Huga verður að grunninum Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. maí 2013 06:00 Eftirtektarverður árangur frumkvöðlanna sem að sprotafyrirtækinu CLARA standa sýnir í hnotskurn um hvers konar verðmæti er að tefla í þessum í geira nýsköpunar og tækni. Frá því var greint í vikunni að fyrirtækið, sem ekki er nema fimm ára gamalt og með um fimmtán starfmenn, hafi verið selt til bandarísks hugbúnaðarfyrirtækis á rúman milljarð króna. CLARA fékk þar verðmiða sem slagar vel upp í markaðsvirði Nýherja í Kauphöllinni. Um leið var upplýst að Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefði tvöfaldað fjárfestingu sína í CLARA frá því fyrir einu ári þegar sjóðurinn keypti í fyrirtækinu átján prósenta hlut. Við söluna nú hefur sjóðurinn væntanlega fengið til sín tæpar 190 milljónir króna, sem nýtast til áframhaldandi fjárfestingar í sprotafyrirtækjum hér á landi. Velgengni eins og þessi er ekki gripin úr loftinu. Grunnurinn að henni er meðal annars lagður í skólakerfinu, en hér á landi hafa samtök vinnumarkaðarins hins vegar um nokkurt skeið bent á að til starfa vanti vel menntað fólk á þeim sviðum sem helst er horft til að geti örvað hagvöxt til framtíðar. Ljóst er að svokallaðar undirstöðuatvinnugreinar (jafnvel að ferðamennsku meðtalinni) nálgast efri mörk í framleiðni. Þar setja náttúra og umhverfi skorðurnar. Góður árangur í að jafna hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja sýnir að með skýrri sýn og markvissum aðgerðum er hægt að koma á breytingum til batnaðar. Þar þrýsta ekki síst á ný lög um kynjahlutföll sem taka gildi í september. Um leið er ljóst að ekki er hægt að kippa hverju sem er í liðinn með einfaldri lagasetningu. Mikilvægt er að beina fólki í réttan farveg í námi, þannig að nýtist samfélaginu sem best. Hagvöxtur framtíðar kemur úr hugverkageira, nýsköpun og tækni. Rúmu hálfu ári eftir hrun, í maí 2009, voru kynntar niðurstöður erlendrar sérfræðinganefndar sem í byrjun ársins var falið að koma fram með tillögur um framtíð menntunar, rannsókna og nýsköpunar hér á landi. Fyrir nefndinni fór Christoffer Taxell, kanslari við háskólann í Åbo í Finnlandi. Hann var ráðherra vísinda- og tæknimála í Finnlandi í bankahruninu í byrjun tíunda áratugarins. Lögð var til svipuð leið og skilaði Finnum árangri eftir hrun með því að viðhalda fjárfestingu í menntun á öllum skólastigum og aukinni áherslu á nýsköpun. Þá var kallað eftir mannauðsstefnu í menntamálum þar sem áherslur yrðu mótaðar eftir þjóðarhag. Lögð var til fækkun háskóla úr sjö í tvo. Lítið sem ekkert hefur verið gert með þessar tillögur og þá ekki heldur tillögur Vísinda- og tækniráðs frá því í fyrravor þar sem meðal annars var lögð til fækkun háskóla í fjóra. Lengi hefur legið fyrir hvaða skref þurfi að stíga í uppstokkun og breyttum áherslum í íslensku menntakerfi og löngu tímabært að hefja þá vegferð. Það verkefni, með fleirum, bíður væntanlega nýs ráðherra menntamála. CLARA sýnir hvers getur verið að vænta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun
Eftirtektarverður árangur frumkvöðlanna sem að sprotafyrirtækinu CLARA standa sýnir í hnotskurn um hvers konar verðmæti er að tefla í þessum í geira nýsköpunar og tækni. Frá því var greint í vikunni að fyrirtækið, sem ekki er nema fimm ára gamalt og með um fimmtán starfmenn, hafi verið selt til bandarísks hugbúnaðarfyrirtækis á rúman milljarð króna. CLARA fékk þar verðmiða sem slagar vel upp í markaðsvirði Nýherja í Kauphöllinni. Um leið var upplýst að Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefði tvöfaldað fjárfestingu sína í CLARA frá því fyrir einu ári þegar sjóðurinn keypti í fyrirtækinu átján prósenta hlut. Við söluna nú hefur sjóðurinn væntanlega fengið til sín tæpar 190 milljónir króna, sem nýtast til áframhaldandi fjárfestingar í sprotafyrirtækjum hér á landi. Velgengni eins og þessi er ekki gripin úr loftinu. Grunnurinn að henni er meðal annars lagður í skólakerfinu, en hér á landi hafa samtök vinnumarkaðarins hins vegar um nokkurt skeið bent á að til starfa vanti vel menntað fólk á þeim sviðum sem helst er horft til að geti örvað hagvöxt til framtíðar. Ljóst er að svokallaðar undirstöðuatvinnugreinar (jafnvel að ferðamennsku meðtalinni) nálgast efri mörk í framleiðni. Þar setja náttúra og umhverfi skorðurnar. Góður árangur í að jafna hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja sýnir að með skýrri sýn og markvissum aðgerðum er hægt að koma á breytingum til batnaðar. Þar þrýsta ekki síst á ný lög um kynjahlutföll sem taka gildi í september. Um leið er ljóst að ekki er hægt að kippa hverju sem er í liðinn með einfaldri lagasetningu. Mikilvægt er að beina fólki í réttan farveg í námi, þannig að nýtist samfélaginu sem best. Hagvöxtur framtíðar kemur úr hugverkageira, nýsköpun og tækni. Rúmu hálfu ári eftir hrun, í maí 2009, voru kynntar niðurstöður erlendrar sérfræðinganefndar sem í byrjun ársins var falið að koma fram með tillögur um framtíð menntunar, rannsókna og nýsköpunar hér á landi. Fyrir nefndinni fór Christoffer Taxell, kanslari við háskólann í Åbo í Finnlandi. Hann var ráðherra vísinda- og tæknimála í Finnlandi í bankahruninu í byrjun tíunda áratugarins. Lögð var til svipuð leið og skilaði Finnum árangri eftir hrun með því að viðhalda fjárfestingu í menntun á öllum skólastigum og aukinni áherslu á nýsköpun. Þá var kallað eftir mannauðsstefnu í menntamálum þar sem áherslur yrðu mótaðar eftir þjóðarhag. Lögð var til fækkun háskóla úr sjö í tvo. Lítið sem ekkert hefur verið gert með þessar tillögur og þá ekki heldur tillögur Vísinda- og tækniráðs frá því í fyrravor þar sem meðal annars var lögð til fækkun háskóla í fjóra. Lengi hefur legið fyrir hvaða skref þurfi að stíga í uppstokkun og breyttum áherslum í íslensku menntakerfi og löngu tímabært að hefja þá vegferð. Það verkefni, með fleirum, bíður væntanlega nýs ráðherra menntamála. CLARA sýnir hvers getur verið að vænta.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun