Grindavíkurbær sinnir náttúruvernd betur Róbert Ragnarsson skrifar 17. maí 2013 06:00 Undanfarið hefur verið nokkur umfjöllun um náttúruvernd á Reykjanesskaga og er það mjög ánægjulegt. Grindavíkurbær er landmesta sveitarfélagið á Reykjanesi og eru margar af perlum svæðisins innan skipulagsmarka bæjarins. Grindavíkurbær hefur tekið það hlutverk sitt mjög alvarlega að huga vel að náttúruperlum svæðisins með því að vinna mjög metnaðarfullt aðalskipulag sem byggir á auðlindastefnu sem samþykkt var 2010. Grindavíkurbær var fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að kortleggja auðlindir sínar og samþykkja stefnu um nýtingu þeirra og verndun. Auðlindastefna Grindavíkurbæjar er í öllum meginatriðum í samræmi við Rammaáætlun um vernd og nýtingu orkuauðlinda sem Alþingi hefur unnið að síðastliðin 20 ár og var nýlega samþykkt. Hverfisvernd Í umræðunni er látið líta svo út að í Reykjanesfólkvangi liggi mikil náttúruvernd sem Grindavíkurbær vilji nú aflétta svo orkufyrirtæki geti komið þangað inn með vinnuvélar. Hvort tveggja er rangt. Undirritaður birti grein í Fréttablaðinu 1. mars sl. til að svara þeirri umræðu og leiðrétta misskilning, en það virðist ekki duga. Rangfærslan er ítrekuð í grein Ellerts Grétarssonar í Fréttablaðinu þann 6. maí síðastliðinn. Í Reykjanesfólkvangi eru afar takmörkuð ákvæði um verndun náttúrunnar og beinlínis heimilt að virkja jarðvarma. Auk þess er ein stærsta jarðvegsnáma landsins starfrækt innan fólkvangsins. Því má ljóst vera að verndunarsjónarmið hafa ekki verið í hávegum höfð innan Reykjanesfólkvangs þau tæplega fjörutíu ár sem hann hefur verið starfræktur. Til samanburðar má nefna að í aðalskipulagi Grindavíkurbæjar eru mun skýrari ákvæði um verndun gígaraðarinnar í Eldvörpum. Uppbygging Takmarkaðar framkvæmdir hafa verið innan fólkvangsins til að taka við auknum fjölda ferðamanna og verja þannig náttúruna fyrir átroðningi. Stjórn fólkvangsins hefur af veikum mætti sinnt landvörslu og byggt upp lágmarksaðstöðu í Seltúni og ber að hrósa þeim fyrir það. Til samanburðar má nefna að Grindavíkurbær, Bláa lónið og HS orka hafa í sameiningu lagt margfalt meira fé í stígagerð í Svartsengi en sem nemur öllu rekstrarfé Reykjanesfólkvangs. Það verkefni er hluti af samstarfi sveitarfélaga og ferðaþjónustuaðila á svæðinu um Reykjanes jarðvang (e. Geopark). Grindavíkurbær hafði frumkvæði að stofnun jarðvangsins, en umræða um stofnun slíks garðs á Reykjanesi hefur staðið í áratugi án þess að raungerast. Grindavíkurbær er þannig að sinna náttúruvernd og uppbyggingu fyrir ferðamenn mun betur en gert er innan Reykjanesfólkvangs. Engin orkuvinnsla er fyrirhuguð í fólkvanginum innan skipulagsmarka Grindavíkur. Ekki er fyrirhuguð orkuvinnsla innan skipulagsmarka Grindavíkurbæjar í fólkvanginum. Slík vinnsla er hins vegar fyrirhugað í landi Hafnarfjarðar og sem fyrr segir setur fólkvangsskilgreiningin engar hömlur á þá orkuvinnslu. Ákvörðun Grindavíkurbæjar um að hefja viðræður við Reykjavíkurborg, Reykjanesbæ, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ, Garðabæ og Seltjarnarneskaupstað um mögulega útgöngu Grindavíkurbæjar úr Reykjanesfólkvangi hefur skilað þeim árangri að málið er komið á dagskrá og áhugi hinna sveitarfélaganna á málinu orðinn meiri. Grindavíkurbær hefur þannig enn sýnt að það eru fá sveitarfélög sem hafa meiri áhuga á náttúru Reykjanesskagans. Að mati undirritaðs ætti frekar að hampa því sem gert hefur verið í Grindavík í náttúruvernd og uppbyggingu fyrir ferðamenn og hvetja önnur sveitarfélög til að fylgja fordæmi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Ragnarsson Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið nokkur umfjöllun um náttúruvernd á Reykjanesskaga og er það mjög ánægjulegt. Grindavíkurbær er landmesta sveitarfélagið á Reykjanesi og eru margar af perlum svæðisins innan skipulagsmarka bæjarins. Grindavíkurbær hefur tekið það hlutverk sitt mjög alvarlega að huga vel að náttúruperlum svæðisins með því að vinna mjög metnaðarfullt aðalskipulag sem byggir á auðlindastefnu sem samþykkt var 2010. Grindavíkurbær var fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að kortleggja auðlindir sínar og samþykkja stefnu um nýtingu þeirra og verndun. Auðlindastefna Grindavíkurbæjar er í öllum meginatriðum í samræmi við Rammaáætlun um vernd og nýtingu orkuauðlinda sem Alþingi hefur unnið að síðastliðin 20 ár og var nýlega samþykkt. Hverfisvernd Í umræðunni er látið líta svo út að í Reykjanesfólkvangi liggi mikil náttúruvernd sem Grindavíkurbær vilji nú aflétta svo orkufyrirtæki geti komið þangað inn með vinnuvélar. Hvort tveggja er rangt. Undirritaður birti grein í Fréttablaðinu 1. mars sl. til að svara þeirri umræðu og leiðrétta misskilning, en það virðist ekki duga. Rangfærslan er ítrekuð í grein Ellerts Grétarssonar í Fréttablaðinu þann 6. maí síðastliðinn. Í Reykjanesfólkvangi eru afar takmörkuð ákvæði um verndun náttúrunnar og beinlínis heimilt að virkja jarðvarma. Auk þess er ein stærsta jarðvegsnáma landsins starfrækt innan fólkvangsins. Því má ljóst vera að verndunarsjónarmið hafa ekki verið í hávegum höfð innan Reykjanesfólkvangs þau tæplega fjörutíu ár sem hann hefur verið starfræktur. Til samanburðar má nefna að í aðalskipulagi Grindavíkurbæjar eru mun skýrari ákvæði um verndun gígaraðarinnar í Eldvörpum. Uppbygging Takmarkaðar framkvæmdir hafa verið innan fólkvangsins til að taka við auknum fjölda ferðamanna og verja þannig náttúruna fyrir átroðningi. Stjórn fólkvangsins hefur af veikum mætti sinnt landvörslu og byggt upp lágmarksaðstöðu í Seltúni og ber að hrósa þeim fyrir það. Til samanburðar má nefna að Grindavíkurbær, Bláa lónið og HS orka hafa í sameiningu lagt margfalt meira fé í stígagerð í Svartsengi en sem nemur öllu rekstrarfé Reykjanesfólkvangs. Það verkefni er hluti af samstarfi sveitarfélaga og ferðaþjónustuaðila á svæðinu um Reykjanes jarðvang (e. Geopark). Grindavíkurbær hafði frumkvæði að stofnun jarðvangsins, en umræða um stofnun slíks garðs á Reykjanesi hefur staðið í áratugi án þess að raungerast. Grindavíkurbær er þannig að sinna náttúruvernd og uppbyggingu fyrir ferðamenn mun betur en gert er innan Reykjanesfólkvangs. Engin orkuvinnsla er fyrirhuguð í fólkvanginum innan skipulagsmarka Grindavíkur. Ekki er fyrirhuguð orkuvinnsla innan skipulagsmarka Grindavíkurbæjar í fólkvanginum. Slík vinnsla er hins vegar fyrirhugað í landi Hafnarfjarðar og sem fyrr segir setur fólkvangsskilgreiningin engar hömlur á þá orkuvinnslu. Ákvörðun Grindavíkurbæjar um að hefja viðræður við Reykjavíkurborg, Reykjanesbæ, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ, Garðabæ og Seltjarnarneskaupstað um mögulega útgöngu Grindavíkurbæjar úr Reykjanesfólkvangi hefur skilað þeim árangri að málið er komið á dagskrá og áhugi hinna sveitarfélaganna á málinu orðinn meiri. Grindavíkurbær hefur þannig enn sýnt að það eru fá sveitarfélög sem hafa meiri áhuga á náttúru Reykjanesskagans. Að mati undirritaðs ætti frekar að hampa því sem gert hefur verið í Grindavík í náttúruvernd og uppbyggingu fyrir ferðamenn og hvetja önnur sveitarfélög til að fylgja fordæmi okkar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun