Handbolti í hjólastólum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2013 08:00 Jón Heiðar Gunnarsson og félagar í ÍR ætla að skella sér í hjólastólana. Fréttablaðið/Valli Söguleg stund verður í dag þegar fram fer fyrsta viðureign liða í hjólastólahandbolta. Hjólastólalið HK, eina liðið á landinu, mætir þá bikarmeisturum ÍR í Austurbergi klukkan 17.30. Aðgangur að leiknum er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum sem renna óskipt til hjólastólakaupa. Tilgangurinn er að hvetja önnur félagslið til að taka upp samskonar starfsemi enda vantar HK-ingum sárlega andstæðinga til að spila við. Þá vilja ÍR-ingar einnig vekja athygli á því góða frumkvöðlastarfi sem er í gangi hjá hjólastólahandboltaráði HK. Nýr keppnishjólastóll kostar 750 þúsund krónur. Fróðlegt verður að sjá hvort hjólastólafélagið rúlli yfir ÍR-inga sem eru eðlilega óvanir að spila íþróttina í hjólastólum. Um hjólastólahandbolta á ÍslandiStofnun Hjólastólahandboltaráðsins markaði tímamót á sínum tíma því þar fengu þeir sem sitja í hjólastól sömu stöðu innan félagsins og aðrir sem stunda íþróttir undir merkjum HK. Þetta var gríðarlega stórt skref en fram að þessu höfðu fatlaðir starfað að mestu undir merkjum íþróttafélags fatlaðra eða fengið fyrir náð og miskunn aðstöðu fyrir áhugamál sín undir verndarvæng tilfallandi félaga. Þetta var því stórt skref í samþættingu og valdeflingu sem lengi hefur verið unnið að í skólum landsins og því var sannarlega kominn tími á slíkt innan íþróttahreyfingarinnar. Það er gríðarstórt skref að opna íþróttafélögin fyrir öllum, líka þeim sem þurfa dags daglega að notast við hjólastól. Nú er komið að næsta skrefi og það tekur mið að því að breiða út íþróttina hér á landi. Ofangreindur leikur er mikilvæg byrjun á því. HK-ingar eru gríðarlega þakklátir fyrir að fá eitt elsta félag landsins með sér í verkefnið. Hjólastólahandknattleiksráð HK var jú stofnað á haustdögum árið 2010 en ÍR árið 1907. Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Sjá meira
Söguleg stund verður í dag þegar fram fer fyrsta viðureign liða í hjólastólahandbolta. Hjólastólalið HK, eina liðið á landinu, mætir þá bikarmeisturum ÍR í Austurbergi klukkan 17.30. Aðgangur að leiknum er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum sem renna óskipt til hjólastólakaupa. Tilgangurinn er að hvetja önnur félagslið til að taka upp samskonar starfsemi enda vantar HK-ingum sárlega andstæðinga til að spila við. Þá vilja ÍR-ingar einnig vekja athygli á því góða frumkvöðlastarfi sem er í gangi hjá hjólastólahandboltaráði HK. Nýr keppnishjólastóll kostar 750 þúsund krónur. Fróðlegt verður að sjá hvort hjólastólafélagið rúlli yfir ÍR-inga sem eru eðlilega óvanir að spila íþróttina í hjólastólum. Um hjólastólahandbolta á ÍslandiStofnun Hjólastólahandboltaráðsins markaði tímamót á sínum tíma því þar fengu þeir sem sitja í hjólastól sömu stöðu innan félagsins og aðrir sem stunda íþróttir undir merkjum HK. Þetta var gríðarlega stórt skref en fram að þessu höfðu fatlaðir starfað að mestu undir merkjum íþróttafélags fatlaðra eða fengið fyrir náð og miskunn aðstöðu fyrir áhugamál sín undir verndarvæng tilfallandi félaga. Þetta var því stórt skref í samþættingu og valdeflingu sem lengi hefur verið unnið að í skólum landsins og því var sannarlega kominn tími á slíkt innan íþróttahreyfingarinnar. Það er gríðarstórt skref að opna íþróttafélögin fyrir öllum, líka þeim sem þurfa dags daglega að notast við hjólastól. Nú er komið að næsta skrefi og það tekur mið að því að breiða út íþróttina hér á landi. Ofangreindur leikur er mikilvæg byrjun á því. HK-ingar eru gríðarlega þakklátir fyrir að fá eitt elsta félag landsins með sér í verkefnið. Hjólastólahandknattleiksráð HK var jú stofnað á haustdögum árið 2010 en ÍR árið 1907.
Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Sjá meira