Refurinn beit frá sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. maí 2013 07:00 Jóni Margeiri líður hvergi betur en á hjólinu, hvort sem það er á fleygiferð niður hlíðar Esjunnar eða á stökkpöllum í Öskjuhlíðinni. Fréttablaðið/Daníel Jón Margeir Sverrisson er sallarólegur þótt Daniel Fox hafi slegið heimsmet hans. Ólympíumeistarinn einbeitir sér að því að bæta sinn eigin tíma og ætlar sér stóra hluti á heimsmeistaramótinu í Montreal í Kanada í ágúst. „Það kemur ekkert á óvart. Hann var örugglega pirraður eftir London og hefur ætlað að ná metinu aftur,“ segir Jón Margeir Sverrisson. Ástralinn Daniel Fox bætti á dögunum heimsmetið í 200 metra skriðsundi í flokki þroskahamlaðra á ástralska úrtökumótinu fyrir heimsmeistaramótið í Kanada í sumar. Heimsmetið hafði verið í höndum Jóns Margeirs frá því á Ólympíumótinu í London síðastliðið sumar. Þá hafði hann betur eftir æsilegan lokasprett við Ástralann. Jón Margeir kippir sér ekkert upp við það þótt metið sé komið úr hans höndum. Hann sé fyrst og fremst í keppni við sjálfan sig. „Ég ætla að reyna að bæta minn tíma. Á næsta móti ætla ég að reyna að fara á 1:59,00,“ segir Jón Margeir. Hans besti tími, sem þar til fyrir tíu dögum var heimsmet, er 1:59,62 mínútur, en nýja heimsmetið hjá Fox er 1:58,42 mínútur.Ætlar á pall í Montreal Reikna má með mikilli keppni á HM í Montreal í haust. Auk Jóns Margeirs og Fox verða Bretarnir Ben Proctor og Dan Pepper á sínum stað, auk Hollendingsins Marc Evers og Suður-Kóreumannsins Cho Wonsang, sem hreppti bronsið í London. „Markmiðið mitt er að ná á pall alveg sama hvort það er í 1., 2. eða 3. sæti,“ segir Jón Margeir sem fór með sama markmið til London síðastliðið sumar. Þá kom gull upp úr krafsinu eftir þrettán vikur. Jón Margeir keppir á Asparmótinu í Laugardalslaug um helgina. Jón Margeir hóf einmitt sundferilinn í röðum Aspar. Hann reiknar með mikilli keppni milli sín og Kristínar Þorsteinsdóttur í stigasöfnun um helgina. Kristín, sem er með Ísafirði, er með Downsheilkenni og keppir því í öðrum fötlunarflokki en Jón Margeir, sem er með þroskahömlun. Stigahæsti keppandinn á mótinu í heild sinni verður verðlaunaður og verður fróðlegt að sjá hver hreppir hnossið.Klessti næstum á hund Jón Margeir er mikill hjólagarpur og var á leiðinni upp á Esju með hjólið sitt þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið í gær. Mikill mannfjöldi var í Esjunni þar sem Jón er tíður gestur. „Það munaði mjög litlu að ég klessti á hund í Esjunni um daginn. Það munaði bara tíu sentimetrum. Ég leit svo snöggt við og sá að hundurinn var sem betur fer í heilu lagi,“ sagði Jón Margeir sem lofaði að fara varlega.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Íþróttir Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira
Jón Margeir Sverrisson er sallarólegur þótt Daniel Fox hafi slegið heimsmet hans. Ólympíumeistarinn einbeitir sér að því að bæta sinn eigin tíma og ætlar sér stóra hluti á heimsmeistaramótinu í Montreal í Kanada í ágúst. „Það kemur ekkert á óvart. Hann var örugglega pirraður eftir London og hefur ætlað að ná metinu aftur,“ segir Jón Margeir Sverrisson. Ástralinn Daniel Fox bætti á dögunum heimsmetið í 200 metra skriðsundi í flokki þroskahamlaðra á ástralska úrtökumótinu fyrir heimsmeistaramótið í Kanada í sumar. Heimsmetið hafði verið í höndum Jóns Margeirs frá því á Ólympíumótinu í London síðastliðið sumar. Þá hafði hann betur eftir æsilegan lokasprett við Ástralann. Jón Margeir kippir sér ekkert upp við það þótt metið sé komið úr hans höndum. Hann sé fyrst og fremst í keppni við sjálfan sig. „Ég ætla að reyna að bæta minn tíma. Á næsta móti ætla ég að reyna að fara á 1:59,00,“ segir Jón Margeir. Hans besti tími, sem þar til fyrir tíu dögum var heimsmet, er 1:59,62 mínútur, en nýja heimsmetið hjá Fox er 1:58,42 mínútur.Ætlar á pall í Montreal Reikna má með mikilli keppni á HM í Montreal í haust. Auk Jóns Margeirs og Fox verða Bretarnir Ben Proctor og Dan Pepper á sínum stað, auk Hollendingsins Marc Evers og Suður-Kóreumannsins Cho Wonsang, sem hreppti bronsið í London. „Markmiðið mitt er að ná á pall alveg sama hvort það er í 1., 2. eða 3. sæti,“ segir Jón Margeir sem fór með sama markmið til London síðastliðið sumar. Þá kom gull upp úr krafsinu eftir þrettán vikur. Jón Margeir keppir á Asparmótinu í Laugardalslaug um helgina. Jón Margeir hóf einmitt sundferilinn í röðum Aspar. Hann reiknar með mikilli keppni milli sín og Kristínar Þorsteinsdóttur í stigasöfnun um helgina. Kristín, sem er með Ísafirði, er með Downsheilkenni og keppir því í öðrum fötlunarflokki en Jón Margeir, sem er með þroskahömlun. Stigahæsti keppandinn á mótinu í heild sinni verður verðlaunaður og verður fróðlegt að sjá hver hreppir hnossið.Klessti næstum á hund Jón Margeir er mikill hjólagarpur og var á leiðinni upp á Esju með hjólið sitt þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið í gær. Mikill mannfjöldi var í Esjunni þar sem Jón er tíður gestur. „Það munaði mjög litlu að ég klessti á hund í Esjunni um daginn. Það munaði bara tíu sentimetrum. Ég leit svo snöggt við og sá að hundurinn var sem betur fer í heilu lagi,“ sagði Jón Margeir sem lofaði að fara varlega.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Íþróttir Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira