósendum. Stjórnarandstaðan stórjók hins vegar fylgi sitt. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa í sameiningu meirihluta atkvæða og góðan þingmeirihluta. Auk þeirra náðu tveir flokkar sem ekki voru í framboði fyrir fjórum árum góðum árangri. Fáir nýir flokkar hafa fengið betri kosningu en Björt framtíð og Píratar náðu sömuleiðis mönnum á þing. Við þessar aðstæður liggur algjörlega beint við að stjórnarandstaðan myndi ríkisstjórn. Nærtækasti kosturinn, út frá fylgi flokkanna, er tveggja flokka stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem flestir gera ráð fyrir að reynt verði að mynda. Að minnsta kosti tvennt getur þó komið í veg fyrir að slík stjórn verði mynduð, eða alltént flækt málið verulega. Þar kemur í fyrsta lagi til jöfn staða flokkanna; báðir eru með nítján þingmenn og ekki er augljóst hvor þeirra ætti fremur að veita samsteypustjórn forystu. Sjálfstæðisflokkurinn bætti vissulega við sig og er á ný orðinn stærsti flokkur landsins, en það breytir ekki því að hann fékk sína næstverstu útkomu í þingkosningum frá upphafi. Framsókn vann hins vegar mikinn sigur og hefur ekki fengið meira fylgi síðan 1979. Í öðru lagi er enginn flokkur öfundsverður af að þurfa að semja við Framsóknarflokkinn um kosningamálið sem hann ætlar alls ekki að hvika frá; að ávinningur af samningum við erlenda kröfuhafa verði notaður til að niðurgreiða húsnæðisskuldir heimila. Slíkum samningum er fyrir það fyrsta alls ekki lokið og ákvæði í stjórnarsáttmála um hvernig eigi að hagnýta niðurstöðuna styrkir ekki samningsstöðu Íslands. Það blasir sömuleiðis við að í raun hefur enginn flokkur á þingi trú á þessari leið nema Framsóknarflokkurinn. Bæði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og (undir rós) Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands kölluðu eftir því í gær að mynduð yrði stjórn með breiðari skírskotun en sú sem nú virðist í kortunum. Vafasamt verður að teljast að frekar sé kostur á myndun slíkrar stjórnar. Nái Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur saman er vandséð af hverju þeir ættu að vilja bæta fleiri flokkum við og kjósendur hafa líka hafnað núverandi stjórnarflokkum með svo afgerandi hætti að vandséð er hvaða erindi þeir eiga að stjórnarborðinu á ný. Nái framsóknar- og sjálfstæðismenn hins vegar saman mættu þeir gjarnan hafa í huga að eitt af því sem varð núverandi ríkisstjórn að falli var einmitt af hvílíku offorsi hún beitti meirihlutavaldinu og hversu skeytingarlaus hún var um að skapa breiða samstöðu um stór mál. Slík vinnubrögð reyndust líka illa í síðasta samstarfi þessara flokka. Eftirspurn eftir sátt og samstöðustjórnmálum er ef eitthvað er meiri núna.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun