Tannlausi Íslandsmeistarinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. maí 2013 08:00 Jóhann Gunnar beit á jaxlinn og brosti í gegnum brotnu framtennurnar eftir leik. Skömmu síðar var hann sestur í tannlæknastólinn. Mynd/Valli Mánudagurinn síðasti rennur skyttunni örvhentu, Jóhanni Gunnari Einarssyni, seint úr minni. Hann vann þá langþráðan Íslandsmeistaratitil, spilaði sinn síðasta handboltaleik í bili og missti tvær tennur. „Ég var í vörn og fékk olnbogann á Sveini Þorgeirssyni beint í framtennurnar. Ég var með eina límda framtönn og hún fór sem og tönnin við hliðina. Það kom því ansi myndarlegt skarð. Nú er búið að líma þetta til bráðabirgða og ég þarf svo að fá gervitennur. Sumarið fer í það,“ segir Jóhann Gunnar en var þetta ekki sárt? „Sjokkið var svo mikið þegar þetta gerðist að ég fann ekki mikið til. Tannlæknirinn sagði mér samt að þetta hefði verið eitthvað það versta sem hann hefði séð. Það flísaðist upp úr tönnunum í tannholdið og þar voru fastar flísar. Ég var í stólnum í einn og hálfan tíma og leið betur eftir það.“ Pirrandi að missa stelliðBikarinn á loft í Safamýri.Mynd/ValliJóhann Gunnar fór inn í klefa eftir að hann meiddist en beit svo á jaxlinn og kom aftur út í fagnaðarlætin og verðlaunaafhendinguna. „Ég var frekar pirraður eftir að hafa misst stellið og fagnaði kannski ekki eins mikið og ég vildi gera. Ég vildi sjást á einhverri mynd svo ég gæti nú sagt barnabörnunum síðar að ég hefði tekið þátt í þessu. Þetta var furðulegt kvöld að mörgu leyti. Ég var eiginlega ánægðari með tannlækninn en Íslandsmeistaratitilinn,“ segir skyttan. Hann vildi þó fá að fagna eitthvað um nóttina með félögunum og fékk leyfi til þess frá tannlækninum. „Ég spurði hann að því hvort ég mætti ekki fá mér einn. Hann gaf grænt ljós á það ef ég myndi sleppa því að lenda í slagsmálum. Það slapp því til,“ segir Jóhann og hló dátt. Íslandsmeistarinn hefur glímt við þrálát meiðsli lengi og nú er mál að linni. Hann ætlar að taka sér ársfrí til þess að ná sér góðum. „Ég tek í það minnsta eitt ár í frí. Svo getur vel verið að ég bæti á mig einhverjum kílóum og komi ekkert aftur. Ég vil samt ekki vera einn af þeim sem segist vera hættur og standa svo ekki við það. Það er kjánalegt. Ég ætlaði að taka frí í vetur en Siggi Eggerts plataði mig til þess að halda áfram. Það gekk svo allt upp.“ Ég var alveg búinnFramarar fagna langþráðum titli.Mynd/ValliVinstri öxlin hefur verið að plaga Jóhann lengi og hún þarf nauðsynlega að fá hvíld. „Ég fór í reddingu fyrir Haukaeinvígið því ég var alveg búinn í öxlinni. Átti að hvíla í viku en hvíldi í tvo daga. Það er ömurlegt að vera skytta og geta ekki skotið almennilega á markið. Svo ég uppljóstri leyndarmáli þá var auðveldara fyrir mig að fara yfir vinstra megin og skjóta þaðan í vetur. Þá gat ég notað líkamann meira og létt álaginu af öxlinni. Þess vegna var ég að gera það í allan vetur.“ Þeir voru ekki margir sem höfðu trú á Fram fyrir tímabilið. Liðinu var spáð sjötta sæti og sérfræðingar áttu almennt frekar von á því að liðið yrði í botnbaráttu en toppbaráttu. „Í fyrra komumst við ekki í úrslitakeppnina og vorum á pappírnum með sterkara lið þá en núna. Þá skitum við á okkur. Nú var alltaf létt yfir þessu og Einar þjálfari á stóran þátt í þessu. Hann bjó til ákveðinn ramma og gerði þetta mjög einfalt fyrir okkur. Svo blómstra menn eins og Siggi Eggerts og Maggi Erlends markvörður í vetur. Það gekk margt upp hjá okkur.“ Lið Fram var orðið mjög lemstrað í leiknum á mánudag og margir sem settu spurningamerki við hvort þeir hefðu átt möguleika ef rimman hefði farið í oddaleik. „Ég var alveg búinn og hefði ekki getað mætt í annan leik. Ég gat ekki hugsað mér það og hefði verið búinn að tapa honum í hausnum. Það hefði allt verið með Haukum þá en ekkert með okkur. Við erum þekktir fyrir að tapa úrslitaleikjum og því var gott að þurfa ekki að fara í oddaleik. Ég er alls ekki viss um að það hefði farið vel fyrir okkur,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Olís-deild karla Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Mánudagurinn síðasti rennur skyttunni örvhentu, Jóhanni Gunnari Einarssyni, seint úr minni. Hann vann þá langþráðan Íslandsmeistaratitil, spilaði sinn síðasta handboltaleik í bili og missti tvær tennur. „Ég var í vörn og fékk olnbogann á Sveini Þorgeirssyni beint í framtennurnar. Ég var með eina límda framtönn og hún fór sem og tönnin við hliðina. Það kom því ansi myndarlegt skarð. Nú er búið að líma þetta til bráðabirgða og ég þarf svo að fá gervitennur. Sumarið fer í það,“ segir Jóhann Gunnar en var þetta ekki sárt? „Sjokkið var svo mikið þegar þetta gerðist að ég fann ekki mikið til. Tannlæknirinn sagði mér samt að þetta hefði verið eitthvað það versta sem hann hefði séð. Það flísaðist upp úr tönnunum í tannholdið og þar voru fastar flísar. Ég var í stólnum í einn og hálfan tíma og leið betur eftir það.“ Pirrandi að missa stelliðBikarinn á loft í Safamýri.Mynd/ValliJóhann Gunnar fór inn í klefa eftir að hann meiddist en beit svo á jaxlinn og kom aftur út í fagnaðarlætin og verðlaunaafhendinguna. „Ég var frekar pirraður eftir að hafa misst stellið og fagnaði kannski ekki eins mikið og ég vildi gera. Ég vildi sjást á einhverri mynd svo ég gæti nú sagt barnabörnunum síðar að ég hefði tekið þátt í þessu. Þetta var furðulegt kvöld að mörgu leyti. Ég var eiginlega ánægðari með tannlækninn en Íslandsmeistaratitilinn,“ segir skyttan. Hann vildi þó fá að fagna eitthvað um nóttina með félögunum og fékk leyfi til þess frá tannlækninum. „Ég spurði hann að því hvort ég mætti ekki fá mér einn. Hann gaf grænt ljós á það ef ég myndi sleppa því að lenda í slagsmálum. Það slapp því til,“ segir Jóhann og hló dátt. Íslandsmeistarinn hefur glímt við þrálát meiðsli lengi og nú er mál að linni. Hann ætlar að taka sér ársfrí til þess að ná sér góðum. „Ég tek í það minnsta eitt ár í frí. Svo getur vel verið að ég bæti á mig einhverjum kílóum og komi ekkert aftur. Ég vil samt ekki vera einn af þeim sem segist vera hættur og standa svo ekki við það. Það er kjánalegt. Ég ætlaði að taka frí í vetur en Siggi Eggerts plataði mig til þess að halda áfram. Það gekk svo allt upp.“ Ég var alveg búinnFramarar fagna langþráðum titli.Mynd/ValliVinstri öxlin hefur verið að plaga Jóhann lengi og hún þarf nauðsynlega að fá hvíld. „Ég fór í reddingu fyrir Haukaeinvígið því ég var alveg búinn í öxlinni. Átti að hvíla í viku en hvíldi í tvo daga. Það er ömurlegt að vera skytta og geta ekki skotið almennilega á markið. Svo ég uppljóstri leyndarmáli þá var auðveldara fyrir mig að fara yfir vinstra megin og skjóta þaðan í vetur. Þá gat ég notað líkamann meira og létt álaginu af öxlinni. Þess vegna var ég að gera það í allan vetur.“ Þeir voru ekki margir sem höfðu trú á Fram fyrir tímabilið. Liðinu var spáð sjötta sæti og sérfræðingar áttu almennt frekar von á því að liðið yrði í botnbaráttu en toppbaráttu. „Í fyrra komumst við ekki í úrslitakeppnina og vorum á pappírnum með sterkara lið þá en núna. Þá skitum við á okkur. Nú var alltaf létt yfir þessu og Einar þjálfari á stóran þátt í þessu. Hann bjó til ákveðinn ramma og gerði þetta mjög einfalt fyrir okkur. Svo blómstra menn eins og Siggi Eggerts og Maggi Erlends markvörður í vetur. Það gekk margt upp hjá okkur.“ Lið Fram var orðið mjög lemstrað í leiknum á mánudag og margir sem settu spurningamerki við hvort þeir hefðu átt möguleika ef rimman hefði farið í oddaleik. „Ég var alveg búinn og hefði ekki getað mætt í annan leik. Ég gat ekki hugsað mér það og hefði verið búinn að tapa honum í hausnum. Það hefði allt verið með Haukum þá en ekkert með okkur. Við erum þekktir fyrir að tapa úrslitaleikjum og því var gott að þurfa ekki að fara í oddaleik. Ég er alls ekki viss um að það hefði farið vel fyrir okkur,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Olís-deild karla Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira